Róbert segist ekki ætla að tjá sig frekar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2020 22:52 Róbert Spanó og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Róbert Spanó forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segist ekki ætla að tjá sig frekar um heimsókn sína til Tyrklands. Róbert hefur verið gagnrýndur harðlega úr ýmsum áttum vegna heimsóknarinnar í vikunni. Heimsókn Róberts til Tyrklands var í boði dómsmálaráðuneytis landsins. Hann heimsótti þar m.a. dómaraskólann í Ankara og hitti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í forsetahöllinni. Þá þáði Róbert heiðursnafnbót við Háskólann í Istanbúl, sem margir hafa tekið sérstaklega fyrir í gagnrýni sinni. Þannig tók Kenneth Roth framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch það sérstaklega fram í Twitter-færslu í morgun að Róbert hefði þegið nafnbót við „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“. Það grafi undan boðskap Róberts til Erdogan um að virða lög og reglu. The head of the European Court of Human Rights, Robert Spano, accepts an honorary degree from a Turkish university that unlawfully dismissed scores of academics, undercutting his message to Pres Erdogan to respect the rule of law. https://t.co/ncSGvwT4ZF pic.twitter.com/2FaI1PSwhh— Kenneth Roth (@KenRoth) September 6, 2020 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Róberti vegna gagnrýninnar sem fjölmiðlar hafa tekið til umfjöllunar í dag. Róbert kveðst ekki munu tjá sig frekar um málið en vísar í ummæli sem höfð voru eftir honum í Fréttablaðinu á föstudag. Þar segir Róbert að sterk rök hafi verið bæði með og á móti því að hafna heiðursnafnbótinni vegna ástandsins í Tyrklandi í ljósi þess að eftir valdaránstilraunina 2016 hafi tugir þúsunda dómara, lögmanna, blaðamanna, kennara og aðrir verið dæmdir í fangelsi eða vikið úr störfum sínum. „Að hafna þessu hefði líka verið gagnrýnt harðlega í hina áttina og stjórnvöld sakað dómstólinn um að vera pólitískan,“ er haft eftir Róberti í Fréttablaðinu. Þá hafi forverar hans í embætti forseta Mannréttindadómstólsins nýlega þegið sambærilega titla frá ríkjum á borð við Armeníu, Póllandi og Tékklandi. Í þeim tilvikum hafi ekki verið litið svo á að forsetarnir tækju efnislega afstöðu. Mannréttindi Tyrkland Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48 Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Róbert Spanó, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. 6. september 2020 10:18 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Róbert Spanó forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segist ekki ætla að tjá sig frekar um heimsókn sína til Tyrklands. Róbert hefur verið gagnrýndur harðlega úr ýmsum áttum vegna heimsóknarinnar í vikunni. Heimsókn Róberts til Tyrklands var í boði dómsmálaráðuneytis landsins. Hann heimsótti þar m.a. dómaraskólann í Ankara og hitti Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í forsetahöllinni. Þá þáði Róbert heiðursnafnbót við Háskólann í Istanbúl, sem margir hafa tekið sérstaklega fyrir í gagnrýni sinni. Þannig tók Kenneth Roth framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch það sérstaklega fram í Twitter-færslu í morgun að Róbert hefði þegið nafnbót við „háskóla sem rak fjölda fræðimanna úr starfi á ólöglegan hátt“. Það grafi undan boðskap Róberts til Erdogan um að virða lög og reglu. The head of the European Court of Human Rights, Robert Spano, accepts an honorary degree from a Turkish university that unlawfully dismissed scores of academics, undercutting his message to Pres Erdogan to respect the rule of law. https://t.co/ncSGvwT4ZF pic.twitter.com/2FaI1PSwhh— Kenneth Roth (@KenRoth) September 6, 2020 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Róberti vegna gagnrýninnar sem fjölmiðlar hafa tekið til umfjöllunar í dag. Róbert kveðst ekki munu tjá sig frekar um málið en vísar í ummæli sem höfð voru eftir honum í Fréttablaðinu á föstudag. Þar segir Róbert að sterk rök hafi verið bæði með og á móti því að hafna heiðursnafnbótinni vegna ástandsins í Tyrklandi í ljósi þess að eftir valdaránstilraunina 2016 hafi tugir þúsunda dómara, lögmanna, blaðamanna, kennara og aðrir verið dæmdir í fangelsi eða vikið úr störfum sínum. „Að hafna þessu hefði líka verið gagnrýnt harðlega í hina áttina og stjórnvöld sakað dómstólinn um að vera pólitískan,“ er haft eftir Róberti í Fréttablaðinu. Þá hafi forverar hans í embætti forseta Mannréttindadómstólsins nýlega þegið sambærilega titla frá ríkjum á borð við Armeníu, Póllandi og Tékklandi. Í þeim tilvikum hafi ekki verið litið svo á að forsetarnir tækju efnislega afstöðu.
Mannréttindi Tyrkland Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48 Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Róbert Spanó, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. 6. september 2020 10:18 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Gagnrýni rignir yfir Róbert Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni. 6. september 2020 17:48
Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó Róbert Spanó, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið. 6. september 2020 10:18