Költhetja Lakers gæti reynst lykillinn að velgengni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2020 22:45 Eitt af skemmtilegri atvikum tímabilsins var þegar allt Lakers-liðið stökk upp með Caruso þegar hann tróð í leik gegn New York Knicks. Jayne Kamin-Oncea/USA Today Sports LeBron James, Anthony Davis, Kyle Kuzma, Dwight Howard, JaVale McGee, Danny Green og meira að segja Rajon Rondo eru allt nöfn sem flestir aðdáendur NBA-deildarinnar í körfubolta kannast við. Alex Caruso er ekki eitt af þeim nöfnum, eða hann var það allavega ekki. Eftir frábærar frammistöður á tímabilinu hefur það breyst og nú er hann meðal vinsælustu leikmanna Lakers-liðsins. Hann hefur unnið hug og hjörtu stuðningsfólks liðsins og því ákvað enski miðillinn The Guardian að fjalla um þessa költhetju Los Angeles. Caruso er ekki eins og hinn hefðbundni NBA-leikmaður. Við fyrstu sýn virðist hann frekar eiga heima bakvið skrifborð á skrifstofu liðsins eða sem endurskoðandi. Þessi 26 ára leikmaður hefur hins vegar komið öllum á óvart undanfarna mánuði. Playoff mode activated Link in bio to stock up on your playoff gear with an extra 10% off of The Carushow for the next 24 hours. #Lakeshow pic.twitter.com/nsVkryXHev— Alex Caruso (@ACFresh21) August 18, 2020 Eftir fínan feril sem háskólaleikmaður fyrir Texas A&U háskólann. Hann æfði með nokkrum liðum fyrir nýliðavalið í NBA-deildinni sumarið 2016 en var á endanum ekki valinn. Honum var á endanum boðið að æfa með Oklahoma City Blue í G-deildinni. Er sú deild hálfgerð varaliðsdeild NBA-liðanna og Oklahoma City Blue er B-lið Oklahoma City Thunder. Þrátt fyrir að allir samherjar hans væru handvissir um að hann væri klár í NBA-deildina þá fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá OKB. Sumarið 2017 var hann hins vegar valinn af Los Angeles Lakers til að vera varamaður Lonzo Ball í sumardeild NBA. Á endanum samdi hann við Lakers þannig að hann myndi spila með South Bay, G-deildarliði Lakers, en gæti einnig verið kallaður upp í aðalliðið. Rúmum tveimur árum síðar er Caruso – sem er oft kallaður „Carushow“ – einn vinsælasti leikmaður stórliðs Los Angeles Lakers sem inniheldur tvær af skærustu stjörnum deildarinnar í LeBron James og Anthony Davis. https://t.co/HXtb5sR0aE— Alex Caruso (@ACFresh21) August 4, 2020 Caruso tengir lítið við glamúrlífstíl margra NBA-leikmanna og nýtir hann frítíma sinn í að horfa á The Office, spila tölvuleiki og fylgjast með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City. Caruso hefur spilað stóra rullu hjá Lakers í vetur og telja margir að hann eigi að fá allar þær mínútur sem Frank Vogel – þjálfari liðsins – er að gefa Rajon Rondo. Rondo hefur verið meiddur í upphafi úrslitakeppninnar en spilaði alls 25 mínútur í 15 stiga tapinu gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Á þessum 25 mínútum skoraði Rondo átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Meðvirknin kringum þennan mann er hrikaleg. https://t.co/JzHGT0oWJ0— Hrafn Kristjánsson* (@ravenk72) September 5, 2020 Caruso spilaði aðeins 16 mínútur í leiknum. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Það er því ljóst að ef Vogel vill ekki lenda 2-0 undir gegn Houston í nótt þá þarf hann að spila renglulega stráknum frá Texas meira en hann gerði í síðasta leik. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
LeBron James, Anthony Davis, Kyle Kuzma, Dwight Howard, JaVale McGee, Danny Green og meira að segja Rajon Rondo eru allt nöfn sem flestir aðdáendur NBA-deildarinnar í körfubolta kannast við. Alex Caruso er ekki eitt af þeim nöfnum, eða hann var það allavega ekki. Eftir frábærar frammistöður á tímabilinu hefur það breyst og nú er hann meðal vinsælustu leikmanna Lakers-liðsins. Hann hefur unnið hug og hjörtu stuðningsfólks liðsins og því ákvað enski miðillinn The Guardian að fjalla um þessa költhetju Los Angeles. Caruso er ekki eins og hinn hefðbundni NBA-leikmaður. Við fyrstu sýn virðist hann frekar eiga heima bakvið skrifborð á skrifstofu liðsins eða sem endurskoðandi. Þessi 26 ára leikmaður hefur hins vegar komið öllum á óvart undanfarna mánuði. Playoff mode activated Link in bio to stock up on your playoff gear with an extra 10% off of The Carushow for the next 24 hours. #Lakeshow pic.twitter.com/nsVkryXHev— Alex Caruso (@ACFresh21) August 18, 2020 Eftir fínan feril sem háskólaleikmaður fyrir Texas A&U háskólann. Hann æfði með nokkrum liðum fyrir nýliðavalið í NBA-deildinni sumarið 2016 en var á endanum ekki valinn. Honum var á endanum boðið að æfa með Oklahoma City Blue í G-deildinni. Er sú deild hálfgerð varaliðsdeild NBA-liðanna og Oklahoma City Blue er B-lið Oklahoma City Thunder. Þrátt fyrir að allir samherjar hans væru handvissir um að hann væri klár í NBA-deildina þá fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá OKB. Sumarið 2017 var hann hins vegar valinn af Los Angeles Lakers til að vera varamaður Lonzo Ball í sumardeild NBA. Á endanum samdi hann við Lakers þannig að hann myndi spila með South Bay, G-deildarliði Lakers, en gæti einnig verið kallaður upp í aðalliðið. Rúmum tveimur árum síðar er Caruso – sem er oft kallaður „Carushow“ – einn vinsælasti leikmaður stórliðs Los Angeles Lakers sem inniheldur tvær af skærustu stjörnum deildarinnar í LeBron James og Anthony Davis. https://t.co/HXtb5sR0aE— Alex Caruso (@ACFresh21) August 4, 2020 Caruso tengir lítið við glamúrlífstíl margra NBA-leikmanna og nýtir hann frítíma sinn í að horfa á The Office, spila tölvuleiki og fylgjast með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City. Caruso hefur spilað stóra rullu hjá Lakers í vetur og telja margir að hann eigi að fá allar þær mínútur sem Frank Vogel – þjálfari liðsins – er að gefa Rajon Rondo. Rondo hefur verið meiddur í upphafi úrslitakeppninnar en spilaði alls 25 mínútur í 15 stiga tapinu gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Á þessum 25 mínútum skoraði Rondo átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Meðvirknin kringum þennan mann er hrikaleg. https://t.co/JzHGT0oWJ0— Hrafn Kristjánsson* (@ravenk72) September 5, 2020 Caruso spilaði aðeins 16 mínútur í leiknum. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Það er því ljóst að ef Vogel vill ekki lenda 2-0 undir gegn Houston í nótt þá þarf hann að spila renglulega stráknum frá Texas meira en hann gerði í síðasta leik.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira