Vona að þetta verði fjarstæðukenndur dagur Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2020 17:00 Erik Hamrén fór yfir málin á hlaupabrautinni í Laugardal í dag. mynd/stöð 2 „Þetta gæti auðvitað orðið erfiður dagur fyrir okkur en ég er ekki hræddur,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, fyrir leik Íslands við England í Þjóðadeildinni á morgun. Leikurinn hefst kl. 16 á Laugardalsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ísland kom heiminum öllum á óvart með 2-1 sigri á Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi fyrir fjórum árum, en í ljósi þess að nú vantar marga lykilmenn í íslenska liðið, og enska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn Gareth Southgate eftir EM, kæmi sigur Íslands á morgun þá enn meira á óvart? „Þetta var mjög óvæntur sigur og ég veit ekki hvort hann gæti orðið óvæntari að þessu sinni. En auðvitað kæmi það á óvart líka á morgun. Ef maður skoðar úrslitin síðustu ár hjá Englandi, og liðið, þá ætti En að vinna ef maður er raunsær. Það væri raunsætt að telja að við töpum. En þetta er ástæðan fyrir því hvað fótboltinn er vinsæll. Stundum geta minni lið komið á óvart, eins og Ísland gerði 2016, og fleiri lið hafa gert. Ég vona að þetta verði „óraunverulegur“ dagur, svo að við getum notið hans saman,“ sagði Hamrén á hlaupabrautinni við Laugardalsvöll í dag. Lært margt af tapinu stóra gegn Sviss Ísland er í svipaðri stöðu nú og þegar Hamrén var nýtekinn við liðinu fyrir tveimur árum, á leið í leiki við bestu lið Evrópu í Þjóðadeildinni og án lykilleikmanna. Gylfi, Aron, Jóhann Berg, Ragnar, Alfreð og Rúnar Már eru ekki með. Ragnar og Rúnar eru meiddir, félag Arons í Katar gaf honum ekki leyfi til að spila, og þeir Gylfi, Jóhann og Alfreð gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Ljóst er að Ísland má mjög illa við svo miklum skakkaföllum, gegn Englandi á morgun og Belgíu ytra á þriðjudag. Íslenski hópurinn kom saman á mánudag og hóf æfingar fyrir leikina við England og Belgíu.VÍSIR/VILHELM „Ég er ekki hræddur. Ég ber auðvitað virðingu fyrir þessum andstæðingum, tveimur af bestu liðum heims. Við vitum að þetta verður virkilega erfitt. Ef að við verðum óheppnir, eða þeir eiga mjög góðan dag, þá geta komið nokkur mörk. En þannig er fótboltinn, og nóg að benda á 8-2 sigur Bayern München á Barcelona. Þetta gæti auðvitað orðið erfiður dagur fyrir okkur en ég er ekki hræddur. Ég held að við höfum lært margt af leiknum við Sviss [6-0 tap í fyrsta leik Hamrén, í september 2018], og við sýndum það í öðrum leikjum í Þjóðadeildinni það haust og í undankeppni EM, þegar okkur vantaði líka menn en náðum góðri frammistöðu. Ef það tekst á morgun getum við náð góðum úrslitum,“ sagði Hamrén. Byrjunarliðið breyst í vikunni Svíinn gaf ekkert uppi um byrjunarlið sitt á morgun en viðurkenndi að hafa að einhverju leyti skipt um skoðun á því hverjir yrðu þar, eftir æfingar vikunnar. „Við höfum verið saman núna í fimm daga og það hefur eitthvað smávægilegt angrað einhverja en allir eru klárir í slaginn í dag. Ég var auðvitað með ákveðið byrjunarlið í huga áður en menn mættu, en ég hef gert einhverjar breytingar út frá því sem ég hef séð enda eru sumir leikmenn mjög jafnir. Í sumum stöðum hef ég valið þann leikmann sem hefur verið bestur á æfingunum í vikunni,“ sagði Hamrén sem lítur ekki á leikinn sem tækifæri til að leyfa óreyndari leikmönnum að sýna sig og sanna. Mikilvægustu leikirnir í október og nóvember „Þetta er mótsleikur og á þessu stigi er næsti leikur alltaf sá mikilvægasti. Við reynum að ná eins góðum úrslitum og mögulegt er. En auðvitað verður þetta líka gott tækifæri og undirbúningur fyrir umspilið í október. Við verðum að vera hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem við höfum til taks hérna og við reynum að gera eins vel og við getum á morgun,“ sagði Hamrén. Klippa: Viðtal við Hamrén fyrir Englandsleikinn Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Kári miðlar til þeirra yngri: Gjöri svo vel að hafa trú á því sem hefur virkað Kári Árnason segir að yngri leikmenn íslenska landsliðsins „verði að gjöra svo vel að hafa trú“ á þeim gildum sem skiluðu liðinu í fremstu röð. 4. september 2020 14:30 Eini enski landsliðsmaðurinn til að skora hjá Íslandi í Laugardalnum spilaði ekki fleiri landsleiki Paul Goddard skoraði mark enska landsliðsins þegar það spilaði síðast á Laugardalsvelli í leik sem KSÍ fékk enska landsliðið til að skrá sem A-landsleik. 4. september 2020 14:00 Hikar ekki við að nota Greenwood og Foden á morgun Gareth Southgate gæti notað hina ungu og efnilegu Mason Greenwood og Phil Foden gegn Íslandi á morgun. 4. september 2020 13:30 Segir að enska landsliðið hafi lært af tapinu fyrir Íslandi Þjálfari enska landsliðsins segist hafa nýtt tapið fyrir Íslandi á EM 2016 til að læra af því. 4. september 2020 12:36 Hamrén er ekki hræddur við að fá skell á móti Englandi Íslenska landsliðið verður án sterkra leikmanna á móti nánast fullmönnuðu ensku landsliði í Laugardalnum á morgun en landsliðsþjálfarinn óttast ekki að fá skell. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira
„Þetta gæti auðvitað orðið erfiður dagur fyrir okkur en ég er ekki hræddur,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, fyrir leik Íslands við England í Þjóðadeildinni á morgun. Leikurinn hefst kl. 16 á Laugardalsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ísland kom heiminum öllum á óvart með 2-1 sigri á Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi fyrir fjórum árum, en í ljósi þess að nú vantar marga lykilmenn í íslenska liðið, og enska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn Gareth Southgate eftir EM, kæmi sigur Íslands á morgun þá enn meira á óvart? „Þetta var mjög óvæntur sigur og ég veit ekki hvort hann gæti orðið óvæntari að þessu sinni. En auðvitað kæmi það á óvart líka á morgun. Ef maður skoðar úrslitin síðustu ár hjá Englandi, og liðið, þá ætti En að vinna ef maður er raunsær. Það væri raunsætt að telja að við töpum. En þetta er ástæðan fyrir því hvað fótboltinn er vinsæll. Stundum geta minni lið komið á óvart, eins og Ísland gerði 2016, og fleiri lið hafa gert. Ég vona að þetta verði „óraunverulegur“ dagur, svo að við getum notið hans saman,“ sagði Hamrén á hlaupabrautinni við Laugardalsvöll í dag. Lært margt af tapinu stóra gegn Sviss Ísland er í svipaðri stöðu nú og þegar Hamrén var nýtekinn við liðinu fyrir tveimur árum, á leið í leiki við bestu lið Evrópu í Þjóðadeildinni og án lykilleikmanna. Gylfi, Aron, Jóhann Berg, Ragnar, Alfreð og Rúnar Már eru ekki með. Ragnar og Rúnar eru meiddir, félag Arons í Katar gaf honum ekki leyfi til að spila, og þeir Gylfi, Jóhann og Alfreð gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Ljóst er að Ísland má mjög illa við svo miklum skakkaföllum, gegn Englandi á morgun og Belgíu ytra á þriðjudag. Íslenski hópurinn kom saman á mánudag og hóf æfingar fyrir leikina við England og Belgíu.VÍSIR/VILHELM „Ég er ekki hræddur. Ég ber auðvitað virðingu fyrir þessum andstæðingum, tveimur af bestu liðum heims. Við vitum að þetta verður virkilega erfitt. Ef að við verðum óheppnir, eða þeir eiga mjög góðan dag, þá geta komið nokkur mörk. En þannig er fótboltinn, og nóg að benda á 8-2 sigur Bayern München á Barcelona. Þetta gæti auðvitað orðið erfiður dagur fyrir okkur en ég er ekki hræddur. Ég held að við höfum lært margt af leiknum við Sviss [6-0 tap í fyrsta leik Hamrén, í september 2018], og við sýndum það í öðrum leikjum í Þjóðadeildinni það haust og í undankeppni EM, þegar okkur vantaði líka menn en náðum góðri frammistöðu. Ef það tekst á morgun getum við náð góðum úrslitum,“ sagði Hamrén. Byrjunarliðið breyst í vikunni Svíinn gaf ekkert uppi um byrjunarlið sitt á morgun en viðurkenndi að hafa að einhverju leyti skipt um skoðun á því hverjir yrðu þar, eftir æfingar vikunnar. „Við höfum verið saman núna í fimm daga og það hefur eitthvað smávægilegt angrað einhverja en allir eru klárir í slaginn í dag. Ég var auðvitað með ákveðið byrjunarlið í huga áður en menn mættu, en ég hef gert einhverjar breytingar út frá því sem ég hef séð enda eru sumir leikmenn mjög jafnir. Í sumum stöðum hef ég valið þann leikmann sem hefur verið bestur á æfingunum í vikunni,“ sagði Hamrén sem lítur ekki á leikinn sem tækifæri til að leyfa óreyndari leikmönnum að sýna sig og sanna. Mikilvægustu leikirnir í október og nóvember „Þetta er mótsleikur og á þessu stigi er næsti leikur alltaf sá mikilvægasti. Við reynum að ná eins góðum úrslitum og mögulegt er. En auðvitað verður þetta líka gott tækifæri og undirbúningur fyrir umspilið í október. Við verðum að vera hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem við höfum til taks hérna og við reynum að gera eins vel og við getum á morgun,“ sagði Hamrén. Klippa: Viðtal við Hamrén fyrir Englandsleikinn
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Kári miðlar til þeirra yngri: Gjöri svo vel að hafa trú á því sem hefur virkað Kári Árnason segir að yngri leikmenn íslenska landsliðsins „verði að gjöra svo vel að hafa trú“ á þeim gildum sem skiluðu liðinu í fremstu röð. 4. september 2020 14:30 Eini enski landsliðsmaðurinn til að skora hjá Íslandi í Laugardalnum spilaði ekki fleiri landsleiki Paul Goddard skoraði mark enska landsliðsins þegar það spilaði síðast á Laugardalsvelli í leik sem KSÍ fékk enska landsliðið til að skrá sem A-landsleik. 4. september 2020 14:00 Hikar ekki við að nota Greenwood og Foden á morgun Gareth Southgate gæti notað hina ungu og efnilegu Mason Greenwood og Phil Foden gegn Íslandi á morgun. 4. september 2020 13:30 Segir að enska landsliðið hafi lært af tapinu fyrir Íslandi Þjálfari enska landsliðsins segist hafa nýtt tapið fyrir Íslandi á EM 2016 til að læra af því. 4. september 2020 12:36 Hamrén er ekki hræddur við að fá skell á móti Englandi Íslenska landsliðið verður án sterkra leikmanna á móti nánast fullmönnuðu ensku landsliði í Laugardalnum á morgun en landsliðsþjálfarinn óttast ekki að fá skell. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira
Kári miðlar til þeirra yngri: Gjöri svo vel að hafa trú á því sem hefur virkað Kári Árnason segir að yngri leikmenn íslenska landsliðsins „verði að gjöra svo vel að hafa trú“ á þeim gildum sem skiluðu liðinu í fremstu röð. 4. september 2020 14:30
Eini enski landsliðsmaðurinn til að skora hjá Íslandi í Laugardalnum spilaði ekki fleiri landsleiki Paul Goddard skoraði mark enska landsliðsins þegar það spilaði síðast á Laugardalsvelli í leik sem KSÍ fékk enska landsliðið til að skrá sem A-landsleik. 4. september 2020 14:00
Hikar ekki við að nota Greenwood og Foden á morgun Gareth Southgate gæti notað hina ungu og efnilegu Mason Greenwood og Phil Foden gegn Íslandi á morgun. 4. september 2020 13:30
Segir að enska landsliðið hafi lært af tapinu fyrir Íslandi Þjálfari enska landsliðsins segist hafa nýtt tapið fyrir Íslandi á EM 2016 til að læra af því. 4. september 2020 12:36
Hamrén er ekki hræddur við að fá skell á móti Englandi Íslenska landsliðið verður án sterkra leikmanna á móti nánast fullmönnuðu ensku landsliði í Laugardalnum á morgun en landsliðsþjálfarinn óttast ekki að fá skell. 4. september 2020 11:05