Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 23:00 Bandarískir kjósendur eru ekki sáttir við meðhöndlun Trump á faraldrinum þar í landi. Hann vill bæta ímynd sína með því að draga úr skimun. AP/Evan Vucci Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. Þannig verður dregið úr skimun og staðfestum smitum fækkað. Einnig stendur til að tengja færri dauðsföll við Covid-19. Þetta kemur fram í frétt Politico sem hefur þetta eftir fimm heimildarmönnum sem koma að þessu verkefni. „Þetta snýr að því að forsetinn vill færa athyglina frá skimun,“ sagði Repúblikani sem hefur ráðlagt Hvíta húsinu varðandi málið. Hann sagði að Hvíta húsið vildi að tilfellum hætti að fjölga eins og þau hafa gert. Bandaríkin hafa þurft að eiga við um 40 þúsund ný tilfelli á dag, svo vitað sé. Rúmlega sex milljónir hafa smitast og rúmlega 185 þúsund hafa dáið. Nýsmituðum hefur þó farið fækkandi í Bandaríkjunum að undanförnu. Embættismenn í Hvíta húsinu segja breyttar áherslur í skimun vegna þess að meiri þörf sé á henni meðal aldraðra og nemenda. Trump hefur þó ítrekað haldið því fram að eina ástæða þess að svo margir hafi greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum, sé að skimun sé svo umfangsmikil. Hann hefur einnig haldið því fram að skimunin sé hvergi umfangsmeiri. Hvorugt er rétt. Þá er frétt Politico í takt við annan fréttaflutning vestanhafs. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna breytti til að mynda viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Sjá einnig: Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Washington Post sagði svo nýverið frá því að nýr ráðgjafi Trump í sóttvarnamálum, sem hefur enga reynslu af sóttvörnum, hafi ýtt á að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið skref í þá átt. Sá ráðgjafi, Scott Atlas, sagði á mánudaginn að það væri óþarfi að skrá fólk sem sýndi ekki einkenni og væri ekki í áhættuhópum. Frekar ætti að vernda viðkvæma hópa. Heilbrigðissérfræðingar Í Bandaríkjunum segjast undrandi yfir áherslubreytingunum. Nú þegar tilfellum fari fækkandi sé ekki rétti tíminn til að skipta um stefnu. Þeir hafa sömuleiðis kvartað hástöfum yfir mísvísandi skilaboðum úr Hvíta húsinu frá því faraldurinn hófst. Einn viðmælandi Politico, sem var lengi einn af æðstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, sagði að ríkisstjórn Trump hefði aðeins eitt markmið. Það væri að tryggja forsetanum endurkjör í nóvember. Allar áherslur stofnana Bandaríkjanna sem að faraldrinum koma virtust þjóna því markmiði. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 800 þúsund dánir vegna Covid-19 Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. 22. ágúst 2020 09:11 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. Þannig verður dregið úr skimun og staðfestum smitum fækkað. Einnig stendur til að tengja færri dauðsföll við Covid-19. Þetta kemur fram í frétt Politico sem hefur þetta eftir fimm heimildarmönnum sem koma að þessu verkefni. „Þetta snýr að því að forsetinn vill færa athyglina frá skimun,“ sagði Repúblikani sem hefur ráðlagt Hvíta húsinu varðandi málið. Hann sagði að Hvíta húsið vildi að tilfellum hætti að fjölga eins og þau hafa gert. Bandaríkin hafa þurft að eiga við um 40 þúsund ný tilfelli á dag, svo vitað sé. Rúmlega sex milljónir hafa smitast og rúmlega 185 þúsund hafa dáið. Nýsmituðum hefur þó farið fækkandi í Bandaríkjunum að undanförnu. Embættismenn í Hvíta húsinu segja breyttar áherslur í skimun vegna þess að meiri þörf sé á henni meðal aldraðra og nemenda. Trump hefur þó ítrekað haldið því fram að eina ástæða þess að svo margir hafi greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum, sé að skimun sé svo umfangsmikil. Hann hefur einnig haldið því fram að skimunin sé hvergi umfangsmeiri. Hvorugt er rétt. Þá er frétt Politico í takt við annan fréttaflutning vestanhafs. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna breytti til að mynda viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Sjá einnig: Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Washington Post sagði svo nýverið frá því að nýr ráðgjafi Trump í sóttvarnamálum, sem hefur enga reynslu af sóttvörnum, hafi ýtt á að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið skref í þá átt. Sá ráðgjafi, Scott Atlas, sagði á mánudaginn að það væri óþarfi að skrá fólk sem sýndi ekki einkenni og væri ekki í áhættuhópum. Frekar ætti að vernda viðkvæma hópa. Heilbrigðissérfræðingar Í Bandaríkjunum segjast undrandi yfir áherslubreytingunum. Nú þegar tilfellum fari fækkandi sé ekki rétti tíminn til að skipta um stefnu. Þeir hafa sömuleiðis kvartað hástöfum yfir mísvísandi skilaboðum úr Hvíta húsinu frá því faraldurinn hófst. Einn viðmælandi Politico, sem var lengi einn af æðstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, sagði að ríkisstjórn Trump hefði aðeins eitt markmið. Það væri að tryggja forsetanum endurkjör í nóvember. Allar áherslur stofnana Bandaríkjanna sem að faraldrinum koma virtust þjóna því markmiði.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 800 þúsund dánir vegna Covid-19 Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. 22. ágúst 2020 09:11 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31
„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37
800 þúsund dánir vegna Covid-19 Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. 22. ágúst 2020 09:11