Handbolti

Hildur Þorgeirs: Rut er leikmaður á öðru gæðastigi

Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar
Hildur var tekin föstum tökum í leiknum í dag.
Hildur var tekin föstum tökum í leiknum í dag. Vísir/HAG

Fram tapaði nokkuð óvænt fyrir KA/Þór í Meistarakeppni HSÍ í dag. Lauk leiknum með sjö marka sigri Akureyringa, lokatölur 30-23. Hildur Þorgeirsdóttir, leikmaður Fram, hrósaði liði KA/Þór í hástert að leik loknum.

„Við náum ekki upp varnarleiknum okkar sem hefur alltaf verið okkar styrkleiki og þá fáum við ekki hraðaupphlaupin“ sagði Hildur Þorgeirsdóttir, leikmaður Fram.

„Ég verð bara að hrósa KA/Þór, þær voru drullu góðar í dag og áttu þetta skilið“

Hildur segir að ekkert vanmat hafi verið innan Fram enda sé KA/Þór komið með töluvert sterkara lið núna en þegar liðin mættust í bikarúrslitunum í mars. Hildur segir að Rut Jónsdóttir sé leikbreytirinn í þessu liði

„Alls ekki vanmat, við ætluðum okkur að taka þennan titil. Þær eru nátturlega komnar með gríðalega sterkt lið. Ég verð líka bara að hrósa Rut, hún er leikmaður á öðru gæðastigi. Það sést, ekki bara á mörkunum, líka færunum sem hún býr til fyrir aðra, það er eftirsóknarvert.“

„Hennar atvinnumannaferill segir það líka hversu góð hún er, mér finnst hún ekki alltaf fá það hrós sem hún á skilið. Hún er bara gríðalega góður leikmaður.“

Fram er spáð efsta sætinu í Olís deildinni í vetur, Hildur segir það alveg raunhæft en liðið saknar að sjálfsöðgu Karenar Knútsdóttur og Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur.

„Það má vænta þess sama af okkur og síðustu ár, við ætlum að vera á toppnum. Við höfum styrkt okkur en ég ætla ekki að ljúga neinu, við söknum þeirra gríðalega. Þær sitja uppí stúku núna en ég hefði vilja hafa þær inná vellinum“ sagði Hildur að lokum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×