Brasilíumenn ætla að borga konunum jafnmikið og karlarnir fá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 12:00 Marta hefur öðrum fremur komið brasilískum kvennafótbolta á kortið. Hún skoraði 108 mörk fyrir landsliðið var sex sinnum kosin besta knattspyrnukona heims og markahæsti leikmaður á HM kvenna frá upphafi. Getty/Rico Brouwer Brasilíska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að hér eftir munu landsliðsleikmenn fá jafnmikið borgað hvort sem þeir spili fyrir karla- eða kvennalandslið Brasilíu. Þetta þýðir að leikmenn landsliðanna fá sömu dagpeninga og sömu árangurstengdar greiðslur fyrir góðan frammistöðu liðanna tveggja í stórmótum. Rogerio Caboclo, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins, CBF, sagði að þessi breyting hefði verið ákveðin í mars síðastliðnum. „Frá því í mars á þessu ár þá hefur CBF jafnað út verðlaunafé og dagpeninga í karla- og kvennafótbolta,“ sagði Rogerio Caboclo. Brazilian Football Confederation president, Rogerio Caboclo announced today that the men's and women's national teams will be paid equally. pic.twitter.com/DHUGvJEHCT— SportsCenter (@SportsCenter) September 2, 2020 „Leikmenn liðanna fá því jafnmikið frá okkur þegar þeir eru kallaðir inn í landsliðsverkefnin,“ sagði Caboclo. Bónusgreiðslurnar snúast að árangri liðsins á heimsmeistaramótum og á Ólympíuleikum. „Það er enginn munur á kynunum lengur og CBF mun koma fram við karla og konur á sama hátt,“ sagði Rogerio Caboclo. Brasilíska kvennalandsliðið hefur ekki spilað síðan í mars en þá var öllum leikjum frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Brasilíska karlalandsliðið hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari (síðast 2002), níu sinnum Suðurameríkumeistari (síðast 2019) og einu sinni Ólympíumeistari (2016). This is Marta's legacy (and far from her only one).Now, @FA, time to follow suit.https://t.co/IhfyzRiYrO— Dan Levene (@danlevene) September 2, 2020 Brasilíska kvennalandsliðið hefur best náð öðru sæti á heimsmeistaramóti (2007) og á Ólympíuleikum (2004 og 2008) en liðið hefur sjö sinnum orðið Suðurameríkumeistari (síðast 2018). Ísland, Ástralía, Noregur og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra þjóða sem borga landsliðskonum sínum jafnmikið og körlunum. Breytingin á þessu varð á Íslandi í ársbyrjun 2018. Stjórn KSÍ ákvað þá að jafna árangurstengdar greiðslur leikmanna A-landsliða karla og kvenna í undankeppnum stórmóta. Dagpeningagreiðslurnar höfðu þá verið jafnar hjá A-landsliðum karla og kvenna í áraraðir en síðan í janúar 2018 hafa árangurstengdar greiðslur einnig verið þær sömu. Fótbolti Brasilía Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira
Brasilíska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að hér eftir munu landsliðsleikmenn fá jafnmikið borgað hvort sem þeir spili fyrir karla- eða kvennalandslið Brasilíu. Þetta þýðir að leikmenn landsliðanna fá sömu dagpeninga og sömu árangurstengdar greiðslur fyrir góðan frammistöðu liðanna tveggja í stórmótum. Rogerio Caboclo, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins, CBF, sagði að þessi breyting hefði verið ákveðin í mars síðastliðnum. „Frá því í mars á þessu ár þá hefur CBF jafnað út verðlaunafé og dagpeninga í karla- og kvennafótbolta,“ sagði Rogerio Caboclo. Brazilian Football Confederation president, Rogerio Caboclo announced today that the men's and women's national teams will be paid equally. pic.twitter.com/DHUGvJEHCT— SportsCenter (@SportsCenter) September 2, 2020 „Leikmenn liðanna fá því jafnmikið frá okkur þegar þeir eru kallaðir inn í landsliðsverkefnin,“ sagði Caboclo. Bónusgreiðslurnar snúast að árangri liðsins á heimsmeistaramótum og á Ólympíuleikum. „Það er enginn munur á kynunum lengur og CBF mun koma fram við karla og konur á sama hátt,“ sagði Rogerio Caboclo. Brasilíska kvennalandsliðið hefur ekki spilað síðan í mars en þá var öllum leikjum frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Brasilíska karlalandsliðið hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari (síðast 2002), níu sinnum Suðurameríkumeistari (síðast 2019) og einu sinni Ólympíumeistari (2016). This is Marta's legacy (and far from her only one).Now, @FA, time to follow suit.https://t.co/IhfyzRiYrO— Dan Levene (@danlevene) September 2, 2020 Brasilíska kvennalandsliðið hefur best náð öðru sæti á heimsmeistaramóti (2007) og á Ólympíuleikum (2004 og 2008) en liðið hefur sjö sinnum orðið Suðurameríkumeistari (síðast 2018). Ísland, Ástralía, Noregur og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra þjóða sem borga landsliðskonum sínum jafnmikið og körlunum. Breytingin á þessu varð á Íslandi í ársbyrjun 2018. Stjórn KSÍ ákvað þá að jafna árangurstengdar greiðslur leikmanna A-landsliða karla og kvenna í undankeppnum stórmóta. Dagpeningagreiðslurnar höfðu þá verið jafnar hjá A-landsliðum karla og kvenna í áraraðir en síðan í janúar 2018 hafa árangurstengdar greiðslur einnig verið þær sömu.
Fótbolti Brasilía Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira