109 þúsund fjár slátrað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. september 2020 19:35 Haustslátrun hófst hjá Sláturfélagi á Suðurland í morgun þegar um átta hundruð lömbum var slátrað. Engir atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi koma í sláturtíðina eins og undan farin ár vegna kórónuveirunnar. Sláturfélag Suðurlands reiknar með að slátra um 109 þúsund fjár þetta haustið en sláturtíðin mun standa yfir í tvo mánuði. Um 160 starfsmenn hafa verið ráðnir til að vinna í sláturtíðinni, sem tekur um tvo mánuði. „Við mönnum sláturtíðina bæði með fólki, sem er búsett hér á Íslandi og erlendis frá. Það leit ekkert vel út á köflum að ráða í öll þessi störf, en það hefur ræst vel úr því, við erum búin að fá nóg af fólki alla vega. Útlendingarnir eru ekki komnir til starfa enn þá, þeir eru þó komnir til landsins en þeir þurfa að fara í seinni sýnatöku í dag og á morgun og koma væntanlega til vinnu á mánudag,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi hafa síðustu ár komið sérstaklega til landsins til að vinna við sláturtíðina en þeir koma ekki í ár vegna kórónuveirunnar. Benedikt segir að sláturhúsið sé lokað öllum nema starfsfólki og bændur fá ekki að fylgja fé sínu til slátrunar eins og alltaf hefur verið leyft. En hvað með afurðaverð til bænda, af hverju er það ekki komið? „Það er bara erfitt að ákveða það þegar markaðir eru eins og þeir eru en það fer að koma.“ Benedikt segir að sláturtíðin sé alltaf einn af skemmtilegustu tímunum hjá Sláturfélaginu. „Já, það er bara spenningur og tilhlökkun með góða tíð, sem vonandi verður, vonandi að veðrið verði líka gott alla tíðina,“ segir Benedikt. Um 109 þúsund fjár verður slátrað í sláturhúsinu á Selfossi á næstu tveimur mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Árborg Réttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Haustslátrun hófst hjá Sláturfélagi á Suðurland í morgun þegar um átta hundruð lömbum var slátrað. Engir atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi koma í sláturtíðina eins og undan farin ár vegna kórónuveirunnar. Sláturfélag Suðurlands reiknar með að slátra um 109 þúsund fjár þetta haustið en sláturtíðin mun standa yfir í tvo mánuði. Um 160 starfsmenn hafa verið ráðnir til að vinna í sláturtíðinni, sem tekur um tvo mánuði. „Við mönnum sláturtíðina bæði með fólki, sem er búsett hér á Íslandi og erlendis frá. Það leit ekkert vel út á köflum að ráða í öll þessi störf, en það hefur ræst vel úr því, við erum búin að fá nóg af fólki alla vega. Útlendingarnir eru ekki komnir til starfa enn þá, þeir eru þó komnir til landsins en þeir þurfa að fara í seinni sýnatöku í dag og á morgun og koma væntanlega til vinnu á mánudag,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Atvinnuslátrar frá Nýja Sjálandi hafa síðustu ár komið sérstaklega til landsins til að vinna við sláturtíðina en þeir koma ekki í ár vegna kórónuveirunnar. Benedikt segir að sláturhúsið sé lokað öllum nema starfsfólki og bændur fá ekki að fylgja fé sínu til slátrunar eins og alltaf hefur verið leyft. En hvað með afurðaverð til bænda, af hverju er það ekki komið? „Það er bara erfitt að ákveða það þegar markaðir eru eins og þeir eru en það fer að koma.“ Benedikt segir að sláturtíðin sé alltaf einn af skemmtilegustu tímunum hjá Sláturfélaginu. „Já, það er bara spenningur og tilhlökkun með góða tíð, sem vonandi verður, vonandi að veðrið verði líka gott alla tíðina,“ segir Benedikt. Um 109 þúsund fjár verður slátrað í sláturhúsinu á Selfossi á næstu tveimur mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Árborg Réttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira