Við ætlum að halda áfram Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 4. september 2020 12:00 Þegar við verðum fyrir áfalli getur vonin um betri tíma haft mikið um það að segja hver krafturinn til að takast á við áfallið verður. Í því samhengi fundust mér lágstemmd skilaboð Gylfa Zoega í Silfrinu síðasta vetur svo sterk. Gylfi sagði þar: „Þegar þessi pest er gengin yfir, þá höldum við bara áfram.“ Einföld setning sem viðurkennir að við erum að glíma við bráðsmitandi veiru en minnir líka á að hún vandinn verður ekki eilífur eða óyfirstíganlegur. Og eftir það ætlum við að halda áfram. Í orðunum felst viðurkenning á stöðunni. Afleiðingar veirunnar bíta ákveðnar atvinnugreinar fast en önnur svið lítið, hún bitnar á því fólki sem missir vinnuna og önnur afleiðing er samfélagsleg. Veiran hefur áhrif á heilbrigði, efnahag og líðan þjóðar. Og þetta eru þau verkefni sem stjórnvöld og samfélagið allt stendur frammi fyrir. Fólk sem upplifir áföll stendur auðvitað ekki sjálfkrafa sterkara á eftir. Samfélög sem ganga í gegnum áföll og hremmingar standa ekki heldur alltaf sterkari á eftir, öðru nær. En það á við um samfélög eins og fólk að þau sem eiga góðan stuðning og leggja í vinnu við að byggja upp verða reynslunni ríkari, öðlast stundum aðra sýn og standa í einhverjum tilvikum sterkari á eftir. Við höfum sem þjóð upplifað snjóflóð, eldgos og efnahagshrun og aðrar hremmingar. Við höfum líka upplifað samstöðu en við þekkjum líka útbreidda reiði í samfélaginu í kjölfar efnahagslegs áfalls. Og við eigum öll reynslu af persónulegum áföllum, en atvinnumissir er meðal þeirra sem reynast fólki þung. Margir finna fyrir óvissu og kvíða um það sem fram undan er. Fyrstu viðbrögð okkar sem þjóðar við veirunni einkenndust af fallegri samstöðu og þakklæti. Það reyndist ríkisstjórninni meira að segja gerlegt að þiggja framlag einkafyrirtækis, með samstarfi við Íslenska erfðagreiningu í greiningum á smitum. (Kannski að það verði ein afleiðing þessa ástands að stjórnvöld hætti að senda fólk til útlanda að sækja sér lækningar sem læknar hér heima geta sinnt?) Reynsla af áföllum kennir okkur að fyrst kemur oft fram einhver kraftur þegar erfitt verkefni blasir við. Það er hins vegar ekki gefið að krafturinn endist eða að samfélagið standi sterkara á eftir. Og samstaðan er að minnka. Þar ber ríkisstjórnin mikla ábyrgð. Stjórnin hefur verið óskýr í svörum og stundum ósamstiga um aðgerðir. Hún opnaði landið í sumar án þess að greiningar virtust liggja fyrir um áhrifin og það sama gerðist aftur þegar hún lokaði landinu. Þess vegna hafa myndast andstæðar fylkingar í landinu, þegar sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi veira. Auðvitað er staðan sú að enginn kostur er auðveldur, en þá skiptir hins vegar öllu að stjórnvöld séu skýr um aðgerðir og ástæður að baki. Ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar er ekki skýr um planið. Ef ríkisstjórnin er að veðja á að áfallið sé tímabundið eins og fjármálaráðherra segir, hvers vegna þá að draga aðgerðir á langinn? Hvers vegna ekki að bregðast hratt við? Skrefin eru enn of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Allt sem er hvetjandi fyrir störf er af hinu góða. Það er ekki bara það mannlega í stöðunni heldur ábyrgt efnahagslega. Núna á að auðvelda fólki að skapa sér tækifæri og tekjur, lækka álögur á vinnuveitendur og skapa fyrirtækjum hvata til að ráða fólk. Ábyrg efnahagsstjórn þegar tímabundið ástand gengur yfir er að hafa kjarkinn til að standa með fólki og fyrirtækjum. Leiðarljós Viðreisnar um okkar tillögur er að fólk og fyrirtæki sem hefur væntingar um tímabundna kreppu fái verkfærin til að standa af sér áfallið. Við viljum að ríkisstjórnin geri meira og hraðar en hún hefur boðað. Það mun verða okkur öllum til góðs. Þegar afleiðingar og erfiðleikar þessa ástands eru að veruleika þá reynir nefnilega fyrst á samstöðuna. Áhersla var í fyrstu eðlilega fyrst og fremst á heilbrigðisþáttinn og nú stöndum við frammi fyrir alvarlegri efnahagskrísu, með því að verja fólk frá atvinnuleysi og verja fyrirtæki og þau svið sem verða fyrir höggi í kjölfarið. Þá þarf að muna að horfa til líðan þjóðarinnar, skynja hana og skilja. Það verður til lengri tíma ekki síður mælistika á árangurinn, hvort tókst að tala til þjóðarinnar með þeim hætti að við höldum áfram að ganga sem einn maður. Með það markmið að leiðarljósi að við ætlum að halda áfram. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar við verðum fyrir áfalli getur vonin um betri tíma haft mikið um það að segja hver krafturinn til að takast á við áfallið verður. Í því samhengi fundust mér lágstemmd skilaboð Gylfa Zoega í Silfrinu síðasta vetur svo sterk. Gylfi sagði þar: „Þegar þessi pest er gengin yfir, þá höldum við bara áfram.“ Einföld setning sem viðurkennir að við erum að glíma við bráðsmitandi veiru en minnir líka á að hún vandinn verður ekki eilífur eða óyfirstíganlegur. Og eftir það ætlum við að halda áfram. Í orðunum felst viðurkenning á stöðunni. Afleiðingar veirunnar bíta ákveðnar atvinnugreinar fast en önnur svið lítið, hún bitnar á því fólki sem missir vinnuna og önnur afleiðing er samfélagsleg. Veiran hefur áhrif á heilbrigði, efnahag og líðan þjóðar. Og þetta eru þau verkefni sem stjórnvöld og samfélagið allt stendur frammi fyrir. Fólk sem upplifir áföll stendur auðvitað ekki sjálfkrafa sterkara á eftir. Samfélög sem ganga í gegnum áföll og hremmingar standa ekki heldur alltaf sterkari á eftir, öðru nær. En það á við um samfélög eins og fólk að þau sem eiga góðan stuðning og leggja í vinnu við að byggja upp verða reynslunni ríkari, öðlast stundum aðra sýn og standa í einhverjum tilvikum sterkari á eftir. Við höfum sem þjóð upplifað snjóflóð, eldgos og efnahagshrun og aðrar hremmingar. Við höfum líka upplifað samstöðu en við þekkjum líka útbreidda reiði í samfélaginu í kjölfar efnahagslegs áfalls. Og við eigum öll reynslu af persónulegum áföllum, en atvinnumissir er meðal þeirra sem reynast fólki þung. Margir finna fyrir óvissu og kvíða um það sem fram undan er. Fyrstu viðbrögð okkar sem þjóðar við veirunni einkenndust af fallegri samstöðu og þakklæti. Það reyndist ríkisstjórninni meira að segja gerlegt að þiggja framlag einkafyrirtækis, með samstarfi við Íslenska erfðagreiningu í greiningum á smitum. (Kannski að það verði ein afleiðing þessa ástands að stjórnvöld hætti að senda fólk til útlanda að sækja sér lækningar sem læknar hér heima geta sinnt?) Reynsla af áföllum kennir okkur að fyrst kemur oft fram einhver kraftur þegar erfitt verkefni blasir við. Það er hins vegar ekki gefið að krafturinn endist eða að samfélagið standi sterkara á eftir. Og samstaðan er að minnka. Þar ber ríkisstjórnin mikla ábyrgð. Stjórnin hefur verið óskýr í svörum og stundum ósamstiga um aðgerðir. Hún opnaði landið í sumar án þess að greiningar virtust liggja fyrir um áhrifin og það sama gerðist aftur þegar hún lokaði landinu. Þess vegna hafa myndast andstæðar fylkingar í landinu, þegar sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi veira. Auðvitað er staðan sú að enginn kostur er auðveldur, en þá skiptir hins vegar öllu að stjórnvöld séu skýr um aðgerðir og ástæður að baki. Ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar er ekki skýr um planið. Ef ríkisstjórnin er að veðja á að áfallið sé tímabundið eins og fjármálaráðherra segir, hvers vegna þá að draga aðgerðir á langinn? Hvers vegna ekki að bregðast hratt við? Skrefin eru enn of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Allt sem er hvetjandi fyrir störf er af hinu góða. Það er ekki bara það mannlega í stöðunni heldur ábyrgt efnahagslega. Núna á að auðvelda fólki að skapa sér tækifæri og tekjur, lækka álögur á vinnuveitendur og skapa fyrirtækjum hvata til að ráða fólk. Ábyrg efnahagsstjórn þegar tímabundið ástand gengur yfir er að hafa kjarkinn til að standa með fólki og fyrirtækjum. Leiðarljós Viðreisnar um okkar tillögur er að fólk og fyrirtæki sem hefur væntingar um tímabundna kreppu fái verkfærin til að standa af sér áfallið. Við viljum að ríkisstjórnin geri meira og hraðar en hún hefur boðað. Það mun verða okkur öllum til góðs. Þegar afleiðingar og erfiðleikar þessa ástands eru að veruleika þá reynir nefnilega fyrst á samstöðuna. Áhersla var í fyrstu eðlilega fyrst og fremst á heilbrigðisþáttinn og nú stöndum við frammi fyrir alvarlegri efnahagskrísu, með því að verja fólk frá atvinnuleysi og verja fyrirtæki og þau svið sem verða fyrir höggi í kjölfarið. Þá þarf að muna að horfa til líðan þjóðarinnar, skynja hana og skilja. Það verður til lengri tíma ekki síður mælistika á árangurinn, hvort tókst að tala til þjóðarinnar með þeim hætti að við höldum áfram að ganga sem einn maður. Með það markmið að leiðarljósi að við ætlum að halda áfram. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun