Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. september 2020 07:00 Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. Langflestir velja að búa í Reykjavík og fá þá stuðning þar. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að ríkið þurfi að stórauka fjárstuðning við málaflokkinn. 700 hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi síðustu 20 mánuði. Langflestir þeirra hafa valið að búa í Reykjavík eða 500 talsins. Á árunum 2015-2018 fengu samanlagt 488 slíka vernd hér á landi. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir brýnt að fá meira fjármagn í málaflokkinn. „Við veitum þeim fjárhagsaðstoð, aðstoðum við húsnæðisleit síðan er það margháttuð ráðgjöf sem við veitum og reynum að sinna. við höfum t.d. bætt verulega við barnavernd en það þarf að bæta við á þjónustumiðstöðum og í skólaþjónustunni. Þannig að við erum með ákveðið ákall til yfirvalda að taka þessi mál alvarlega,“ segir Regína. Regína segir að ríkið þurfi að taka þátt í að greiða ráðgjafakostnað. „Borgin greiðir þessi útgjöld, þetta er ráðgjafakostnaður uppá 100 milljónir á ári ef vel ætti að vera.“ Þegar Útlendingastofnun hefur veitt hælisleitendum vernd fá þeir 2 vikur til að útvega sér húsnæði. Regína segir að þessi tími sé of skammur „Ég myndi vilja hafa þennan tíma að minnsta kosti mánuð. Þannig að fólk fái svigrúm til að leita sér af nýju húsnæði.“ Hún segir að reynslan sýni að fólk aðlagist betur samfélaginu ef það fær atvinnu. En horfurnar séu því miður ekki nógu góðar núna. „Í hruninu þá var atvinnuleysi eins og nú og þá kom í ljós að fólk sem fékk ekki vinnu var lengur að aðlagast. Það óttast ég núna því er mjög mikilvægt að allir sem bera ábyrgð í málinu setjist niður og finni einhverja lausn helst eigi síðar en í næstu viku eða næsta mánuði,“ segir Regína. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. Langflestir velja að búa í Reykjavík og fá þá stuðning þar. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að ríkið þurfi að stórauka fjárstuðning við málaflokkinn. 700 hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi síðustu 20 mánuði. Langflestir þeirra hafa valið að búa í Reykjavík eða 500 talsins. Á árunum 2015-2018 fengu samanlagt 488 slíka vernd hér á landi. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir brýnt að fá meira fjármagn í málaflokkinn. „Við veitum þeim fjárhagsaðstoð, aðstoðum við húsnæðisleit síðan er það margháttuð ráðgjöf sem við veitum og reynum að sinna. við höfum t.d. bætt verulega við barnavernd en það þarf að bæta við á þjónustumiðstöðum og í skólaþjónustunni. Þannig að við erum með ákveðið ákall til yfirvalda að taka þessi mál alvarlega,“ segir Regína. Regína segir að ríkið þurfi að taka þátt í að greiða ráðgjafakostnað. „Borgin greiðir þessi útgjöld, þetta er ráðgjafakostnaður uppá 100 milljónir á ári ef vel ætti að vera.“ Þegar Útlendingastofnun hefur veitt hælisleitendum vernd fá þeir 2 vikur til að útvega sér húsnæði. Regína segir að þessi tími sé of skammur „Ég myndi vilja hafa þennan tíma að minnsta kosti mánuð. Þannig að fólk fái svigrúm til að leita sér af nýju húsnæði.“ Hún segir að reynslan sýni að fólk aðlagist betur samfélaginu ef það fær atvinnu. En horfurnar séu því miður ekki nógu góðar núna. „Í hruninu þá var atvinnuleysi eins og nú og þá kom í ljós að fólk sem fékk ekki vinnu var lengur að aðlagast. Það óttast ég núna því er mjög mikilvægt að allir sem bera ábyrgð í málinu setjist niður og finni einhverja lausn helst eigi síðar en í næstu viku eða næsta mánuði,“ segir Regína.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira