„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. september 2020 14:26 Sævar Þór Jónsson er lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélagi Íslands vegna mistaka við greiningu. Vísir/Egill Krabbameinsfélagið stendur við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana líkt og fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands sagði í Kastljósþætti í lok síðustu viku. Krabbameinsfélaginu hefur ekki borist nein gögn frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að félagið hafi farið fram á afhendingu þeirra og gefið til þess frest til hádegis í dag. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. „Ég spyr mig hvar er auðmýktin í þessu máli? Síðustu dagar hafa einkennst af varnarviðbrögðum sem snúast hálfpartinn um að kenna öðrum um. Mér finnst það ekki eiga við og mér finnst það algert ábyrgðarleysi, eins og staðan er í dag, að ætla að skorast undan ábyrgð með því að hóta því að loka leitarstöðinni. Auðvitað er það á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda ef af slíku verður. Mér finnst að menn eigi bara að taka á vandanum og vinna sig úr honum með faglegum hætti en ekki að lýsa því yfir að þeir ætli að gera hitt og þetta ef eitthvað annað gerist ekki. Mér finnst vanta mikla auðmýkt í þetta mál af hálfu Krabbameinsfélagsins núna síðustu daga.“ Sævar segir viðbrögð Krabbameinsfélagsins bæta gráu ofan á svart. Margar konur séu undir miklu álagi vegna málsins, þar á meðal umbjóðandi hans sem er með ólæknandi krabbamein eftir mistök við greiningu. „Það er þyngra en tárum taki að takast á við þetta mál og afleiðingar þess og það bætir ekki úr skák að sá sem á að bera ábyrgðina er að auka á álagið. Og auðvitað er það spurning hvernig konum líður sem þurfa að fá úrlausn sinna mála. Ég get ímyndað mér að þeim líði alveg skelfilega og það er ábyrgðarhluti af hálfu Krabbameinsfélagsins að bregðast við með þeim hætti að það sé verið að auka álag og vanlíðan hjá fólki.“ Sævar kveðst hafa fengið hátt í tuttugu fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna rétt sinn. Í þremur til fimm tilfellum sé Sævar að kanna hvort tilefni sé til að fara með málin lengra. Hafa fjölskyldur kvenna sem hafa fallið frá líka haft samband við þig? „Já, allavega í tveimur til þremur tilvikum.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Krabbameinsfélagið stendur við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana líkt og fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands sagði í Kastljósþætti í lok síðustu viku. Krabbameinsfélaginu hefur ekki borist nein gögn frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að félagið hafi farið fram á afhendingu þeirra og gefið til þess frest til hádegis í dag. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. „Ég spyr mig hvar er auðmýktin í þessu máli? Síðustu dagar hafa einkennst af varnarviðbrögðum sem snúast hálfpartinn um að kenna öðrum um. Mér finnst það ekki eiga við og mér finnst það algert ábyrgðarleysi, eins og staðan er í dag, að ætla að skorast undan ábyrgð með því að hóta því að loka leitarstöðinni. Auðvitað er það á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda ef af slíku verður. Mér finnst að menn eigi bara að taka á vandanum og vinna sig úr honum með faglegum hætti en ekki að lýsa því yfir að þeir ætli að gera hitt og þetta ef eitthvað annað gerist ekki. Mér finnst vanta mikla auðmýkt í þetta mál af hálfu Krabbameinsfélagsins núna síðustu daga.“ Sævar segir viðbrögð Krabbameinsfélagsins bæta gráu ofan á svart. Margar konur séu undir miklu álagi vegna málsins, þar á meðal umbjóðandi hans sem er með ólæknandi krabbamein eftir mistök við greiningu. „Það er þyngra en tárum taki að takast á við þetta mál og afleiðingar þess og það bætir ekki úr skák að sá sem á að bera ábyrgðina er að auka á álagið. Og auðvitað er það spurning hvernig konum líður sem þurfa að fá úrlausn sinna mála. Ég get ímyndað mér að þeim líði alveg skelfilega og það er ábyrgðarhluti af hálfu Krabbameinsfélagsins að bregðast við með þeim hætti að það sé verið að auka álag og vanlíðan hjá fólki.“ Sævar kveðst hafa fengið hátt í tuttugu fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna rétt sinn. Í þremur til fimm tilfellum sé Sævar að kanna hvort tilefni sé til að fara með málin lengra. Hafa fjölskyldur kvenna sem hafa fallið frá líka haft samband við þig? „Já, allavega í tveimur til þremur tilvikum.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24
Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58