Ávaxtaflugan að gera margan Reykvíkinginn gráhærðan Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2020 10:39 Þessi örsmáa fluga gengur undir ýmsum nöfnum. Ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Hún er sólgin gerjaða ávexti. Getty/Akchamczuk Svo virðist sem ávaxtaflugur svokallaðar séu að sækja í sig veðrið á Íslandi. Það er ef marka má ábendingar sem berast inn á fréttastofu, einkum af höfuðborgarsvæðinu og reyndar samkvæmt reynslu nokkurra blaðamanna á ritstjórninni. Agnarsmáar svífa þær um þannig að þeir sem fá þær í sjónlínu vita varla hvort sjónin sé að gefa sig eða hvort um flugu sé að ræða. Og erfitt getur reynst að losa sig við þær. Hvernig stendur á því að þær eru svona áberandi núna? „Ég get ekki tekið undir að þær séu meira áberandi núna en áður, tegundin er að finnast innanhúss allt árið,“ segir Matthías Svavar Alfreðsson skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Og sló þar með út af borðinu alla möguleika á því að segja megi frétt undir fyrirsögninni: Ávaxafluguplága skekur Reykjavík. Sólgnar í gerjaða ávexti „Nei það sem kemur inn á borð til mín er ekkert meira en venjulega,“ segir Matthías sem girðir snarlega fyrir alla mögulega kveinstafi vegna þessara flugna. Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega? „Hér er um að ræða tegund af gerflugnaætt (Drosophilidae) sem heitir ediksgerla (Drosophila melanogaster). Hún hefur gengið undir mörgum nöfnum s.s. ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Inn á ritstjórn hafa borist nokkrar ábendingar um að ávaxtaflugan sé þrálát í híbýlum höfuðborgarbúa en skordýrafræðingurinn á Náttúrufræðistofnun Íslands kannast ekki við neina plágu.Getty/nechaev-kon Tegundin er ein mest rannsakaða lífveran á sviði erfða- og þroskunarfræði.“ Svo virðist sem Matthías Svavar hafi þessa flugu í hávegum en hann vísar í ítarlega umfjöllun um ávaxtafluguna á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýrafræðingurinn upplýsir að þær fjölgi sér þegar gerjun á sér stað en þær eru sólgnar í gerjaða ávexti, bjór og edik svo eitthvað sé nefnt. Merkilegar og flottar flugur Hvernig er best að losa sig við þessa pest? „Fara út með lífrænan úrgang, flöskur, dósir og fernur. Síðan er hægt að hella botnfylli af edik í krukku og gera nokkur göt á lokið. Krukkan er síðan látin standa í ruslaskáp eða þar sem flugurnar eru,“ svarar Matthías Svavar en ljóst að honum þykir spurningin gildishlaðin og villandi. Mér heyrist reyndar helst á þér að þú hafir fluguna í hávegum fremur en að þú kannist við að af þeim sé ami? „Þetta eru ansi merkilegar og flottar flugur! En ég skil að fólk vilji ekki hafa þær um allt hús. Þær teljast hins vegar ekki til meindýra þannig að hér er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af og nokkuð auðvelt að losna við.“ Dýr Reykjavík Skordýr Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Svo virðist sem ávaxtaflugur svokallaðar séu að sækja í sig veðrið á Íslandi. Það er ef marka má ábendingar sem berast inn á fréttastofu, einkum af höfuðborgarsvæðinu og reyndar samkvæmt reynslu nokkurra blaðamanna á ritstjórninni. Agnarsmáar svífa þær um þannig að þeir sem fá þær í sjónlínu vita varla hvort sjónin sé að gefa sig eða hvort um flugu sé að ræða. Og erfitt getur reynst að losa sig við þær. Hvernig stendur á því að þær eru svona áberandi núna? „Ég get ekki tekið undir að þær séu meira áberandi núna en áður, tegundin er að finnast innanhúss allt árið,“ segir Matthías Svavar Alfreðsson skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Og sló þar með út af borðinu alla möguleika á því að segja megi frétt undir fyrirsögninni: Ávaxafluguplága skekur Reykjavík. Sólgnar í gerjaða ávexti „Nei það sem kemur inn á borð til mín er ekkert meira en venjulega,“ segir Matthías sem girðir snarlega fyrir alla mögulega kveinstafi vegna þessara flugna. Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega? „Hér er um að ræða tegund af gerflugnaætt (Drosophilidae) sem heitir ediksgerla (Drosophila melanogaster). Hún hefur gengið undir mörgum nöfnum s.s. ávaxtafluga, bananafluga og jafnvel barfluga. Inn á ritstjórn hafa borist nokkrar ábendingar um að ávaxtaflugan sé þrálát í híbýlum höfuðborgarbúa en skordýrafræðingurinn á Náttúrufræðistofnun Íslands kannast ekki við neina plágu.Getty/nechaev-kon Tegundin er ein mest rannsakaða lífveran á sviði erfða- og þroskunarfræði.“ Svo virðist sem Matthías Svavar hafi þessa flugu í hávegum en hann vísar í ítarlega umfjöllun um ávaxtafluguna á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýrafræðingurinn upplýsir að þær fjölgi sér þegar gerjun á sér stað en þær eru sólgnar í gerjaða ávexti, bjór og edik svo eitthvað sé nefnt. Merkilegar og flottar flugur Hvernig er best að losa sig við þessa pest? „Fara út með lífrænan úrgang, flöskur, dósir og fernur. Síðan er hægt að hella botnfylli af edik í krukku og gera nokkur göt á lokið. Krukkan er síðan látin standa í ruslaskáp eða þar sem flugurnar eru,“ svarar Matthías Svavar en ljóst að honum þykir spurningin gildishlaðin og villandi. Mér heyrist reyndar helst á þér að þú hafir fluguna í hávegum fremur en að þú kannist við að af þeim sé ami? „Þetta eru ansi merkilegar og flottar flugur! En ég skil að fólk vilji ekki hafa þær um allt hús. Þær teljast hins vegar ekki til meindýra þannig að hér er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af og nokkuð auðvelt að losna við.“
Dýr Reykjavík Skordýr Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira