Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 18:00 Erik Hamrén á blaðamannafundinum í Belgíu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. „Belgar eru efstir á heimslistanum. Við erum númer 39. Ef að við spilum við lið sem er 40 sætum fyrir neðan okkur þá reikna allir með því að við vinnum, svo að ég held að það reikni allir með því að Belgar vinni á morgun,“ segir Hamrén. „Við vitum að ef við stöndum okkur virkilega vel þá eigum við möguleika á að ná góðum úrslitum, en ef við stöndum okkur illa töpum við og gætum tapað mjög illa. Í því felst stóra bilið á milli okkar og Belgíu. En við hlökkum til að spila leikinn, og að mæta Belgíu sem ég tel eitt líklegasta liðið til að vinna EM á næsta ári,“ segir Hamrén. Engir íslenskir fjölmiðlamenn voru á fundinum sem er afar óvenjulegt, nánast fordæmalaust, en þar ráða kvaðir vegna kórónuveirufaraldursins miklu. „Eða er þeim bara sama um íslenska landsliðið?“ spyr belgískur blaðamaður, en Hamrén fullvissar hann um að það sé síður en svo rétt. Ísland og Belgía mættust einnig í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum þar sem Belgar unnu af öryggi í báðum leikjum. „Við erum með frekar breytt lið núna vegna þess að við erum án nokkurra leikmanna, af ólíkum ástæðum. En við áttum mjög góðan leik gegn Englandi, sýndum góða liðsframmistöðu og strákarnir áttu meira skilið en að tapa þeim leik. Mér fannst við líka standa okkur ágætlega gegn Belgum í Þjóðadeildinni síðast, en þeir eru með virkilega gott lið og við töpuðum báðum leikjum, 2-0 hérna og 3-0 á Íslandi. Ég býst við að þeir séu mun sigurstranglegri en ég vona og við ætlum okkur að standa okkur vel eins og gegn Englandi,“ segir Hamrén. Stutt fyrir Ara að fara heim „Þetta er mótsleikur og við reynum alltaf að vinna, jafnvel í vináttulandsleikjum. En við getum alveg verið hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir fyrir okkur þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Við viljum fara á EM og þarna er okkar möguleiki,“ segir Hamrén. Fyrst Ari Freyr Skúlason var á fundinum má fastlega gera ráð fyrir því að hann spili á morgun eftir að hafa verið á varamannabekknum gegn Englandi á laugardaginn. Ari er einmitt leikmaður Oostende í Belgíu og hefur leikið í landinu frá árinu 2016. „Já, það er ekki langt fyrir mig að fara heim,“ segir Ari léttur. „Vonandi eigum við góðan leik gegn liði númer eitt í heiminum. Við vitum hverjir styrkleikar þeir eru en þetta snýst um hvernig við spilum og bregðumst við eftir mjög góða frammistöðu gegn Englandi. Hvernig við byggjum ofan á þetta fyrir komandi leiki,“ segir Ari. Klippa: Hamrén og Ari á blaðamannafundi í Belgíu Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
„Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. „Belgar eru efstir á heimslistanum. Við erum númer 39. Ef að við spilum við lið sem er 40 sætum fyrir neðan okkur þá reikna allir með því að við vinnum, svo að ég held að það reikni allir með því að Belgar vinni á morgun,“ segir Hamrén. „Við vitum að ef við stöndum okkur virkilega vel þá eigum við möguleika á að ná góðum úrslitum, en ef við stöndum okkur illa töpum við og gætum tapað mjög illa. Í því felst stóra bilið á milli okkar og Belgíu. En við hlökkum til að spila leikinn, og að mæta Belgíu sem ég tel eitt líklegasta liðið til að vinna EM á næsta ári,“ segir Hamrén. Engir íslenskir fjölmiðlamenn voru á fundinum sem er afar óvenjulegt, nánast fordæmalaust, en þar ráða kvaðir vegna kórónuveirufaraldursins miklu. „Eða er þeim bara sama um íslenska landsliðið?“ spyr belgískur blaðamaður, en Hamrén fullvissar hann um að það sé síður en svo rétt. Ísland og Belgía mættust einnig í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum þar sem Belgar unnu af öryggi í báðum leikjum. „Við erum með frekar breytt lið núna vegna þess að við erum án nokkurra leikmanna, af ólíkum ástæðum. En við áttum mjög góðan leik gegn Englandi, sýndum góða liðsframmistöðu og strákarnir áttu meira skilið en að tapa þeim leik. Mér fannst við líka standa okkur ágætlega gegn Belgum í Þjóðadeildinni síðast, en þeir eru með virkilega gott lið og við töpuðum báðum leikjum, 2-0 hérna og 3-0 á Íslandi. Ég býst við að þeir séu mun sigurstranglegri en ég vona og við ætlum okkur að standa okkur vel eins og gegn Englandi,“ segir Hamrén. Stutt fyrir Ara að fara heim „Þetta er mótsleikur og við reynum alltaf að vinna, jafnvel í vináttulandsleikjum. En við getum alveg verið hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir fyrir okkur þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Við viljum fara á EM og þarna er okkar möguleiki,“ segir Hamrén. Fyrst Ari Freyr Skúlason var á fundinum má fastlega gera ráð fyrir því að hann spili á morgun eftir að hafa verið á varamannabekknum gegn Englandi á laugardaginn. Ari er einmitt leikmaður Oostende í Belgíu og hefur leikið í landinu frá árinu 2016. „Já, það er ekki langt fyrir mig að fara heim,“ segir Ari léttur. „Vonandi eigum við góðan leik gegn liði númer eitt í heiminum. Við vitum hverjir styrkleikar þeir eru en þetta snýst um hvernig við spilum og bregðumst við eftir mjög góða frammistöðu gegn Englandi. Hvernig við byggjum ofan á þetta fyrir komandi leiki,“ segir Ari. Klippa: Hamrén og Ari á blaðamannafundi í Belgíu
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00
Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14