Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2020 19:01 Kristján Oddsson er fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu og leiðir nú þá vinnu að færa skimun yfir til heilsugæslunnar. Vísir/Friðrik Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. Kristján Oddsson starfaði sem yfirlæknir og sviðsstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins frá 2013 til 2017 og var samhliða forstjóri í eitt ár. Honum finnst sárt að horfa upp á umfjöllun um mistök félagsins við skimun síðustu daga. „Því miður kemur þetta ekki á óvart og það er sorglegt að fylgjast með henni. Ég varaði við þessu í 2-3 ár þegar ég starfaði þarna og talaði fyrir daufum eyrum. Því miður er að raungerast það sem ég varaði við í sérstöku minnisblaði til stjórnar og framkvæmdastjóra í október árið 2017,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns varð þetta tiltekna minnisblað til þess að honum var sagt upp störfum. Hagsmunir kvenna víki fyrir sérhagsmunum Í minnisblaðinu færir Kristján rök fyrir því að ef skimanir verði ekki færðar úr höndum sérhagsmunasamtaka og til stjórnvalda í samræmi við evrópustanda, þá fari illa. Í minnisblaðinu stendur meðal annars að bæði núverandi og fyrrverandi stjórnendur leitarsviðs hafi ítekað og í fjölda ára bent á þau vandamál sem steðja að sviðinu og skimun almennt en að hagsmunir kvenna hafi þurft að víkja fyrir fjárhagslegum og ímyndarlegum hagsmunum Krabbameinsfélagsins. Þetta minnisblað varð það síðasta sem Kristján sendi til stjórnar og framkvæmdastjóra. „Maður getur ekki blandað sérhagsmunum, átaksverkefnum, inn í skimunina með þeim hætti sem það hefur verið gert,“ útskýrir Kristján. „Það er ekki í samræmi við það hvernig standa eigi að skimun.“ Söfnunarfé fari ekki í skimanir Kristján segir óljós skil hafa verið á milli verkefna Krabbameinsfélagsins. Í minnisblaðinu segir: „Að auki hefur fjárhagslegur ávinningur fjáraflana í tengslum við átaks- og fræðsluherferðir ekki runnið til starfsemi leitarsviðs mörg undanfarin ár þó að almenningur standi í þeirri trú.“ Þannig hafi t.a.m. söfnunarfé ekki runnið til skimana. „Krabbameinsfélagið hefur verið duglegt að láta í veðri vaka að söfnunarfék fari í skimun. En eins og framkvæmdastjórinn hefur viðurkennt í viðtali þá hefur það ekki gerst í tíu ár.“ Kristján segir leitarstöðina flaggskip Krabbameinsfélagsins, þar fari fram um 90% af starfsemi félagsins. Stöðin er með þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands og hefur því verið haldið fram að allt það fé renni beint í starfsemina. Kristján segir aftur á móti að eyrnamerkt fjármagn til leitarstöðvar farið í annað. En hvert? „Stór hluti er laun eins og í flestri starfsemi. En svo er spurning hvort það sé þörf á öllum þessum launakostnaði – en það er önnur spurning og þau þurfa að svara fyrir það.“ Flutningur á fjármagni bitni á endurmenntun Kristján leiðir nú það verkefni að færa skimun við leghálskrabbameini til heilsugæslunnar. Verkefnið er í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, Landlækni og Landspítalann. Hann segist sjá fram á að kostnaðurinn verði minni en hefur verið hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins og heldur því fram að nóg hafi verið af fjármagni í verkefninu hingað til. „Við teljum okkur geta gert þetta ódýrara. Hvort það hafi verið bruðlað hjá Krabbameinsfélaginu þurfa aðrir að svara fyrir. En gegnsæið er nánast ekkert. Þannig að það væri fengur í því að fá Ríkisendurskoðun til að skoða þessi mál og slá á slíkar vangaveltur.“ Viðkvæðið hjá Krabbameinsfélaginu hafi alltaf verið að leitarstöðin sé fjársvelt og tap sé á rekstrinum. „Ég mótmæli því harðlega. Ég held þetta [millifærsla á fé] hafi bitnað á endurmenntun og símenntun starfsfólks og það skorti nauðsynleg tæki og tól með bestum hætti.“ Margar konur hræddar Krabbameinsfélagið hefur verið gagnrýnt í dag fyrir að gangast ekki við ábyrgð sinni, heldur varpi það sök á einn fyrrverandi starfsmann og það vegna veikinda hans. Kristján segir málflutning Krabbameinsfélagsins sorglegan. „Ég hef fyrst og fremst verið að benda á kerfislega misbresti. Við komum ekki í veg fyrir að mannleg mistök gerist. En við verðum að axla ábyrgð á þeim en ekki útsetja ákveðna einstaklinga fyrir slíku.“ Kristján starfar sem kvensjúkdómalæknir og segir margar konur afar áhyggjufullar eftir fréttaflutning af málinu. „Ég og þau sem starfa með mér finnst að rannsaka eigi öll sýni sem hafa verið tekin síðustu þrjú ár af óháðum aðila á viðurkenndri rannsóknarstofu. Það finnst mér nauðsynlegt.“ Hann segir erfitt að svara konum sem spyrja hvort þeirra sýni hafi verið 100% í lagi. „Ég get ekki svarað því. Það er ekkert 100% í þessum málum. En ég held að það verði ekki komist til botns í þessu fyrr en öll sýni verða rannsökuð, til að slá á ótta þessara kvenna.“ Framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins var boðið viðtal í dag vegna málsins en þáði ekki boðið vegna anna. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. Kristján Oddsson starfaði sem yfirlæknir og sviðsstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins frá 2013 til 2017 og var samhliða forstjóri í eitt ár. Honum finnst sárt að horfa upp á umfjöllun um mistök félagsins við skimun síðustu daga. „Því miður kemur þetta ekki á óvart og það er sorglegt að fylgjast með henni. Ég varaði við þessu í 2-3 ár þegar ég starfaði þarna og talaði fyrir daufum eyrum. Því miður er að raungerast það sem ég varaði við í sérstöku minnisblaði til stjórnar og framkvæmdastjóra í október árið 2017,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns varð þetta tiltekna minnisblað til þess að honum var sagt upp störfum. Hagsmunir kvenna víki fyrir sérhagsmunum Í minnisblaðinu færir Kristján rök fyrir því að ef skimanir verði ekki færðar úr höndum sérhagsmunasamtaka og til stjórnvalda í samræmi við evrópustanda, þá fari illa. Í minnisblaðinu stendur meðal annars að bæði núverandi og fyrrverandi stjórnendur leitarsviðs hafi ítekað og í fjölda ára bent á þau vandamál sem steðja að sviðinu og skimun almennt en að hagsmunir kvenna hafi þurft að víkja fyrir fjárhagslegum og ímyndarlegum hagsmunum Krabbameinsfélagsins. Þetta minnisblað varð það síðasta sem Kristján sendi til stjórnar og framkvæmdastjóra. „Maður getur ekki blandað sérhagsmunum, átaksverkefnum, inn í skimunina með þeim hætti sem það hefur verið gert,“ útskýrir Kristján. „Það er ekki í samræmi við það hvernig standa eigi að skimun.“ Söfnunarfé fari ekki í skimanir Kristján segir óljós skil hafa verið á milli verkefna Krabbameinsfélagsins. Í minnisblaðinu segir: „Að auki hefur fjárhagslegur ávinningur fjáraflana í tengslum við átaks- og fræðsluherferðir ekki runnið til starfsemi leitarsviðs mörg undanfarin ár þó að almenningur standi í þeirri trú.“ Þannig hafi t.a.m. söfnunarfé ekki runnið til skimana. „Krabbameinsfélagið hefur verið duglegt að láta í veðri vaka að söfnunarfék fari í skimun. En eins og framkvæmdastjórinn hefur viðurkennt í viðtali þá hefur það ekki gerst í tíu ár.“ Kristján segir leitarstöðina flaggskip Krabbameinsfélagsins, þar fari fram um 90% af starfsemi félagsins. Stöðin er með þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands og hefur því verið haldið fram að allt það fé renni beint í starfsemina. Kristján segir aftur á móti að eyrnamerkt fjármagn til leitarstöðvar farið í annað. En hvert? „Stór hluti er laun eins og í flestri starfsemi. En svo er spurning hvort það sé þörf á öllum þessum launakostnaði – en það er önnur spurning og þau þurfa að svara fyrir það.“ Flutningur á fjármagni bitni á endurmenntun Kristján leiðir nú það verkefni að færa skimun við leghálskrabbameini til heilsugæslunnar. Verkefnið er í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, Landlækni og Landspítalann. Hann segist sjá fram á að kostnaðurinn verði minni en hefur verið hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins og heldur því fram að nóg hafi verið af fjármagni í verkefninu hingað til. „Við teljum okkur geta gert þetta ódýrara. Hvort það hafi verið bruðlað hjá Krabbameinsfélaginu þurfa aðrir að svara fyrir. En gegnsæið er nánast ekkert. Þannig að það væri fengur í því að fá Ríkisendurskoðun til að skoða þessi mál og slá á slíkar vangaveltur.“ Viðkvæðið hjá Krabbameinsfélaginu hafi alltaf verið að leitarstöðin sé fjársvelt og tap sé á rekstrinum. „Ég mótmæli því harðlega. Ég held þetta [millifærsla á fé] hafi bitnað á endurmenntun og símenntun starfsfólks og það skorti nauðsynleg tæki og tól með bestum hætti.“ Margar konur hræddar Krabbameinsfélagið hefur verið gagnrýnt í dag fyrir að gangast ekki við ábyrgð sinni, heldur varpi það sök á einn fyrrverandi starfsmann og það vegna veikinda hans. Kristján segir málflutning Krabbameinsfélagsins sorglegan. „Ég hef fyrst og fremst verið að benda á kerfislega misbresti. Við komum ekki í veg fyrir að mannleg mistök gerist. En við verðum að axla ábyrgð á þeim en ekki útsetja ákveðna einstaklinga fyrir slíku.“ Kristján starfar sem kvensjúkdómalæknir og segir margar konur afar áhyggjufullar eftir fréttaflutning af málinu. „Ég og þau sem starfa með mér finnst að rannsaka eigi öll sýni sem hafa verið tekin síðustu þrjú ár af óháðum aðila á viðurkenndri rannsóknarstofu. Það finnst mér nauðsynlegt.“ Hann segir erfitt að svara konum sem spyrja hvort þeirra sýni hafi verið 100% í lagi. „Ég get ekki svarað því. Það er ekkert 100% í þessum málum. En ég held að það verði ekki komist til botns í þessu fyrr en öll sýni verða rannsökuð, til að slá á ótta þessara kvenna.“ Framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins var boðið viðtal í dag vegna málsins en þáði ekki boðið vegna anna.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira