Handbolti

Kristinn Guð­munds: Staðan á liðinu fyrir mót er ágæt í dag

Kristín Björg Ingimarsdóttir skrifar
Kristinn var sáttur  með sigurinn í kvöld.
Kristinn var sáttur  með sigurinn í kvöld. Vísir/Bára

Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigur sinna manna á Val er liðin mættust í Meistarakeppni HSÍ að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 26-24 ÍBV í vil.„Ég er bara sáttur, mjög sáttur. 

Það er ýmislegt sem við vorum að vonast eftir að sjá í dag sem við sáum, þannig ég er sáttur,“ sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV sáttur eftir leik.

Gabríel Martinez Róbertsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. „Við höldum að hann sé ekki brotinn eða neitt svoleiðis, hann var ekki klár í að halda áfram í þessum leik en Svanur leysti stöðuna hans vel.“

Það mátti sjá nýja leikmenn spila fyrir ÍBV í kvöld en einnig hafa þeir misst menn úr hópnum. Ásgeir Snær Vignisson kom til ÍBV frá Val í vor og spilaði vel í dag.

„Við missum Elliða bara korter í mót. Við vorum farnir að huga að því að hafa einhvern á móti honum í þessari stöðu, fyrir framan í vörninni og við höfum eytt tíma í að æfa þetta og Ásgeir leysti stöðuna hans frábærlega í dag.“ 

„Vörnin leit í rauninni bara vel út mesta partinn af leiknum á móti frábærum leikmönnum Vals og við þurfum að halda áfram að byggja ofan á það.“

ÍBV voru með yfirhöndina mest allan leikinn.

„Staðan á liðinu fyrir mót er ágæt í dag allavegana. Við erum eins og öll önnur lið að vera sem mest klárir þegar tímabilið byrjar á fimmtudaginn, það er ÍR úti og við vitum ekkert hverju við eigum von á þar. Við þurfum að vera einbeittir á það sem við erum að gera og reyna vera sem mest tilbúnir,“ sagði Kristinn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×