Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 13:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, í mótmælum í borginni Kenosha í Wisconsin í síðustu viku. Hann sagði Rittenhouse hafa verið að reyna að komast undan hópi mótmælenda og hann hefði „líklega verið drepinn“ ef hann hefði ekki skotið mennina. Rittenhouse hafði komið til Kenosha úr öðru ríki ásamt öðrum þungvopnuðum hægri sinnuðum mönnum og var yfirlýst markmið þeirra að verja fyrirtæki fyrir skemmdum mótmælenda. Umfangsmikil mótmæli höfðu átt sér stað í borginni eftir að lögregluþjónn skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið og höfðu mótmælin snúist upp í óeirðir á kvöldin. Rittenhouse var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Myndbönd sýna ekki þegar Rittenhouse skaut fyrsta manninn, heldur sýna þau að hann var á hlaupum undan manninum en virtist vera króaður af. Seinna var hann á hlaupum og reyndu nokkrir menn að stöðva hann. Rittenhouse skaut einn þeirra til bana þegar sá reyndi að ná af honum byssunni. Sá þriðji sem hann skaut, og særði, var vopnaður skammbyssu. Ummælin um Rittenhouse lét Trump falla á blaðamannafundi í gær, eftir að hann sakaði Joe Biden, mótframbjóðanda sinn, um að ýta undir ofbeldi. Trump sjálfur hefur ítrekað verið ásakaður um það. Rittenhouse hefur verið ákærður fyrir tvö morð og aðra glæpi. Teymi lögmanna táningsins segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Meðal annars segja þeir að skotið hafi verið á Rittenhouse og hann hafi óttast um líf sitt. Trump sagði að það að stuðningsmenn hans hafi verið að skjóta á mótmælendur í Portland af handahófi með málningarbyssum, væru í raun friðsöm mótmæli. Trump ætlar til Kensoha í dag. Kayleigh McEnany, talskona hans, segir að þar muni hann virða fyrir sér þann skaða sem óeirðarseggir hafi valdið og ræða við eigendur fyrirtækja. Trump hefur hunsað beiðnir ráðamanna á svæðinu um að hann leggi leið sína ekki þangað. Hann ætlar sömuleiðis að hitta lögregluþjóna. Trump, sem sagði einnig í gær að enginn forseti Bandaríkjanna, nema kannski Abraham Lincoln, hefði gert meira fyrir bandaríska blökkumenn og sagðist ekki ætla að ræða við fjölskyldu Blake. Ástæðan væri sú að fjölskyldan vildi hafa lögmenn viðstadda. Blaðamaður Washington Post segir blaðamannafund Trump í gær hafa byrjað á því að forsetinn sakaði Biden um að neita að fordæma sérstaklega vinstri sinnaða aðila sem hafa framið skemmdarverk eða ofbeldi í Bandaríkjunum, sem Biden hefur gert. Skömmu seinna hafi Trump sjálfur neitað að fordæma eigin stuðningsmenn sem skotið hafi á fólk með málningarbyssum og varið Rittenhouse. Þar að auki hafi hann fordæmt alla vinstri sinnaða mótmælendur vegna þess að stuðningsmaður hans var skotinn til bana í Portland. „Hann skaut ungan herramann og myrti hann. Ekki með málningu heldur byssukúlu og það finnst mér skammarlegt,“ sagði Trump. Því næst kom hann Rittenhouse til varnar. Sjá einnig: Enn enginn handtekinn vegna morðsins í Portland Mótmælendur og aðgerðasinnar í Bandaríkjunum óttast að sú óöld sem Bandaríkin ganga nú í gegnum eigi eftir að ná nýjum hæðum á næstunni. Hægri sinnaðir aðilar hafa að undanförnu lagt kapp á að standa í hárinu á Black Lives Matter hreyfingunni og mótmælendum. Margir þessara aðila hafa verið vopnaðir, eins og í Kenosha og í Portland. Frá því að George Floyd var myrtur í haldi lögreglu, fyrir þremur mánuðum, hafa mótmælin að mestu snúist um mótmælendur gegn lögreglu. Það virðist vera að breytast. Þessir hægri sinnuðu aðilar segjast vera að verja fólk og fyrirtæki gegn vinstri sinnuðum óeirðarseggjum og styðja lögregluþjóna. Samhliða því virðist sem að mótmælendur beri vopn í auknum mæli, samkvæmt frétt New York Times. Stuðningsmenn Trump eru þegar að undirbúa frekari gagn-mótmæli í Portland um næstu helgi. Þá hafa einhverjir hópar fjar-hægri manna kallað eftir borgarastyrjöld og sagt að ef Trump grípi ekki inn í ástandið í Portland muni þeir gera það sjálfir. Lögreglan í bæði Portland og Kenosha hefur verið gagnrýnd fyrir að koma ekki í veg fyrir blóðsúthellingar og átök á milli fykinga. Í Portland vissi lögreglan að því að stuðningsmenn Trump ætluðu að keyra bílalest í gegnum miðborg borgarinnar þar sem mótmæli fóru fram. Fáir lögregluþjónar voru þó á vettvangi og kom víða til handalögmála á götum borgarinnar. Í Kenosha í síðustu viku keyrðu lögregluþjónar fram hjá hópi vopnaðra manna, köstuðu til þeirra vatnsflöskum og þökkuðu þeim fyrir að vera á svæðinu. Þegar Rittenhouse reyndi fyrst að gefa sig fram við lögreglu keyrðu lögregluþjónar fram hjá honum. Hann var þá með hálfsjálfvirkan riffil, með hendur á lofti og nýbúinn að skjóta þrjá menn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Lamaður Blake handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. 28. ágúst 2020 16:35 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, í mótmælum í borginni Kenosha í Wisconsin í síðustu viku. Hann sagði Rittenhouse hafa verið að reyna að komast undan hópi mótmælenda og hann hefði „líklega verið drepinn“ ef hann hefði ekki skotið mennina. Rittenhouse hafði komið til Kenosha úr öðru ríki ásamt öðrum þungvopnuðum hægri sinnuðum mönnum og var yfirlýst markmið þeirra að verja fyrirtæki fyrir skemmdum mótmælenda. Umfangsmikil mótmæli höfðu átt sér stað í borginni eftir að lögregluþjónn skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið og höfðu mótmælin snúist upp í óeirðir á kvöldin. Rittenhouse var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Myndbönd sýna ekki þegar Rittenhouse skaut fyrsta manninn, heldur sýna þau að hann var á hlaupum undan manninum en virtist vera króaður af. Seinna var hann á hlaupum og reyndu nokkrir menn að stöðva hann. Rittenhouse skaut einn þeirra til bana þegar sá reyndi að ná af honum byssunni. Sá þriðji sem hann skaut, og særði, var vopnaður skammbyssu. Ummælin um Rittenhouse lét Trump falla á blaðamannafundi í gær, eftir að hann sakaði Joe Biden, mótframbjóðanda sinn, um að ýta undir ofbeldi. Trump sjálfur hefur ítrekað verið ásakaður um það. Rittenhouse hefur verið ákærður fyrir tvö morð og aðra glæpi. Teymi lögmanna táningsins segja hann hafa skotið mennina í sjálfsvörn. Meðal annars segja þeir að skotið hafi verið á Rittenhouse og hann hafi óttast um líf sitt. Trump sagði að það að stuðningsmenn hans hafi verið að skjóta á mótmælendur í Portland af handahófi með málningarbyssum, væru í raun friðsöm mótmæli. Trump ætlar til Kensoha í dag. Kayleigh McEnany, talskona hans, segir að þar muni hann virða fyrir sér þann skaða sem óeirðarseggir hafi valdið og ræða við eigendur fyrirtækja. Trump hefur hunsað beiðnir ráðamanna á svæðinu um að hann leggi leið sína ekki þangað. Hann ætlar sömuleiðis að hitta lögregluþjóna. Trump, sem sagði einnig í gær að enginn forseti Bandaríkjanna, nema kannski Abraham Lincoln, hefði gert meira fyrir bandaríska blökkumenn og sagðist ekki ætla að ræða við fjölskyldu Blake. Ástæðan væri sú að fjölskyldan vildi hafa lögmenn viðstadda. Blaðamaður Washington Post segir blaðamannafund Trump í gær hafa byrjað á því að forsetinn sakaði Biden um að neita að fordæma sérstaklega vinstri sinnaða aðila sem hafa framið skemmdarverk eða ofbeldi í Bandaríkjunum, sem Biden hefur gert. Skömmu seinna hafi Trump sjálfur neitað að fordæma eigin stuðningsmenn sem skotið hafi á fólk með málningarbyssum og varið Rittenhouse. Þar að auki hafi hann fordæmt alla vinstri sinnaða mótmælendur vegna þess að stuðningsmaður hans var skotinn til bana í Portland. „Hann skaut ungan herramann og myrti hann. Ekki með málningu heldur byssukúlu og það finnst mér skammarlegt,“ sagði Trump. Því næst kom hann Rittenhouse til varnar. Sjá einnig: Enn enginn handtekinn vegna morðsins í Portland Mótmælendur og aðgerðasinnar í Bandaríkjunum óttast að sú óöld sem Bandaríkin ganga nú í gegnum eigi eftir að ná nýjum hæðum á næstunni. Hægri sinnaðir aðilar hafa að undanförnu lagt kapp á að standa í hárinu á Black Lives Matter hreyfingunni og mótmælendum. Margir þessara aðila hafa verið vopnaðir, eins og í Kenosha og í Portland. Frá því að George Floyd var myrtur í haldi lögreglu, fyrir þremur mánuðum, hafa mótmælin að mestu snúist um mótmælendur gegn lögreglu. Það virðist vera að breytast. Þessir hægri sinnuðu aðilar segjast vera að verja fólk og fyrirtæki gegn vinstri sinnuðum óeirðarseggjum og styðja lögregluþjóna. Samhliða því virðist sem að mótmælendur beri vopn í auknum mæli, samkvæmt frétt New York Times. Stuðningsmenn Trump eru þegar að undirbúa frekari gagn-mótmæli í Portland um næstu helgi. Þá hafa einhverjir hópar fjar-hægri manna kallað eftir borgarastyrjöld og sagt að ef Trump grípi ekki inn í ástandið í Portland muni þeir gera það sjálfir. Lögreglan í bæði Portland og Kenosha hefur verið gagnrýnd fyrir að koma ekki í veg fyrir blóðsúthellingar og átök á milli fykinga. Í Portland vissi lögreglan að því að stuðningsmenn Trump ætluðu að keyra bílalest í gegnum miðborg borgarinnar þar sem mótmæli fóru fram. Fáir lögregluþjónar voru þó á vettvangi og kom víða til handalögmála á götum borgarinnar. Í Kenosha í síðustu viku keyrðu lögregluþjónar fram hjá hópi vopnaðra manna, köstuðu til þeirra vatnsflöskum og þökkuðu þeim fyrir að vera á svæðinu. Þegar Rittenhouse reyndi fyrst að gefa sig fram við lögreglu keyrðu lögregluþjónar fram hjá honum. Hann var þá með hálfsjálfvirkan riffil, með hendur á lofti og nýbúinn að skjóta þrjá menn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Lamaður Blake handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. 28. ágúst 2020 16:35 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05
Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38
Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00
Lamaður Blake handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. 28. ágúst 2020 16:35