35 ára gamall íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Barcelona þann 20. júlí síðastliðinn með tæplega fimm kíló af kókaíni falin í ferðatösku. Maðurinn ætlaði að fara með flugi frá Barcelona til Amsterdam.
Að sögn fjölmiðlafulltrúa lögreglunnar í Barcelona er maðurinn ekki í haldi lögreglu nú. Þá hafði hann hvorki upplýsingar um hvort að maðurinn hefði verið úrskurðaður í farbann né hvort hann væri enn í Barcelona, annars staðar á Spáni eða væri farinn úr landi.
Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu kom málið inn á borð borgaraþjónustunnar í sumar.