„Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins?“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2020 17:30 Valgeir Valgeirsson með boltann í leik gegn KR. VÍSIR/HAG Sérfræðingarnir í Pepsi Max-stúkunni veltu fyrir sér vali Arnars Þórs Viðarssonar á U21-landsliðshópi Íslands í fótbolta. Nokkur umræða var á samfélagsmiðlum eftir að hópurinn var tilkynntur á föstudag, sérstaklega vegna fjarveru Valgeirs Valgeirssonar úr HK og Valgeirs Lunddal Friðrikssonar úr Val. Þeir komu hins vegar inn í hópinn eftir að Daníel Hafsteinsson og Finnur Tómas Pálmason meiddust. „Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins, að þeir séu komnir inn?“ spurði Gummi Ben léttur í bragði. „Ég veit það ekki. Heldur þú ekki að þeir hafi hugsað með sér; „Við höfum áhrif! Höldum áfram!“ Og þeir verði bara endalaust að röfla,“ svaraði Þorkell Máni Pétursson. Hefði verið galið að henda Herði út „En gagnrýnin var alveg réttmæt. Menn mega ekki vera viðkvæmir fyrir því að menn hafa alls konar skoðanir á því hverjir eiga að vera í landsliðinu og hverjir ekki. En sumt af þessu var á þá leið að þetta væri einhver klíkumyndun – að Hörður Ingi [Gunnarsson] fengi bara að vera í landsliðinu af því að hann væri í FH. Það er bara ekki rétt. Hann var í liðinu þegar hann var á Skaganum og er búinn að spila einhverja fimm leiki í þessari undankeppni. Það hefði verið galið ef honum hefði verið hent út,“ sagði Máni. Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þótt leika afar vel fyrir topplið Vals í Pepsi Max-deildinni.VÍSIR/DANÍEL Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins en einnig annar aðalþjálfara FH, sem átti fjóra fulltrúa í upprunalega hópnum áður en Daníel datt út. Sérfræðingarnir höfðu þó lítið út á valið að setja, og Gummi spurði Tómas Inga Tómasson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara U21-landsliðsins, hvort ekki væri eðlilegt að velja leikmann sem maður þekkti og treysti fram yfir annan svipaðan úr öðru liði: „Alveg klárlega, og það gefur þeim leikmönnum sem eru í FH örlítinn neista fram yfir þá sem eru svipaðir. En ég vil nú meina að báðir þjálfararnir hjá Íslandi velji bara þá leikmenn sem þeim finnst bestir á hverjum tíma. Hörður var skotspónn einhverra á þessum samfélagsmiðlum, sem ég les nú aldrei, en hann var í hópnum þegar ég og Eyjólfur [Sverrisson] vorum með liðið. Þetta voru ódýr skot,“ sagði Tómsa Ingi. „Þetta var bara algjört þvaður en fólk var að teygja sig í eitthvað vegna þess að þeirra maður var ekki valinn,“ sagði Máni. Tómas Ingi setti þó spurningamerki við þann fjölda bakvarða sem væru í hópnum á meðan að þar væri bara einn hreinræktaður miðvörður, Ísak Óli Ólafsson, eftir að Finnur Tómas meiddist. Umræðuna alla má sjá hér að neðan. Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni EM á föstudaginn kl. 16.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Stúkan - Umræða um U21-liðið Fótbolti Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Sérfræðingarnir í Pepsi Max-stúkunni veltu fyrir sér vali Arnars Þórs Viðarssonar á U21-landsliðshópi Íslands í fótbolta. Nokkur umræða var á samfélagsmiðlum eftir að hópurinn var tilkynntur á föstudag, sérstaklega vegna fjarveru Valgeirs Valgeirssonar úr HK og Valgeirs Lunddal Friðrikssonar úr Val. Þeir komu hins vegar inn í hópinn eftir að Daníel Hafsteinsson og Finnur Tómas Pálmason meiddust. „Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins, að þeir séu komnir inn?“ spurði Gummi Ben léttur í bragði. „Ég veit það ekki. Heldur þú ekki að þeir hafi hugsað með sér; „Við höfum áhrif! Höldum áfram!“ Og þeir verði bara endalaust að röfla,“ svaraði Þorkell Máni Pétursson. Hefði verið galið að henda Herði út „En gagnrýnin var alveg réttmæt. Menn mega ekki vera viðkvæmir fyrir því að menn hafa alls konar skoðanir á því hverjir eiga að vera í landsliðinu og hverjir ekki. En sumt af þessu var á þá leið að þetta væri einhver klíkumyndun – að Hörður Ingi [Gunnarsson] fengi bara að vera í landsliðinu af því að hann væri í FH. Það er bara ekki rétt. Hann var í liðinu þegar hann var á Skaganum og er búinn að spila einhverja fimm leiki í þessari undankeppni. Það hefði verið galið ef honum hefði verið hent út,“ sagði Máni. Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þótt leika afar vel fyrir topplið Vals í Pepsi Max-deildinni.VÍSIR/DANÍEL Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins en einnig annar aðalþjálfara FH, sem átti fjóra fulltrúa í upprunalega hópnum áður en Daníel datt út. Sérfræðingarnir höfðu þó lítið út á valið að setja, og Gummi spurði Tómas Inga Tómasson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara U21-landsliðsins, hvort ekki væri eðlilegt að velja leikmann sem maður þekkti og treysti fram yfir annan svipaðan úr öðru liði: „Alveg klárlega, og það gefur þeim leikmönnum sem eru í FH örlítinn neista fram yfir þá sem eru svipaðir. En ég vil nú meina að báðir þjálfararnir hjá Íslandi velji bara þá leikmenn sem þeim finnst bestir á hverjum tíma. Hörður var skotspónn einhverra á þessum samfélagsmiðlum, sem ég les nú aldrei, en hann var í hópnum þegar ég og Eyjólfur [Sverrisson] vorum með liðið. Þetta voru ódýr skot,“ sagði Tómsa Ingi. „Þetta var bara algjört þvaður en fólk var að teygja sig í eitthvað vegna þess að þeirra maður var ekki valinn,“ sagði Máni. Tómas Ingi setti þó spurningamerki við þann fjölda bakvarða sem væru í hópnum á meðan að þar væri bara einn hreinræktaður miðvörður, Ísak Óli Ólafsson, eftir að Finnur Tómas meiddist. Umræðuna alla má sjá hér að neðan. Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni EM á föstudaginn kl. 16.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Stúkan - Umræða um U21-liðið
Fótbolti Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27