Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 23:00 Bandarískir kjósendur eru ekki sáttir við meðhöndlun Trump á faraldrinum þar í landi. Hann vill bæta ímynd sína með því að draga úr skimun. AP/Evan Vucci Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. Þannig verður dregið úr skimun og staðfestum smitum fækkað. Einnig stendur til að tengja færri dauðsföll við Covid-19. Þetta kemur fram í frétt Politico sem hefur þetta eftir fimm heimildarmönnum sem koma að þessu verkefni. „Þetta snýr að því að forsetinn vill færa athyglina frá skimun,“ sagði Repúblikani sem hefur ráðlagt Hvíta húsinu varðandi málið. Hann sagði að Hvíta húsið vildi að tilfellum hætti að fjölga eins og þau hafa gert. Bandaríkin hafa þurft að eiga við um 40 þúsund ný tilfelli á dag, svo vitað sé. Rúmlega sex milljónir hafa smitast og rúmlega 185 þúsund hafa dáið. Nýsmituðum hefur þó farið fækkandi í Bandaríkjunum að undanförnu. Embættismenn í Hvíta húsinu segja breyttar áherslur í skimun vegna þess að meiri þörf sé á henni meðal aldraðra og nemenda. Trump hefur þó ítrekað haldið því fram að eina ástæða þess að svo margir hafi greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum, sé að skimun sé svo umfangsmikil. Hann hefur einnig haldið því fram að skimunin sé hvergi umfangsmeiri. Hvorugt er rétt. Þá er frétt Politico í takt við annan fréttaflutning vestanhafs. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna breytti til að mynda viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Sjá einnig: Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Washington Post sagði svo nýverið frá því að nýr ráðgjafi Trump í sóttvarnamálum, sem hefur enga reynslu af sóttvörnum, hafi ýtt á að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið skref í þá átt. Sá ráðgjafi, Scott Atlas, sagði á mánudaginn að það væri óþarfi að skrá fólk sem sýndi ekki einkenni og væri ekki í áhættuhópum. Frekar ætti að vernda viðkvæma hópa. Heilbrigðissérfræðingar Í Bandaríkjunum segjast undrandi yfir áherslubreytingunum. Nú þegar tilfellum fari fækkandi sé ekki rétti tíminn til að skipta um stefnu. Þeir hafa sömuleiðis kvartað hástöfum yfir mísvísandi skilaboðum úr Hvíta húsinu frá því faraldurinn hófst. Einn viðmælandi Politico, sem var lengi einn af æðstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, sagði að ríkisstjórn Trump hefði aðeins eitt markmið. Það væri að tryggja forsetanum endurkjör í nóvember. Allar áherslur stofnana Bandaríkjanna sem að faraldrinum koma virtust þjóna því markmiði. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 800 þúsund dánir vegna Covid-19 Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. 22. ágúst 2020 09:11 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. Þannig verður dregið úr skimun og staðfestum smitum fækkað. Einnig stendur til að tengja færri dauðsföll við Covid-19. Þetta kemur fram í frétt Politico sem hefur þetta eftir fimm heimildarmönnum sem koma að þessu verkefni. „Þetta snýr að því að forsetinn vill færa athyglina frá skimun,“ sagði Repúblikani sem hefur ráðlagt Hvíta húsinu varðandi málið. Hann sagði að Hvíta húsið vildi að tilfellum hætti að fjölga eins og þau hafa gert. Bandaríkin hafa þurft að eiga við um 40 þúsund ný tilfelli á dag, svo vitað sé. Rúmlega sex milljónir hafa smitast og rúmlega 185 þúsund hafa dáið. Nýsmituðum hefur þó farið fækkandi í Bandaríkjunum að undanförnu. Embættismenn í Hvíta húsinu segja breyttar áherslur í skimun vegna þess að meiri þörf sé á henni meðal aldraðra og nemenda. Trump hefur þó ítrekað haldið því fram að eina ástæða þess að svo margir hafi greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum, sé að skimun sé svo umfangsmikil. Hann hefur einnig haldið því fram að skimunin sé hvergi umfangsmeiri. Hvorugt er rétt. Þá er frétt Politico í takt við annan fréttaflutning vestanhafs. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna breytti til að mynda viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Sjá einnig: Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Washington Post sagði svo nýverið frá því að nýr ráðgjafi Trump í sóttvarnamálum, sem hefur enga reynslu af sóttvörnum, hafi ýtt á að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið skref í þá átt. Sá ráðgjafi, Scott Atlas, sagði á mánudaginn að það væri óþarfi að skrá fólk sem sýndi ekki einkenni og væri ekki í áhættuhópum. Frekar ætti að vernda viðkvæma hópa. Heilbrigðissérfræðingar Í Bandaríkjunum segjast undrandi yfir áherslubreytingunum. Nú þegar tilfellum fari fækkandi sé ekki rétti tíminn til að skipta um stefnu. Þeir hafa sömuleiðis kvartað hástöfum yfir mísvísandi skilaboðum úr Hvíta húsinu frá því faraldurinn hófst. Einn viðmælandi Politico, sem var lengi einn af æðstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, sagði að ríkisstjórn Trump hefði aðeins eitt markmið. Það væri að tryggja forsetanum endurkjör í nóvember. Allar áherslur stofnana Bandaríkjanna sem að faraldrinum koma virtust þjóna því markmiði.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 800 þúsund dánir vegna Covid-19 Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. 22. ágúst 2020 09:11 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31
„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37
800 þúsund dánir vegna Covid-19 Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. 22. ágúst 2020 09:11