Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2020 09:10 Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Skiptar skoðanir virðast vera um nýja auglýsingu Þjóðkirkjunnar um Sunnudagaskólann þar sem sjá má stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Myndin sem um ræðir var sett í hausinn á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar í gær og létu viðbrögðin í athugasemdakerfinu ekki á sér standa. Flestir fagna á meðan aðrir segja myndina ósmekklega og ætla sér að skrá sig úr Þjóðkirkjunni vegna málsins. „Skömm sem er á ábyrgð biskups,“ segir einn. „Þið prestar og þú biskup sem standið fyrir þessu, hafið algerlega brugðist skyldu ykkar og munið svara fyrir Guði á efsta degi,“ segir annar. „Þvílík skömm að kirkja sem kennir sig við Krist skuli sína Honum slíka niðurlægingu,“ segir í enn einni athugasemdinni. Kærleikurinn getur stuðað fólk Pétur segir Þjóðkirkjuna hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð – frá fólki sem þykir mjög vænt um þetta og sé sjálft að kalla eftir samfélagi sem umfaðmar alla. Posted by Kirkjan on Friday, 4 September 2020 „En við fáum líka viðbrögð frá fólki sem er reitt. Þetta stuðar það. Það er samt þannig að kærleikurinn getur stuðað fólk. Það er bara þannig. Það hefur margsýnt sig í gegnum mannkynssöguna að kærleikurinn getur stuðað fólk,“ segir Pétur. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar.Stöð 2 Með skegg og brjóst Pétur segir að um sé að ræða myndefni sem unnið var eftir Láru Garðarsdóttur. „Þetta er ekki eina myndin. Það eru fullt af myndum í þessu „kontenti“ öllu. Þarna sjáum við Jesú sem er með brjóst og með skegg. Við erum svolítið að reyna að fanga samfélagið eins og það er. Við eigum fólk sem er allskonar og við þurfum að temja okkur að tala um Jesú sem allskonar í því samhengi. Sérstaklega þar sem það er mjög mikilvægt að hver og einn finni sína birtingarmynd í Jesú, og við séu ekki að staðna of mikið. Það er grunnboðskapurinn. Svo er þetta bara allt í lagi. Það er allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst,“ segir Pétur. „Ég held stundum að það er mjög gott, með svona verkefni, að taka viðbrögðin, greina þau og þá áttar maður sig kannski á því að það sé einmitt þörf fyrir þetta. Það er mikil þörf á því að opna upp staðalmyndir, opna samfélagið og gera það fjölbreytt en ekki bara tala um það. Ef fólk upplifir einhverja breytingu á Kirkjunni þá er það kannski bara breyting á því að tala bara um hlutina og yfir í að bara gera hlutina.“ Þjóðkirkjan Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Skiptar skoðanir virðast vera um nýja auglýsingu Þjóðkirkjunnar um Sunnudagaskólann þar sem sjá má stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Myndin sem um ræðir var sett í hausinn á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar í gær og létu viðbrögðin í athugasemdakerfinu ekki á sér standa. Flestir fagna á meðan aðrir segja myndina ósmekklega og ætla sér að skrá sig úr Þjóðkirkjunni vegna málsins. „Skömm sem er á ábyrgð biskups,“ segir einn. „Þið prestar og þú biskup sem standið fyrir þessu, hafið algerlega brugðist skyldu ykkar og munið svara fyrir Guði á efsta degi,“ segir annar. „Þvílík skömm að kirkja sem kennir sig við Krist skuli sína Honum slíka niðurlægingu,“ segir í enn einni athugasemdinni. Kærleikurinn getur stuðað fólk Pétur segir Þjóðkirkjuna hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð – frá fólki sem þykir mjög vænt um þetta og sé sjálft að kalla eftir samfélagi sem umfaðmar alla. Posted by Kirkjan on Friday, 4 September 2020 „En við fáum líka viðbrögð frá fólki sem er reitt. Þetta stuðar það. Það er samt þannig að kærleikurinn getur stuðað fólk. Það er bara þannig. Það hefur margsýnt sig í gegnum mannkynssöguna að kærleikurinn getur stuðað fólk,“ segir Pétur. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar.Stöð 2 Með skegg og brjóst Pétur segir að um sé að ræða myndefni sem unnið var eftir Láru Garðarsdóttur. „Þetta er ekki eina myndin. Það eru fullt af myndum í þessu „kontenti“ öllu. Þarna sjáum við Jesú sem er með brjóst og með skegg. Við erum svolítið að reyna að fanga samfélagið eins og það er. Við eigum fólk sem er allskonar og við þurfum að temja okkur að tala um Jesú sem allskonar í því samhengi. Sérstaklega þar sem það er mjög mikilvægt að hver og einn finni sína birtingarmynd í Jesú, og við séu ekki að staðna of mikið. Það er grunnboðskapurinn. Svo er þetta bara allt í lagi. Það er allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst,“ segir Pétur. „Ég held stundum að það er mjög gott, með svona verkefni, að taka viðbrögðin, greina þau og þá áttar maður sig kannski á því að það sé einmitt þörf fyrir þetta. Það er mikil þörf á því að opna upp staðalmyndir, opna samfélagið og gera það fjölbreytt en ekki bara tala um það. Ef fólk upplifir einhverja breytingu á Kirkjunni þá er það kannski bara breyting á því að tala bara um hlutina og yfir í að bara gera hlutina.“
Þjóðkirkjan Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira