Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Jakob Bjarnar skrifar 7. september 2020 15:22 Séra Hildur Björk Hörpudóttir starfar á Biskupsstofu, er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk steig fyrr í dag fram á Facebookhópnum „Hinseginspjallið“, þar sem hinn umdeildi Trans-Jesú hefur verið til umræðu og sýnist sitt hverjum, og útskýrði fyrir meðlimum þar hvað býr að baki hugmyndinni um að stilla Jesú fram með brjóst dansandi undir regnboga. Vísir hefur fjallað um málið en svo virðist sem ekki aðeins séu það ýmsir prestar og kirkjuræknir sem setja spurningarmerki við þessa framsetningu heldur einnig þeir sem þessi auglýsingaherferð á að höfða til. Jesú getur líka verið non-binary og trans „Heil og sæl dásamlega hinseginspjall. Ég viðurkenni fúslega að ég er ein af þeim sem ber ábyrgð á þessu sem prestur og sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar.“ Þannig ávarpar Séra Hildur Björk hópinn en pistill hennar ætti að varpa ljósi á hugmyndafræðina sem að baki býr. „Grunnurinn er að birta mynd af samfélaginu eins og það er – sleppa staðamyndum sem kirkjan hefur mikið keyrt á og hafa verið í forgrunni í efni kirkjunnar. Kristur er allra – ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. Pistill Séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur í heild sinni en hún er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar. Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans. Kristur er fyrst og fremst boðberi kærleika, mannvirðingar, umhverfisvitundar og framtíðar sem við öll þráum og viljum. Þar sem við erum þau sem við erum og njótum virðingar, kærleika og réttlætis.“ Stórt skref fyrir kirkjuna að stíga Séra Hildur Björk segir að þau hjá þjóðkirkjunni séu ekkert endilega að birta einhvern sérstakan Jesú heldur meira Jesú allra; hvar sem við erum stödd í að kljást við lífið og tilveruna þá finnum við okkar Jesú, ef við viljum. „Ég vona svo sannarlega að þetta útskýri máið. Þetta er mikið skref innan kirkjunnar og ekki auðvelt. Ég vona að þið takið frekar undir þá veröld sem við viljum leiða fram í stað þess að finna okkur í andstæðingum. Sem við erum svo sannarlega ekki. Það hefur verið mesta blessun kirkjunnar í lengri tíma að fá að eiga ykkur sem tilheyrið hinsegin samfélaginu sem fyrirmynd að samfélagi þar sem kærleikur mannvirðing, mannréttindi og ástin lifir,“ segir Séra Hildur Björk. Hún segist gera sér grein fyrir því að þetta geti verið viðkvæmt og biðst afsökunar ef einhverjum þyki sem kirkjan hafi farið ógætilega. „Það var alls ekki meiningin. Meiningin er að taka eitt skref í átt að samfélagi þar sem við öll erum eitt.“ Eins og Vísir hefur greint frá er hinn svonefndi Trans-Jesú umdeildur. Ein fjölmargra sem hefur látið málið til sín taka og fordæmt framsetninguna eindregið er Margrét Friðriksdóttir sem meðal annars stýrir Facebookhópnum Stjórnmálaspjallið. Margrét birtir pistil fræðslustjórans á þeim vettvangi, gefur lítið fyrir útskýringarnar og tilkynnir að til standi að boða til mótmæla næstkomandi laugardag fyrir utan biskupsstofu. Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Trúmál Hinsegin Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Sjá meira
Séra Hildur Björk Hörpudóttir starfar á Biskupsstofu, er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk steig fyrr í dag fram á Facebookhópnum „Hinseginspjallið“, þar sem hinn umdeildi Trans-Jesú hefur verið til umræðu og sýnist sitt hverjum, og útskýrði fyrir meðlimum þar hvað býr að baki hugmyndinni um að stilla Jesú fram með brjóst dansandi undir regnboga. Vísir hefur fjallað um málið en svo virðist sem ekki aðeins séu það ýmsir prestar og kirkjuræknir sem setja spurningarmerki við þessa framsetningu heldur einnig þeir sem þessi auglýsingaherferð á að höfða til. Jesú getur líka verið non-binary og trans „Heil og sæl dásamlega hinseginspjall. Ég viðurkenni fúslega að ég er ein af þeim sem ber ábyrgð á þessu sem prestur og sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar.“ Þannig ávarpar Séra Hildur Björk hópinn en pistill hennar ætti að varpa ljósi á hugmyndafræðina sem að baki býr. „Grunnurinn er að birta mynd af samfélaginu eins og það er – sleppa staðamyndum sem kirkjan hefur mikið keyrt á og hafa verið í forgrunni í efni kirkjunnar. Kristur er allra – ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. Pistill Séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur í heild sinni en hún er sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar. Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans. Kristur er fyrst og fremst boðberi kærleika, mannvirðingar, umhverfisvitundar og framtíðar sem við öll þráum og viljum. Þar sem við erum þau sem við erum og njótum virðingar, kærleika og réttlætis.“ Stórt skref fyrir kirkjuna að stíga Séra Hildur Björk segir að þau hjá þjóðkirkjunni séu ekkert endilega að birta einhvern sérstakan Jesú heldur meira Jesú allra; hvar sem við erum stödd í að kljást við lífið og tilveruna þá finnum við okkar Jesú, ef við viljum. „Ég vona svo sannarlega að þetta útskýri máið. Þetta er mikið skref innan kirkjunnar og ekki auðvelt. Ég vona að þið takið frekar undir þá veröld sem við viljum leiða fram í stað þess að finna okkur í andstæðingum. Sem við erum svo sannarlega ekki. Það hefur verið mesta blessun kirkjunnar í lengri tíma að fá að eiga ykkur sem tilheyrið hinsegin samfélaginu sem fyrirmynd að samfélagi þar sem kærleikur mannvirðing, mannréttindi og ástin lifir,“ segir Séra Hildur Björk. Hún segist gera sér grein fyrir því að þetta geti verið viðkvæmt og biðst afsökunar ef einhverjum þyki sem kirkjan hafi farið ógætilega. „Það var alls ekki meiningin. Meiningin er að taka eitt skref í átt að samfélagi þar sem við öll erum eitt.“ Eins og Vísir hefur greint frá er hinn svonefndi Trans-Jesú umdeildur. Ein fjölmargra sem hefur látið málið til sín taka og fordæmt framsetninguna eindregið er Margrét Friðriksdóttir sem meðal annars stýrir Facebookhópnum Stjórnmálaspjallið. Margrét birtir pistil fræðslustjórans á þeim vettvangi, gefur lítið fyrir útskýringarnar og tilkynnir að til standi að boða til mótmæla næstkomandi laugardag fyrir utan biskupsstofu.
Þjóðkirkjan Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Trúmál Hinsegin Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Sjá meira