„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. september 2020 14:26 Sævar Þór Jónsson er lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélagi Íslands vegna mistaka við greiningu. Vísir/Egill Krabbameinsfélagið stendur við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana líkt og fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands sagði í Kastljósþætti í lok síðustu viku. Krabbameinsfélaginu hefur ekki borist nein gögn frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að félagið hafi farið fram á afhendingu þeirra og gefið til þess frest til hádegis í dag. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. „Ég spyr mig hvar er auðmýktin í þessu máli? Síðustu dagar hafa einkennst af varnarviðbrögðum sem snúast hálfpartinn um að kenna öðrum um. Mér finnst það ekki eiga við og mér finnst það algert ábyrgðarleysi, eins og staðan er í dag, að ætla að skorast undan ábyrgð með því að hóta því að loka leitarstöðinni. Auðvitað er það á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda ef af slíku verður. Mér finnst að menn eigi bara að taka á vandanum og vinna sig úr honum með faglegum hætti en ekki að lýsa því yfir að þeir ætli að gera hitt og þetta ef eitthvað annað gerist ekki. Mér finnst vanta mikla auðmýkt í þetta mál af hálfu Krabbameinsfélagsins núna síðustu daga.“ Sævar segir viðbrögð Krabbameinsfélagsins bæta gráu ofan á svart. Margar konur séu undir miklu álagi vegna málsins, þar á meðal umbjóðandi hans sem er með ólæknandi krabbamein eftir mistök við greiningu. „Það er þyngra en tárum taki að takast á við þetta mál og afleiðingar þess og það bætir ekki úr skák að sá sem á að bera ábyrgðina er að auka á álagið. Og auðvitað er það spurning hvernig konum líður sem þurfa að fá úrlausn sinna mála. Ég get ímyndað mér að þeim líði alveg skelfilega og það er ábyrgðarhluti af hálfu Krabbameinsfélagsins að bregðast við með þeim hætti að það sé verið að auka álag og vanlíðan hjá fólki.“ Sævar kveðst hafa fengið hátt í tuttugu fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna rétt sinn. Í þremur til fimm tilfellum sé Sævar að kanna hvort tilefni sé til að fara með málin lengra. Hafa fjölskyldur kvenna sem hafa fallið frá líka haft samband við þig? „Já, allavega í tveimur til þremur tilvikum.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Krabbameinsfélagið stendur við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana líkt og fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands sagði í Kastljósþætti í lok síðustu viku. Krabbameinsfélaginu hefur ekki borist nein gögn frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að félagið hafi farið fram á afhendingu þeirra og gefið til þess frest til hádegis í dag. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. „Ég spyr mig hvar er auðmýktin í þessu máli? Síðustu dagar hafa einkennst af varnarviðbrögðum sem snúast hálfpartinn um að kenna öðrum um. Mér finnst það ekki eiga við og mér finnst það algert ábyrgðarleysi, eins og staðan er í dag, að ætla að skorast undan ábyrgð með því að hóta því að loka leitarstöðinni. Auðvitað er það á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda ef af slíku verður. Mér finnst að menn eigi bara að taka á vandanum og vinna sig úr honum með faglegum hætti en ekki að lýsa því yfir að þeir ætli að gera hitt og þetta ef eitthvað annað gerist ekki. Mér finnst vanta mikla auðmýkt í þetta mál af hálfu Krabbameinsfélagsins núna síðustu daga.“ Sævar segir viðbrögð Krabbameinsfélagsins bæta gráu ofan á svart. Margar konur séu undir miklu álagi vegna málsins, þar á meðal umbjóðandi hans sem er með ólæknandi krabbamein eftir mistök við greiningu. „Það er þyngra en tárum taki að takast á við þetta mál og afleiðingar þess og það bætir ekki úr skák að sá sem á að bera ábyrgðina er að auka á álagið. Og auðvitað er það spurning hvernig konum líður sem þurfa að fá úrlausn sinna mála. Ég get ímyndað mér að þeim líði alveg skelfilega og það er ábyrgðarhluti af hálfu Krabbameinsfélagsins að bregðast við með þeim hætti að það sé verið að auka álag og vanlíðan hjá fólki.“ Sævar kveðst hafa fengið hátt í tuttugu fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna rétt sinn. Í þremur til fimm tilfellum sé Sævar að kanna hvort tilefni sé til að fara með málin lengra. Hafa fjölskyldur kvenna sem hafa fallið frá líka haft samband við þig? „Já, allavega í tveimur til þremur tilvikum.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24
Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58