Í stað þeirra hundrað sem fóru bættust sex hundruð í hópinn Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2020 15:16 Pálína ásamt kærustu sinni Maríu Kristínu í réttunum. Þær hrósa nú happi. Hundrað sem ætla má að séu þjakaðir af fordómum farnir en sex hundruð nýjir mættir til að fylgjast með hvernig lífið gengur fyrir sig í sveitinni. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Veruleg vending varð í fylgjendahópi á Instagram-síðunni FarmliveIceland í gær. „Heyrðu, já! Heldur betur,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi, sálfræðingur og samfélagsmiðlastjarna með meiru. Í gær bættust við um 600 áskrifendur, eða fylgjendur eins og það heitir í netheimum, á Instagramsíðu hennar. Sem eru sviptingar því í vikunni höfðu tugir manna látið sig hverfa þar af slóðum. Þegar þetta er skrifað eru tæplega 44 þúsund fylgjendur á síðunni. Á mánudaginn birti Pálína mynd af sér með kærustu sinni á afar vinsælli Instagramsíðu sinni en þar hafa verið rúmlega 40 þúsund fylgjendur. Við myndbirtinguna hrukku hinsvegar af lista áskrifenda um hundrað manns. Án þess að hægt sé að fullyrða nokkuð um tilteknar manngerðir eða það hvernig þær eru innréttaðar er engin önnur skýring var tiltæk en sú að myndin hafi reynst skellur fyrir einhverja sem gert höfðu sér aðrar hugmyndir um lífið og tilveruna. Eðlileg ályktun að draga er sú að um hafi verið að ræða annað hvort þá sem eru þjakaðir af fordómum gagnvart samkynhneigðum og/eða hugsanlega einhverjir sem hafa látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri náttúru. Instagramsíðan umrædd. Meginviðfangsefni umfjöllunar Pálínu á Instagramreikningi sínum eru kindur og lífið á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Pálína útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að kindur séu athyglisverðar skepnur og vanmetnar sem slíkar. Góð gusa sem kom í stað þeirra sem fóru Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, taldi þetta athyglisverðar hræringar á fylgjendalistanum sem gætu sagt sína sögu um stöðu mála. En hún grét það krókódílstárum að þeir létu sig hverfa sem ekki þola sökum eigin fordóma að eigandi kindanna sem eru í aðalhlutverki á síðunni sé samkynhneigð. Hins vegar varð sem áður segir enn ein vendingin í áskriftarhópi Pálinu í gær. Eftir að Vísir fjallaði um málið um 600 manns á lista þeirra sem fylgjast með síðunni að staðaldri. „Margfaldur fjöldi þessara sem unfollowuðu um daginn! Já, ég held að það hafi um 600 bæst við hingað til, mjög skemmtilegt og frábært!“ Aðspurð segir hún að með hafi fylgt athugasemdir og hvatning. „Já, stór gusa sem er frábært.“ Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfélagsmiðlar Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Veruleg vending varð í fylgjendahópi á Instagram-síðunni FarmliveIceland í gær. „Heyrðu, já! Heldur betur,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi, sálfræðingur og samfélagsmiðlastjarna með meiru. Í gær bættust við um 600 áskrifendur, eða fylgjendur eins og það heitir í netheimum, á Instagramsíðu hennar. Sem eru sviptingar því í vikunni höfðu tugir manna látið sig hverfa þar af slóðum. Þegar þetta er skrifað eru tæplega 44 þúsund fylgjendur á síðunni. Á mánudaginn birti Pálína mynd af sér með kærustu sinni á afar vinsælli Instagramsíðu sinni en þar hafa verið rúmlega 40 þúsund fylgjendur. Við myndbirtinguna hrukku hinsvegar af lista áskrifenda um hundrað manns. Án þess að hægt sé að fullyrða nokkuð um tilteknar manngerðir eða það hvernig þær eru innréttaðar er engin önnur skýring var tiltæk en sú að myndin hafi reynst skellur fyrir einhverja sem gert höfðu sér aðrar hugmyndir um lífið og tilveruna. Eðlileg ályktun að draga er sú að um hafi verið að ræða annað hvort þá sem eru þjakaðir af fordómum gagnvart samkynhneigðum og/eða hugsanlega einhverjir sem hafa látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri náttúru. Instagramsíðan umrædd. Meginviðfangsefni umfjöllunar Pálínu á Instagramreikningi sínum eru kindur og lífið á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Pálína útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að kindur séu athyglisverðar skepnur og vanmetnar sem slíkar. Góð gusa sem kom í stað þeirra sem fóru Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, taldi þetta athyglisverðar hræringar á fylgjendalistanum sem gætu sagt sína sögu um stöðu mála. En hún grét það krókódílstárum að þeir létu sig hverfa sem ekki þola sökum eigin fordóma að eigandi kindanna sem eru í aðalhlutverki á síðunni sé samkynhneigð. Hins vegar varð sem áður segir enn ein vendingin í áskriftarhópi Pálinu í gær. Eftir að Vísir fjallaði um málið um 600 manns á lista þeirra sem fylgjast með síðunni að staðaldri. „Margfaldur fjöldi þessara sem unfollowuðu um daginn! Já, ég held að það hafi um 600 bæst við hingað til, mjög skemmtilegt og frábært!“ Aðspurð segir hún að með hafi fylgt athugasemdir og hvatning. „Já, stór gusa sem er frábært.“
Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfélagsmiðlar Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira