Segir ábyrgð á lánalínu varpað óbeint á almenning í gegnum lífeyrissjóði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2020 12:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skeptísk á ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Hún segir nálgun ríkisstjórnarinnar valda sér vonbrigðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddu þau um ríkisábyrgð á rekstri Icelandair í þættinum Sprengisandi í morgun. Nálgunin veldur vonbrigðum Formaður Viðreisnar segir nálgun ríkisstjórnarinnar í málinu valda sér vonbrigðum. „Mér finnst bara að ríkisstjórnin eigi eins og aðrar stjórnir í t.d. Danmörku og Svíþjóð að ganga hreint til verks. Ekki alltaf að láta bankana taka þungar og erfiðar ákvarðanir, eins og til að mynda við sjáum í þessu tilfelli í gegnum brúarlánin og núna sölutrygginguna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir siðferðislega rétt að ríkisvaldið beri endanlega ábyrgð en ekki launþegar. „Á endanum finnst mér það heilbrigðara, mér finnst það meira siðferðislega rétt að fyrst að ríkisstjórnin vill fara þessa leið að það sé þá ríkisvaldið sem á endanum ber ábyrgðina en ekki setja hana óbeint á lífeyrisþega framtíðarinnar sem standa hugsanlega frammi fyrir því að skerða þurfi lífeyri,“ sagði Þorgerður Katrín. Óboðleg nálgun „Við erum ekki að segja lífeyrissjóðunum að fjárfesta. Það er að vísu rétt að þeir eru líklegustu fjárfestarnir en ég meina þetta er auðvitað ekki boðleg nálgun sem Þorgerður kemur hér með að segja að ef lífeyrissjóðir fjárfesta í Icelandair sé verið að gera ráð fyrir að þá verði það á kostnað lífeyrisþega framtíðarinnar. Þetta er ekki boðleg nálgun.“ „Stjórnir taka ekki ákvörðun bara út frá ástandinu í þjóðfélaginu. Menn hafa að lögum skyldu til að uppfylla ákveðnar kröfur þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar og þeir gera það örugglega í þessu tilviki til að hafa af því ávöxtun í þágu lífeyrisþeganna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hér að neðan er hægt að hlusta á umræðuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Sprengisandur Lífeyrissjóðir Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skeptísk á ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Hún segir nálgun ríkisstjórnarinnar valda sér vonbrigðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddu þau um ríkisábyrgð á rekstri Icelandair í þættinum Sprengisandi í morgun. Nálgunin veldur vonbrigðum Formaður Viðreisnar segir nálgun ríkisstjórnarinnar í málinu valda sér vonbrigðum. „Mér finnst bara að ríkisstjórnin eigi eins og aðrar stjórnir í t.d. Danmörku og Svíþjóð að ganga hreint til verks. Ekki alltaf að láta bankana taka þungar og erfiðar ákvarðanir, eins og til að mynda við sjáum í þessu tilfelli í gegnum brúarlánin og núna sölutrygginguna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir siðferðislega rétt að ríkisvaldið beri endanlega ábyrgð en ekki launþegar. „Á endanum finnst mér það heilbrigðara, mér finnst það meira siðferðislega rétt að fyrst að ríkisstjórnin vill fara þessa leið að það sé þá ríkisvaldið sem á endanum ber ábyrgðina en ekki setja hana óbeint á lífeyrisþega framtíðarinnar sem standa hugsanlega frammi fyrir því að skerða þurfi lífeyri,“ sagði Þorgerður Katrín. Óboðleg nálgun „Við erum ekki að segja lífeyrissjóðunum að fjárfesta. Það er að vísu rétt að þeir eru líklegustu fjárfestarnir en ég meina þetta er auðvitað ekki boðleg nálgun sem Þorgerður kemur hér með að segja að ef lífeyrissjóðir fjárfesta í Icelandair sé verið að gera ráð fyrir að þá verði það á kostnað lífeyrisþega framtíðarinnar. Þetta er ekki boðleg nálgun.“ „Stjórnir taka ekki ákvörðun bara út frá ástandinu í þjóðfélaginu. Menn hafa að lögum skyldu til að uppfylla ákveðnar kröfur þegar teknar eru ákvarðanir um fjárfestingar og þeir gera það örugglega í þessu tilviki til að hafa af því ávöxtun í þágu lífeyrisþeganna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hér að neðan er hægt að hlusta á umræðuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Sprengisandur Lífeyrissjóðir Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira