Handbolti

Aðstoðarþjálfarinn sáttur með riðil Íslands á HM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gunnar Magnússon er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.
Gunnar Magnússon er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Mynd/Stöð 2

Ísland leikur í F-riðli á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi í janúar á næsta ári. Marakkó, Portúgal og Alsír eru einnig í riðlinum. Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, er nokkuð sáttur með dráttinn.

„Við erum mjög sáttir með þennan riðil. Við rennum aðeins blint í sjóinn með þessi lið frá Afríku en það er ljóst að það voru þarna aðrir riðlar sem eru mun sterkari,“ sagði Gunnar er hann ræddi við Guðjón Guðmundsson – Gaupa – í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Spjall þeirra má sjá í spilaranum hér að neðan.

„Það er ljóst að við erum að fara keppa þrjá hörkuleiki við Portúgal. Það verður smá skák að spila við þá þrjá erfiða leiki á stuttum tíma,“ en Ísland mætir einnig Portúgal í janúar í tveimur leikjum í undankeppni EM.

Þrjú efstu liðin fara áfram í milliriðil.

„Þar fáum við sterkar þjóðir. Þegar komið er lengra í keppnina eru þessir milliriðlar yfirleitt mjög erfiðir,“ sagði Gunnar að lokum.

Klippa: Aðstoðarþjálfarinn sáttur með dráttinn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×