Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 21:07 Kári Stefánsson segir í samtali við Vísi að ýmis skilaboð megi lesa í niðurstöður rannsóknarinnar. Vísir/Vilhelm Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu New England Journal of Medicine í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir að vísindamenn álykti að 0,9 prósent Íslendinga hafi smitast af veirunni. Af þeim sem hafi smitast hafi 91,1 prósent myndað mótefni. Þá er ályktað að 44 prósent þeirra sem smituðust hafi ekki greinst með veiruna. Dánartíðni sýktra er þá talin 0,3 prósent hér á landi. Alls var skimað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslendinga fyrir mótefni við kórónuveirunni. Þá voru prófuð 2.102 sýni úr 1.237 Íslendingum sem sýkst höfðu af veirunni. Sýnin voru tekin allt af fjórum mánuðum eftir greiningu. Eins voru mæld mótefni hjá 4.222 einstaklingum sem höfðu farið í sóttkví og öðrum sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. Í ljós kom að 2,3 prósent þeirra sem farið höfðu í sóttkví voru með mótefni. Hvað varðar hinn hópinn, einstaklinga sem ekki var vitað til að hefðu sýkst eða verið í samskiptum við sýkta einstaklinga, mældist mótefni hjá 0,3 prósentum. „Mun fleiri greindust með mótefni sem voru í sóttkví en þeir sem voru það ekki. Þá sýnir rannsóknin enn fremur tengsl milli alvarleika veikinda og magns mótefna. Þeir sem veiktust lítið eða sýndu engin einkenni höfðu því meiri tilhneigingu til að mynda lítið af mótefnum eða engin.“ Þá segir í tilkynningunni að af þeim 8,9 prósentum sem höfðu greinst með veiruna með nef- og hálssýni og ekki myndað fullt mótefnasvar hafi tæpur helmingur, eða fjögur prósent, ekki mælanleg mótefni. Þar með er ályktað að upphafleg greining þeirra einstaklinga hafi verið fölsk, eða líkami þeirra losnað við veirusýkinguna með öðrum hætti en myndun mótefnis. Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gott sé að áhyggjur af því að mótefni kunni að fjara út einhverjum mánuðum eftir sýkingu sé að baki. Nú ráðist fyrirtækið í rannsóknir á frumubundnu ónæmi hjá þeim einstaklingum sem ekki mynduðu mótefni í blóði. Yfir 99 prósent enn næm fyrir veirunni Í samtali við Vísi segir Kári, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að niðurstöðurnar séu lýsing á því sem er að gerast. „Sú lýsing sem skiptir mestu máli er á því hvernig mótefnin rísa í blóði fólks sem verður fyrir smiti og okkar niðurstöður sýna að mótefnin minnka ekkert í blóði, að minnsta kosti ekki innan fjögurra mánaða,“ segir Kári. Þetta segir hann skipta miklu máli þar sem fregnir hefðu borist af því að sá möguleiki væri fyrir hendi, að mótefni byrjuðu að minnka mjög fljótt og þannig myndast möguleiki á endursýkingu. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnum, sem er sú stærsta sem hefur verið gerð, sýni hins vegar óyggjandi að engin minnkun sé á magni mótefna innan fjögurra mánaða. „Eitt af því sem við sýnum líka fram á er að það eru bein tengsl milli þess hversu alvarlegur sjúkdómurinn verður og hversu mikið myndast af mótefnum. Þeir sem verða sjúkastir mynda mest af mótefnum, þeir sem eru eldri mynda meira mótefni en þeir sem eru yngri og konur mynda minna mótefni heldur en karlar.“ Kári bendir þá á að séu tölur yfir einstaklinga sem greinst hafa með veiruna og yfir þá sem myndað hafa mótefni lagðar saman, sé ljóst að 0,9 prósent Íslendinga hafi sýkst af veirunni. „Það þýðir að 99,1 prósent Íslendinga eru enn þá næmir fyrir veirunni og gætu enn þá sýkst. Þannig að ef kæmi til Íslands önnur bylgja eins og fyrsta bylgjan sem kom gæti það lagt samfélagið aftur algjörlega á hliðina,“ segir Kári. Hann segir niðurstöðurnar því styðja við mikilvægi þess að hafa uppi gát á landamærunum, skima fólk sem hingað kemur, setja í sóttkví og skima aftur. Rannsóknin var unnin af vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólki þeirra.Vísir/Vilhelm Sóttkví og sóttkví ekki það sama Kári bendir þá á að einstaklingar sem fóru í sóttkví vegna þess að annar fjölskyldumeðlimur hafði sýkst áttu í mun meiri hættu á að sýkjast heldur en einstaklingar sem fóru í sóttkví af öðrum ástæðum, til dæmis vegna sýkingar hjá minna tengdum einstaklingi. „Helmingur þeirra sem voru í sóttkví vegna þess að annar fjölskyldumaður hafði greinst reyndust vera sýktir. Þetta skiptir máli upp á hvernig þú beitir smitrakningu og sóttkví. Vegna þess að þegar það eru svona miklar líkur á að menn hafi sýkst, 50 prósent líkur, þá fer að verða mjög skynsamlegt að setja alla þá sem komu í snertingu við þessa fjölskyldumeðlimi líka í sóttkví.“ Kári segir þetta dæmi um hvernig lesa megi í niðurstöðurnar ýmis skilaboð um hvernig best er að bera sig að í þessum efnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu New England Journal of Medicine í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir að vísindamenn álykti að 0,9 prósent Íslendinga hafi smitast af veirunni. Af þeim sem hafi smitast hafi 91,1 prósent myndað mótefni. Þá er ályktað að 44 prósent þeirra sem smituðust hafi ekki greinst með veiruna. Dánartíðni sýktra er þá talin 0,3 prósent hér á landi. Alls var skimað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslendinga fyrir mótefni við kórónuveirunni. Þá voru prófuð 2.102 sýni úr 1.237 Íslendingum sem sýkst höfðu af veirunni. Sýnin voru tekin allt af fjórum mánuðum eftir greiningu. Eins voru mæld mótefni hjá 4.222 einstaklingum sem höfðu farið í sóttkví og öðrum sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. Í ljós kom að 2,3 prósent þeirra sem farið höfðu í sóttkví voru með mótefni. Hvað varðar hinn hópinn, einstaklinga sem ekki var vitað til að hefðu sýkst eða verið í samskiptum við sýkta einstaklinga, mældist mótefni hjá 0,3 prósentum. „Mun fleiri greindust með mótefni sem voru í sóttkví en þeir sem voru það ekki. Þá sýnir rannsóknin enn fremur tengsl milli alvarleika veikinda og magns mótefna. Þeir sem veiktust lítið eða sýndu engin einkenni höfðu því meiri tilhneigingu til að mynda lítið af mótefnum eða engin.“ Þá segir í tilkynningunni að af þeim 8,9 prósentum sem höfðu greinst með veiruna með nef- og hálssýni og ekki myndað fullt mótefnasvar hafi tæpur helmingur, eða fjögur prósent, ekki mælanleg mótefni. Þar með er ályktað að upphafleg greining þeirra einstaklinga hafi verið fölsk, eða líkami þeirra losnað við veirusýkinguna með öðrum hætti en myndun mótefnis. Þá er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að gott sé að áhyggjur af því að mótefni kunni að fjara út einhverjum mánuðum eftir sýkingu sé að baki. Nú ráðist fyrirtækið í rannsóknir á frumubundnu ónæmi hjá þeim einstaklingum sem ekki mynduðu mótefni í blóði. Yfir 99 prósent enn næm fyrir veirunni Í samtali við Vísi segir Kári, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að niðurstöðurnar séu lýsing á því sem er að gerast. „Sú lýsing sem skiptir mestu máli er á því hvernig mótefnin rísa í blóði fólks sem verður fyrir smiti og okkar niðurstöður sýna að mótefnin minnka ekkert í blóði, að minnsta kosti ekki innan fjögurra mánaða,“ segir Kári. Þetta segir hann skipta miklu máli þar sem fregnir hefðu borist af því að sá möguleiki væri fyrir hendi, að mótefni byrjuðu að minnka mjög fljótt og þannig myndast möguleiki á endursýkingu. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnum, sem er sú stærsta sem hefur verið gerð, sýni hins vegar óyggjandi að engin minnkun sé á magni mótefna innan fjögurra mánaða. „Eitt af því sem við sýnum líka fram á er að það eru bein tengsl milli þess hversu alvarlegur sjúkdómurinn verður og hversu mikið myndast af mótefnum. Þeir sem verða sjúkastir mynda mest af mótefnum, þeir sem eru eldri mynda meira mótefni en þeir sem eru yngri og konur mynda minna mótefni heldur en karlar.“ Kári bendir þá á að séu tölur yfir einstaklinga sem greinst hafa með veiruna og yfir þá sem myndað hafa mótefni lagðar saman, sé ljóst að 0,9 prósent Íslendinga hafi sýkst af veirunni. „Það þýðir að 99,1 prósent Íslendinga eru enn þá næmir fyrir veirunni og gætu enn þá sýkst. Þannig að ef kæmi til Íslands önnur bylgja eins og fyrsta bylgjan sem kom gæti það lagt samfélagið aftur algjörlega á hliðina,“ segir Kári. Hann segir niðurstöðurnar því styðja við mikilvægi þess að hafa uppi gát á landamærunum, skima fólk sem hingað kemur, setja í sóttkví og skima aftur. Rannsóknin var unnin af vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólki þeirra.Vísir/Vilhelm Sóttkví og sóttkví ekki það sama Kári bendir þá á að einstaklingar sem fóru í sóttkví vegna þess að annar fjölskyldumeðlimur hafði sýkst áttu í mun meiri hættu á að sýkjast heldur en einstaklingar sem fóru í sóttkví af öðrum ástæðum, til dæmis vegna sýkingar hjá minna tengdum einstaklingi. „Helmingur þeirra sem voru í sóttkví vegna þess að annar fjölskyldumaður hafði greinst reyndust vera sýktir. Þetta skiptir máli upp á hvernig þú beitir smitrakningu og sóttkví. Vegna þess að þegar það eru svona miklar líkur á að menn hafi sýkst, 50 prósent líkur, þá fer að verða mjög skynsamlegt að setja alla þá sem komu í snertingu við þessa fjölskyldumeðlimi líka í sóttkví.“ Kári segir þetta dæmi um hvernig lesa megi í niðurstöðurnar ýmis skilaboð um hvernig best er að bera sig að í þessum efnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira