Fluttu fótboltaleik á milli bæjarfélaga í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 08:30 Það voru stórir pollar á Grýluvelli í Hveragerði í gær. Hér sjást Hamarstelpurnar bregða aðeins á leik eftir að leikurinn var stöðvaður en þær settu smá myndbrot inn á Instagram síðu sína. Mynd/Instagram Það var mikill rigning á suðvesturhorni landsins í gær og það hafði mikil áhrif á einn fótboltaleik sem endaði með því að fara á mikið flakk. Stelpurnar í sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar voru komnar til Hveragerðis í gær til að spila á móti Hamar í 2. deild kvenna. Að baki var langt ferðalag að austan og ekki vinsælt ef þyrfti að fresta leiknum. Rigning sá hins vegar til þess að vallaraðstæður voru langt frá því að vera ákjósanlegar. Fljótlega kom í ljós að það var ekki hægt að spila á vellinum. Leikurinn hófst klukkan 15.00 en dómari þurfti að hætta leik á átjándu mínútu þar sem Grýluvöllur í Hveragerði var algjörlega vatnsósa. Þrír leikmenn úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar léku sér aðeins í pollunum á vellinum eftir að það var búið að stoppa leik.Mynd/Instagram Var þá ákveðið að flytja leikinn inn í fótboltahöll. Sú fótboltahöll var Kórinn í Kópavogi sem var í 41 kílómetra fjarlægð frá Grýluvellinum í Hveragerði. Það mátti fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum félaganna en bæði liðin voru lausnamiðuð þegar kom að því að leita leiða til að hægt væri að klára þennan leik. Hér til vinstri má meðal annars sjá stelpur úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar fíflast aðeins í pollunum á vellinum. Allir leikmenn, starfsmenn og dómarar leiksins drifu sig upp í bíl og keyrðu alla þessa leik og leikurinn var flautaður aftur á skömmu fyrir sex. Þegar honum lauk loksins voru liðnir fimm klukkutímar síðan dómarinn flautaði hann á. Lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar var komið í 1-0 þegar gera þurftu hlé á leiknum og vann hann að lokum 4-0. Bílferðin fór greinilega betur í stelpurnar að austan því þær komust í 3-0 fljótlega eftir að leikurinn var flautaður aftur á í Kórnum. Fjarðab/Höttur/Leiknir er í harðri baráttu um sæti í Lengjudeildinni og liðið vann þarna mikilvægan sigur. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði mark liðsins á vellinum í Hveragerði strax á fimmtu mínútu en mörkin í Kórnum skoruðu þær Hafdís Ágústsdóttir, Halla Marinósdóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir. Íslenski boltinn Hveragerði Kópavogur Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
Það var mikill rigning á suðvesturhorni landsins í gær og það hafði mikil áhrif á einn fótboltaleik sem endaði með því að fara á mikið flakk. Stelpurnar í sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar voru komnar til Hveragerðis í gær til að spila á móti Hamar í 2. deild kvenna. Að baki var langt ferðalag að austan og ekki vinsælt ef þyrfti að fresta leiknum. Rigning sá hins vegar til þess að vallaraðstæður voru langt frá því að vera ákjósanlegar. Fljótlega kom í ljós að það var ekki hægt að spila á vellinum. Leikurinn hófst klukkan 15.00 en dómari þurfti að hætta leik á átjándu mínútu þar sem Grýluvöllur í Hveragerði var algjörlega vatnsósa. Þrír leikmenn úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar léku sér aðeins í pollunum á vellinum eftir að það var búið að stoppa leik.Mynd/Instagram Var þá ákveðið að flytja leikinn inn í fótboltahöll. Sú fótboltahöll var Kórinn í Kópavogi sem var í 41 kílómetra fjarlægð frá Grýluvellinum í Hveragerði. Það mátti fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum félaganna en bæði liðin voru lausnamiðuð þegar kom að því að leita leiða til að hægt væri að klára þennan leik. Hér til vinstri má meðal annars sjá stelpur úr liði Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar fíflast aðeins í pollunum á vellinum. Allir leikmenn, starfsmenn og dómarar leiksins drifu sig upp í bíl og keyrðu alla þessa leik og leikurinn var flautaður aftur á skömmu fyrir sex. Þegar honum lauk loksins voru liðnir fimm klukkutímar síðan dómarinn flautaði hann á. Lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar var komið í 1-0 þegar gera þurftu hlé á leiknum og vann hann að lokum 4-0. Bílferðin fór greinilega betur í stelpurnar að austan því þær komust í 3-0 fljótlega eftir að leikurinn var flautaður aftur á í Kórnum. Fjarðab/Höttur/Leiknir er í harðri baráttu um sæti í Lengjudeildinni og liðið vann þarna mikilvægan sigur. Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði mark liðsins á vellinum í Hveragerði strax á fimmtu mínútu en mörkin í Kórnum skoruðu þær Hafdís Ágústsdóttir, Halla Marinósdóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir.
Íslenski boltinn Hveragerði Kópavogur Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira