Tyrklandsheimsókn og ásýnd Mannréttindadómstólsins Skúli Magnússon skrifar 6. september 2020 16:29 Fyrir valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 hafði ýmislegt gengið á í tyrkneska dómskerfinu og óhætt er að segja að tyrknesk stjórnvöld, undir forsæti Erdogans, höfðu þá þegar kyrfilega vikið frá einhvers konar braut hægfara umbóta. Eftir valdaránstilraunina keyrði þó um þverbak og stjórnvöld stóðu fyrir víðtækum hreinsunum í her og stjórnkerfi, svo og dómskerfi landsins. Dómarar, svo þúsundum skiptir, voru reknir úr embætti, eignir þeirra frystar og nýir dómarar, hliðhollir stjórnvöldum, skipaðir í þeirra stað. Stjórnin lét sér þó ekki nægja að svipta dómarana embætti heldur voru um tvö þúsund dómarar og saksóknarar handteknir og hafðir í gæsluvarðhaldi, oft við óviðunandi aðstæður, svo mánuðum og árum skipti. Tyrkneska dómarafélagið, YARSAV, systurfélag Dómarafélags Íslands í alþjóðasamtökum dómara, sem leyft hafði sér að gagnrýna stjórnvöld var skilgreint sem hryðjuverkasamtök, en nýtt dómarafélag, hliðhollt stjórnvöldum, stofnað þess í stað. Formaður YARSAV, Murat Arslan, var meðal þeirra sem var handtekinn og loks dæmdur í 10 ára fangelsi í janúar 2019. Alls er Erdogan-stjórnin talin hafa skipt út helmingi allra tyrkneskra dómara eftir 2016 eða um 10.000 dómurum. Hver og einn getur svarað því hversu trúverðugt það er að ræða um sjálfstæða dómstóla í Tyrklandi eftir þessa atburði. Það er við þessar aðstæður sem nýlega kjörinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, Róbert R. Spanó, heimsækir Tyrkland, í boði dómsmálaráðherra landsins, ræðir þar við forsetann sem ber ábyrgð á hinum víðtæku hreinsunum, tekur við heiðursdoktorsnafnbót og heimsækir jafnvel dómaraskóla landsins þar sem hann talar um hina ágætu samvinnu Mannréttindadómstólsins og æðstu dómstóla Tyrklands! Íslenskir dómarar, sem margir hafa styrkt tyrknesk starfssystkini sín með táknrænum framlögum, hafa e.t.v. beðið eftir því að Róbert myndi í heimsókninni með afgerandi hætti víkja að málefnum þeirra dómara sem hafa orðið fórnarlömb hreinsanna stjórnvalda, jafnvel hitta einhverja þessara dómara eða aðstandendur þeirra. Að mínu mati hefði slíkur fundur t.d. verið ágætis mótvægi við heimsókn Róberts í dómaraskólann í Istanbúl. Í þessu sambandi var stutt og almenn umfjöllun Róberts í dómaraskólanum, um reglur Mannréttindasáttmálans gagnvart dómurum í haldi, býsna létt á metunum. Óhætt er að segja að heimsókn Róberts hafi því fyrst og fremst haft á sér það yfirbragð að “styrkja áralöng tengsl Mannréttindadómstólsins og Tyrklands”, svo vitnað sé til einnar fyrirsagnar um heimsóknina, líkt og lítið hafi í skorist. Það er því skiljanlegt að ýmsir upplifi framgöngu dómsforsetans ekki sem hlutlausa heldur þvert á móti sem ákveðna pólitíska blessun á ríkjandi ástandi. Hvað sem líður spurningum um hæfi Róberts sem dómara í málum Tyrklands fyrir Mannréttindadómstólnum á næstu misserum verður þetta að teljast óheppilegt fyrir ímynd og trúverðugleika dómstólsins. Vafalaust réttlætir Róbert og bakland hans hjá Mannréttindadómstólnum heimsóknina með því að mikilvægt sé að eiga samskipti við tyrknesk stjórnvöld og koma þar á framfæri skilaboðum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis. Þótt taka megi undir nauðsyn þess að halda áfram samskiptum við Tyrkland og styðja eftir föngum við úrbætur, eru diplomatískar heimsóknir í slíkum tilgangi auðvitað ekki hlutverk Mannréttindadómstólsins eða forseta hans heldur er þeim ætlað að leysa úr dómsmálum (sem nóg er af í Strassborg, ekki síst frá Tyrklandi). Þess utan er Mannréttindadómstólnum ekki aðeins ætlað að eiga samskipti við ríki og ríkisstjórnir heldur einnig fólkið sem nýtur réttinda samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og leitar til dómstólsins í trausti þess að hann sé óvilhallur og sjálfstæður gagnvart stjórnvöldum ríkjanna. Auðvitað má segja að hinum unga dómsforseta sé vorkunn að því leyti að heimsókn hans til Tyrklands hlaut óhjákvæmilega að vekja gagnrýni, hvernig svo sem hann hefði haldið á málum. En einmitt í því ljósi hlýtur að vera spurt hvort forseti Mannréttindadómstólsins hefði, a.m.k. við núverandi aðstæður í Tyrklandi, ekki einfaldlega betur heima setið en af stað farið. Höfundur er héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 hafði ýmislegt gengið á í tyrkneska dómskerfinu og óhætt er að segja að tyrknesk stjórnvöld, undir forsæti Erdogans, höfðu þá þegar kyrfilega vikið frá einhvers konar braut hægfara umbóta. Eftir valdaránstilraunina keyrði þó um þverbak og stjórnvöld stóðu fyrir víðtækum hreinsunum í her og stjórnkerfi, svo og dómskerfi landsins. Dómarar, svo þúsundum skiptir, voru reknir úr embætti, eignir þeirra frystar og nýir dómarar, hliðhollir stjórnvöldum, skipaðir í þeirra stað. Stjórnin lét sér þó ekki nægja að svipta dómarana embætti heldur voru um tvö þúsund dómarar og saksóknarar handteknir og hafðir í gæsluvarðhaldi, oft við óviðunandi aðstæður, svo mánuðum og árum skipti. Tyrkneska dómarafélagið, YARSAV, systurfélag Dómarafélags Íslands í alþjóðasamtökum dómara, sem leyft hafði sér að gagnrýna stjórnvöld var skilgreint sem hryðjuverkasamtök, en nýtt dómarafélag, hliðhollt stjórnvöldum, stofnað þess í stað. Formaður YARSAV, Murat Arslan, var meðal þeirra sem var handtekinn og loks dæmdur í 10 ára fangelsi í janúar 2019. Alls er Erdogan-stjórnin talin hafa skipt út helmingi allra tyrkneskra dómara eftir 2016 eða um 10.000 dómurum. Hver og einn getur svarað því hversu trúverðugt það er að ræða um sjálfstæða dómstóla í Tyrklandi eftir þessa atburði. Það er við þessar aðstæður sem nýlega kjörinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, Róbert R. Spanó, heimsækir Tyrkland, í boði dómsmálaráðherra landsins, ræðir þar við forsetann sem ber ábyrgð á hinum víðtæku hreinsunum, tekur við heiðursdoktorsnafnbót og heimsækir jafnvel dómaraskóla landsins þar sem hann talar um hina ágætu samvinnu Mannréttindadómstólsins og æðstu dómstóla Tyrklands! Íslenskir dómarar, sem margir hafa styrkt tyrknesk starfssystkini sín með táknrænum framlögum, hafa e.t.v. beðið eftir því að Róbert myndi í heimsókninni með afgerandi hætti víkja að málefnum þeirra dómara sem hafa orðið fórnarlömb hreinsanna stjórnvalda, jafnvel hitta einhverja þessara dómara eða aðstandendur þeirra. Að mínu mati hefði slíkur fundur t.d. verið ágætis mótvægi við heimsókn Róberts í dómaraskólann í Istanbúl. Í þessu sambandi var stutt og almenn umfjöllun Róberts í dómaraskólanum, um reglur Mannréttindasáttmálans gagnvart dómurum í haldi, býsna létt á metunum. Óhætt er að segja að heimsókn Róberts hafi því fyrst og fremst haft á sér það yfirbragð að “styrkja áralöng tengsl Mannréttindadómstólsins og Tyrklands”, svo vitnað sé til einnar fyrirsagnar um heimsóknina, líkt og lítið hafi í skorist. Það er því skiljanlegt að ýmsir upplifi framgöngu dómsforsetans ekki sem hlutlausa heldur þvert á móti sem ákveðna pólitíska blessun á ríkjandi ástandi. Hvað sem líður spurningum um hæfi Róberts sem dómara í málum Tyrklands fyrir Mannréttindadómstólnum á næstu misserum verður þetta að teljast óheppilegt fyrir ímynd og trúverðugleika dómstólsins. Vafalaust réttlætir Róbert og bakland hans hjá Mannréttindadómstólnum heimsóknina með því að mikilvægt sé að eiga samskipti við tyrknesk stjórnvöld og koma þar á framfæri skilaboðum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis. Þótt taka megi undir nauðsyn þess að halda áfram samskiptum við Tyrkland og styðja eftir föngum við úrbætur, eru diplomatískar heimsóknir í slíkum tilgangi auðvitað ekki hlutverk Mannréttindadómstólsins eða forseta hans heldur er þeim ætlað að leysa úr dómsmálum (sem nóg er af í Strassborg, ekki síst frá Tyrklandi). Þess utan er Mannréttindadómstólnum ekki aðeins ætlað að eiga samskipti við ríki og ríkisstjórnir heldur einnig fólkið sem nýtur réttinda samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og leitar til dómstólsins í trausti þess að hann sé óvilhallur og sjálfstæður gagnvart stjórnvöldum ríkjanna. Auðvitað má segja að hinum unga dómsforseta sé vorkunn að því leyti að heimsókn hans til Tyrklands hlaut óhjákvæmilega að vekja gagnrýni, hvernig svo sem hann hefði haldið á málum. En einmitt í því ljósi hlýtur að vera spurt hvort forseti Mannréttindadómstólsins hefði, a.m.k. við núverandi aðstæður í Tyrklandi, ekki einfaldlega betur heima setið en af stað farið. Höfundur er héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun