Íslenski boltinn

Þróttur upp úr fallsæti á kostnað Leiknis F.

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dion Acoff (t.v.) skoraði fyrir Þrótt R. í dag.
Dion Acoff (t.v.) skoraði fyrir Þrótt R. í dag. vísir/stefán

Tveimur leikjum af þeim fjórum sem fara fram í Lengjudeild karla í dag er nú lokið. Þróttur Reykjavík vann Vestra 2-1 og komst þar með upp fyrir Leikni Fáskrúðsfjörð sem tapaði 3-1 gegn Aftureldingu.

Segja má að erlendu leikmenn Þróttar R. og Vestra hafi verið í aðalhlutverum í Laugardalnum í dag. Dion Acoff kom Þrótti yfir strax á 7. mínútu. Aðeins þrettán mínútum síðar tvöfaldaði Esau Rojo Martinez forystu heimamanna með marki af vítapunktinum. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún þangað til á 64. mínútu þegar Nacho Gil minnkaði muninn fyrir gestina.

Fleiri urðu mörkin ekki og Þróttur vann þar með leikinn 2-1. Undir lok leiks lék Friðrik Þórir Hjaltason reka sig út af í liði Vestra er hann fékk sitt annað gula spjald. Sigurinn lyftir Þrótti upp úr fallsæti þar sem Leiknir F. tapaði á heimavelli fyrir Aftureldingu.

Leiknir F. komst yfir á þriðju mínútu leiksins þökk sé marki Izaro Abella Sanchez. Mosfellingar jöfnuðu metin á 40. mínútu þegar Kári Steinn Hlífarson kom knettinum yfir línuna. Staðan 1-1 í hálfleik.

Í þeim síðari kom Endika Galarza Goikoetxea Aftureldingu yfir og skömmu síðar tryggði Kári Steinn sigurinn. Lokatölur 3-1 og Afturelding þar með komið með 15 stig. Leiknir F. fer hins vegar í fallsæti þar sem liðið er með lakari markatölu en Þróttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×