Spáir sjálfkeyrandi vögnum á götunum innan fimm ára Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2020 09:40 Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að sjálfkeyrandi strætisvagnar séu klárlega framtíðin. Strætó Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó, spáir því að sjálfkeyrandi vagnar verði komnir á göturnar á höfuðborgarsvæðinu innan fimm ára. „Ég er bara mjög bjartsýnn maður,“ segir Jóhannes og bætir við að tæknin sé að taka á loft og að klárlega sé þetta framtíðin í almenningssamgöngum. Jóhannes ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Sagði hann sjálfkeyrandi vagna nú þegar vera komna á göturnar í Osló í Noregi og að þetta sé á næsta leiti í bæði Danmörku og Þýskalandi, sé litið til okkar helstu nágrannalanda. „Þetta er búið að vera í þróun nokkuð lengi. Ég held að meirihlutinn af þessum sjálfkeyrandi vögnum séu litlir vagnar. Taka tíu til fimmtán farþega og eru í sjálfu sér á flestum stöðum sem ég þekki til, enn með mann sem grípur inn í ef eitthvað gerist. Oft snýst þetta um að reglugerðarverkið er kannski ekki alveg í takt við framtíðina,“ segir Jóhannes. Hlusta má á viðtalinu í heild sinni að neðan. Mjög spennt Jóhannes segir að starfsmenn Strætó hafi heyrt af tilraunum með stóra vagna, líkt og þá sem við þekkjum á götunum hér heima. „Eins og flestir vita þá keyptum við kínverska rafmagnsvagna og við vitum að þeir hafa verið að prófa stóran [sjálfkeyrandi] vagn inni á sínu svæði. Þá held ég að það sé orðið miklu raunhæfari kostur að segja að þetta sé að koma í staðinn fyrir eitthvað. Við þurfum stærri vagna en sem getur tekið bara tíu til fimmtán. Við erum mjög spennt að prófa þetta og langar mjög mikið til að prófa þetta,“ segir Jóhannes. Hann segir Strætó hafa reynt fyrir fáeinum árum að fá sjálfkeyrandi vagn hingað til lands til að prófa, en að það hafi ekki gengið eftir. Getty Geta þetta verið vagnar sem eru úti í umferðinni? Stoppa á rauðu og hleypa gangandi vegfarendum yfir og svo framvegis? „Þessir vagnar eru yfirleitt for-forritaðar leiðir og svo eru þeir með skynjara sem bregðast við ef einhver hleypur fyrir vagninn, eða stoppa fyrir framan vagninn. Ég veit ekki til þess ennþá – en ég þekki nú ekki alveg allt saman – að svona stór vagn hafi verið í almennri umferð. Litlu vagnarnir hafa einhvers staðar verið settir í almenna umferð. En þá á umferðarléttum götum og oft í kringum miðbæi, háskólahverfi og þess háttar.“ Tekur hann dæmi um að litlir, sjálfkeyrandi vagnar gætu hentað vel á styttri leiðum, til að mynda BSÍ-Háskólinn, Hlemmur-Lækjartorg og BSÍ-Lækjartorg. Hvernig sérðu þetta fyrir þér? Sérðu fyrir þér að þetta verði stórir vagnar frekar en margir litlir? „Þetta verður örugglega blanda líka. Þróunin hjá flestum sem eru að framleiða þetta eru litlir vagnar. Sumir hugsa þetta þannig til framtíðar að þeir geti tengt marga litla vagna saman, þannig að þetta verði þannig, eins og við sjáum í Húsdýragarðinum – „lest“ sem keyrir.“ Innviðir Borgarlínu henta vel Jóhannes segir að innviðir Borgarlínu henti mjög vel fyrir svona sjálfkeyrandi vagna. „Þá ertu með sér akrein að mestu fyrir svona vagna og það er auðvitað alltaf þægilegra og betra til að byrja með, meðan þessi tækni er að ná góðri fótfestu. Vandamálið er líka að fólk þarf að treysta þessu. Ég heyri það frá Noregi að þar snýst þetta rosalega mikið um hvort að fólk þori að treysta þessu. Að það sé enginn sem stýri þó að það sé maður um borð. Það sama er hins vegar um bílana okkar nú. Flestir nýir bílar hjá okkur í dag eru með einhverja sjálfkeyrandi fítusa. En þú ert þarna og passar þetta og þarft oft að grípa inn í.“ Strætó Tækni Reykjavík Samgöngur Borgarlína Bítið Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó, spáir því að sjálfkeyrandi vagnar verði komnir á göturnar á höfuðborgarsvæðinu innan fimm ára. „Ég er bara mjög bjartsýnn maður,“ segir Jóhannes og bætir við að tæknin sé að taka á loft og að klárlega sé þetta framtíðin í almenningssamgöngum. Jóhannes ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Sagði hann sjálfkeyrandi vagna nú þegar vera komna á göturnar í Osló í Noregi og að þetta sé á næsta leiti í bæði Danmörku og Þýskalandi, sé litið til okkar helstu nágrannalanda. „Þetta er búið að vera í þróun nokkuð lengi. Ég held að meirihlutinn af þessum sjálfkeyrandi vögnum séu litlir vagnar. Taka tíu til fimmtán farþega og eru í sjálfu sér á flestum stöðum sem ég þekki til, enn með mann sem grípur inn í ef eitthvað gerist. Oft snýst þetta um að reglugerðarverkið er kannski ekki alveg í takt við framtíðina,“ segir Jóhannes. Hlusta má á viðtalinu í heild sinni að neðan. Mjög spennt Jóhannes segir að starfsmenn Strætó hafi heyrt af tilraunum með stóra vagna, líkt og þá sem við þekkjum á götunum hér heima. „Eins og flestir vita þá keyptum við kínverska rafmagnsvagna og við vitum að þeir hafa verið að prófa stóran [sjálfkeyrandi] vagn inni á sínu svæði. Þá held ég að það sé orðið miklu raunhæfari kostur að segja að þetta sé að koma í staðinn fyrir eitthvað. Við þurfum stærri vagna en sem getur tekið bara tíu til fimmtán. Við erum mjög spennt að prófa þetta og langar mjög mikið til að prófa þetta,“ segir Jóhannes. Hann segir Strætó hafa reynt fyrir fáeinum árum að fá sjálfkeyrandi vagn hingað til lands til að prófa, en að það hafi ekki gengið eftir. Getty Geta þetta verið vagnar sem eru úti í umferðinni? Stoppa á rauðu og hleypa gangandi vegfarendum yfir og svo framvegis? „Þessir vagnar eru yfirleitt for-forritaðar leiðir og svo eru þeir með skynjara sem bregðast við ef einhver hleypur fyrir vagninn, eða stoppa fyrir framan vagninn. Ég veit ekki til þess ennþá – en ég þekki nú ekki alveg allt saman – að svona stór vagn hafi verið í almennri umferð. Litlu vagnarnir hafa einhvers staðar verið settir í almenna umferð. En þá á umferðarléttum götum og oft í kringum miðbæi, háskólahverfi og þess háttar.“ Tekur hann dæmi um að litlir, sjálfkeyrandi vagnar gætu hentað vel á styttri leiðum, til að mynda BSÍ-Háskólinn, Hlemmur-Lækjartorg og BSÍ-Lækjartorg. Hvernig sérðu þetta fyrir þér? Sérðu fyrir þér að þetta verði stórir vagnar frekar en margir litlir? „Þetta verður örugglega blanda líka. Þróunin hjá flestum sem eru að framleiða þetta eru litlir vagnar. Sumir hugsa þetta þannig til framtíðar að þeir geti tengt marga litla vagna saman, þannig að þetta verði þannig, eins og við sjáum í Húsdýragarðinum – „lest“ sem keyrir.“ Innviðir Borgarlínu henta vel Jóhannes segir að innviðir Borgarlínu henti mjög vel fyrir svona sjálfkeyrandi vagna. „Þá ertu með sér akrein að mestu fyrir svona vagna og það er auðvitað alltaf þægilegra og betra til að byrja með, meðan þessi tækni er að ná góðri fótfestu. Vandamálið er líka að fólk þarf að treysta þessu. Ég heyri það frá Noregi að þar snýst þetta rosalega mikið um hvort að fólk þori að treysta þessu. Að það sé enginn sem stýri þó að það sé maður um borð. Það sama er hins vegar um bílana okkar nú. Flestir nýir bílar hjá okkur í dag eru með einhverja sjálfkeyrandi fítusa. En þú ert þarna og passar þetta og þarft oft að grípa inn í.“
Strætó Tækni Reykjavík Samgöngur Borgarlína Bítið Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira