Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 20:13 Rússar nefndu bóluefni sitt „Spútnik“ í höfuðið á fyrsta gervitungli mannkynsins sem Sovétmenn skutu upp. Vísir/EPA Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. Rússar segja niðurstöðurnar svara gagnrýnisröddum en sérfræðingar benda á að tilraunirnar hafi verið smáar í sniðum. Athygli vakti þegar Rússar urðu fyrstir þjóða til að veita leyfi fyrir bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í ágúst. Bóluefnið var samþykkt áður en nokkur gögn höfðu verið birt um það eða umfangsmiklar tilraunir með það farið fram. Sumir vestrænir sérfræðingar tóku fréttunum með fyrirvara og vöruðu við því að bóluefnið væri notað áður en það hefði verið vottað alþjóðlega. Stjórnvöld í Kreml segja að niðurstöðurnar sem voru birtar í dag slái vopnin úr höndum efasemdamanna um ágæti bóluefnisins á vesturlöndum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er búið að haka í öll boxin. Nú byrjum við að spyrja spurninga um sum vestrænu bóluefnin,“ segir Kirill Dmitriev, forstjóri Rússneska beina fjárfestingasjóðsins (RDIF), sem heldur því fram að gagnrýni á rússneska bóluefnið hafi verið ætlað að skaða orðspor þess. Naor Nab-Zeev fá Alþjóðlegu bóluefnamiðstöðinni og Johns Hopkins-lýðheilsuskólanum, segir niðurstöðurnar lofa góðu en að það séu smáar í sniðum. Ekki sé enn búið að sýna fram á virkni bóluefnisins með óyggjandi hætti. Í grein Lancet kemur fram að allir 76 þátttakendurnir í rússnesku tilrauninni hafi myndað mótefni og engar alvarlegar aukaverkanir hafi komið fram. Þörf sé á stærri og lengri rannsóknum með samanburði við lyfleysu til þess að ákvarða öryggi og virkni bóluefnisins. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40.000 þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefninu á mánuði fyrir lok ársins. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. Rússar segja niðurstöðurnar svara gagnrýnisröddum en sérfræðingar benda á að tilraunirnar hafi verið smáar í sniðum. Athygli vakti þegar Rússar urðu fyrstir þjóða til að veita leyfi fyrir bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur í ágúst. Bóluefnið var samþykkt áður en nokkur gögn höfðu verið birt um það eða umfangsmiklar tilraunir með það farið fram. Sumir vestrænir sérfræðingar tóku fréttunum með fyrirvara og vöruðu við því að bóluefnið væri notað áður en það hefði verið vottað alþjóðlega. Stjórnvöld í Kreml segja að niðurstöðurnar sem voru birtar í dag slái vopnin úr höndum efasemdamanna um ágæti bóluefnisins á vesturlöndum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er búið að haka í öll boxin. Nú byrjum við að spyrja spurninga um sum vestrænu bóluefnin,“ segir Kirill Dmitriev, forstjóri Rússneska beina fjárfestingasjóðsins (RDIF), sem heldur því fram að gagnrýni á rússneska bóluefnið hafi verið ætlað að skaða orðspor þess. Naor Nab-Zeev fá Alþjóðlegu bóluefnamiðstöðinni og Johns Hopkins-lýðheilsuskólanum, segir niðurstöðurnar lofa góðu en að það séu smáar í sniðum. Ekki sé enn búið að sýna fram á virkni bóluefnisins með óyggjandi hætti. Í grein Lancet kemur fram að allir 76 þátttakendurnir í rússnesku tilrauninni hafi myndað mótefni og engar alvarlegar aukaverkanir hafi komið fram. Þörf sé á stærri og lengri rannsóknum með samanburði við lyfleysu til þess að ákvarða öryggi og virkni bóluefnisins. Rússar segja að frekari tilraunir með um 40.000 þátttakendum séu þegar hafnar. Þeir búast við því að framleiða allt að tvær milljónir skammta af bóluefninu á mánuði fyrir lok ársins.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50
Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56