Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2020 12:14 Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Ljósmyndin sýnir björgunarsveit að störfum í óveðri frá liðnum vetri. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi vegna norðanhríðar norðaustan til. Eiríkur Örn Jóhannsson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands. „Spáin gekk eftir í öllum megindráttum. Það var töluvert hvasst víða og talsverð rigning og snjókoma til fjalla. Fimmtán sentímetrar af snjó mældust á Grímsstöðum á fjöllum.“ Í morgun breyttust appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi í gular. Auk þess verða gular viðvaranir á miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum. Hvassast verður á Suðausturlandi 15-23 m/s en 30-35 m/sek í vindhviðum. Það dregur síðan hægt úr vindi og úrkomu síðdegis og gulu viðvaranirnar falla úr gildi, ein af annarri, eftir klukkan 20.00 í kvöld, fyrst norðaustantil en síðast Suðaustanlands og á Austfjörðum. Í nótt snjóaði talsvert á norðanverðu hálendinu. Þar er skafrenningur og vetrarástand. Ekki talið hentugt til ferðalaga. Þá er krapi á Mývatns-og Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Hellisheiði eystri. Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjum, segir að féð til fjalla beri sig merkilega vel en hópur norðlenskra bænda náði að smala kindunum niður fyrir svæðið þar sem snjóhríðin var mest.Vísir/Sæþór Veðurstofan varaði bændur norðaustantil við snjóhríð sem gæti skapað vandræði fyrir sauðfé. Fréttastofa ræddi í gær við Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingja á Þeistareykjum en hópur norðlenskra sauðfjárbænda var í kapphlaupi við tímann í gær og í morgun að færa féð niður fyrir snjólínu. Sæþór sagði í samtali við fréttastofu í morgun að þeim hefði tekist að smala fénu niður fyrir versta svæðið og að féð bæri sig merkilega vel þrátt fyrir smá fönn. Hann væri ákaflega ánægður með dagsverkið. En þrátt fyrir óveðrið í nótt fóru björgunarsveitir víða um land í örfá útköll, öll tengd foki á lausamunum. „Nóttin hjá björgunarsveitunum gekk nú frekar vel og var róleg miðað við veðrið sem gekk yfir landið þannig að við bara fögnum því. Það sem við tökum út úr því er að fólk hafi meðtekið skilaboðin og gert ráðstafanir til að minnka þær afleiðingar sem veðrið hafði á nærumhverfi fólks,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Veður Tengdar fréttir Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi vegna norðanhríðar norðaustan til. Eiríkur Örn Jóhannsson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands. „Spáin gekk eftir í öllum megindráttum. Það var töluvert hvasst víða og talsverð rigning og snjókoma til fjalla. Fimmtán sentímetrar af snjó mældust á Grímsstöðum á fjöllum.“ Í morgun breyttust appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi í gular. Auk þess verða gular viðvaranir á miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum. Hvassast verður á Suðausturlandi 15-23 m/s en 30-35 m/sek í vindhviðum. Það dregur síðan hægt úr vindi og úrkomu síðdegis og gulu viðvaranirnar falla úr gildi, ein af annarri, eftir klukkan 20.00 í kvöld, fyrst norðaustantil en síðast Suðaustanlands og á Austfjörðum. Í nótt snjóaði talsvert á norðanverðu hálendinu. Þar er skafrenningur og vetrarástand. Ekki talið hentugt til ferðalaga. Þá er krapi á Mývatns-og Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Hellisheiði eystri. Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjum, segir að féð til fjalla beri sig merkilega vel en hópur norðlenskra bænda náði að smala kindunum niður fyrir svæðið þar sem snjóhríðin var mest.Vísir/Sæþór Veðurstofan varaði bændur norðaustantil við snjóhríð sem gæti skapað vandræði fyrir sauðfé. Fréttastofa ræddi í gær við Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingja á Þeistareykjum en hópur norðlenskra sauðfjárbænda var í kapphlaupi við tímann í gær og í morgun að færa féð niður fyrir snjólínu. Sæþór sagði í samtali við fréttastofu í morgun að þeim hefði tekist að smala fénu niður fyrir versta svæðið og að féð bæri sig merkilega vel þrátt fyrir smá fönn. Hann væri ákaflega ánægður með dagsverkið. En þrátt fyrir óveðrið í nótt fóru björgunarsveitir víða um land í örfá útköll, öll tengd foki á lausamunum. „Nóttin hjá björgunarsveitunum gekk nú frekar vel og var róleg miðað við veðrið sem gekk yfir landið þannig að við bara fögnum því. Það sem við tökum út úr því er að fólk hafi meðtekið skilaboðin og gert ráðstafanir til að minnka þær afleiðingar sem veðrið hafði á nærumhverfi fólks,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Veður Tengdar fréttir Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51
Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19
Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14