Krabbameinsfélagið segir óvissunni eytt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2020 21:42 Krabbameinsfélagið segir að með ummælum sínum hafi forstjóri SÍ eytt óvissu um hæfi félagsins til að stunda skimanir. Vísir/Vilhelm María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. Í fréttaflutningi af málinu hefur Tryggvi, sem er krabbameinslæknir og var fulltrúi Sjúkratrygginga í gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins, verið kallaður fulltrúi SÍ. Það segir María ekki standast skoðun. „Þessi aðili er ekki fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands og talar ekki fyrir okkar hönd. Hann tók þátt í ákveðnu sérfræðistarfi sem aðkeyptur ráðgjafi á sínum tíma og okkur var ekki kunnugt um þessa umfjöllun fyrr en við sáum hana á skjánum og þetta var ekki í neinu samráði við okkur.“ Þá segist María ekki hafa séð gögn sem staðið geti undir fullyrðingu Tryggva. Hún segir þá að áfram verði skimað hjá Krabbameinsfélaginu til áramóta. „Við höfum treyst Krabbameinsfélaginu til að annast þessa mikilvægu þjónustu og yfirvöld hafa óskað eftir því að Krabbameinsfélagið geri það áfram til áramóta.“ Vinna áfram með landlækni Í tilkynningu á vef Krabbameinsfélagsins kemur fram að með þessari yfirlýsingu hafi Sjúkratryggingar Íslands eytt óvissu sem ummæli Tryggva Björns ollu. Þá segir að félagið hafi sent SÍ, að ósk síðarnefndu stofnunarinnar, staðfestingu á að starfsemi Leitarstöðvar uppfyllti kröfur varðandi mönnun, vinnuferla, búnað og annað. „Stjórn félagsins fagnar því að ummæli Tryggva Björns Stefánssonar valdi ekki lengur efa um hæfi félagsins til að framkvæma skimanir og í því ljósi heldur starfsemi Leitarstöðvarinnar áfram með óbreyttu sniði. Krabbameinsfélagið vinnur áfram með Embætti landlæknis sem hefur hið alvarlega atvik sem upp kom á Leitarstöð til skoðunar,“ segir einnig í tilkynningunni. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Þórdís Björg Kristinsdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi starfsmaður á frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. 7. september 2020 17:42 Fengu svör frá Sjúkratryggingum en engin gögn Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana. 7. september 2020 13:40 Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt. Í fréttaflutningi af málinu hefur Tryggvi, sem er krabbameinslæknir og var fulltrúi Sjúkratrygginga í gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins, verið kallaður fulltrúi SÍ. Það segir María ekki standast skoðun. „Þessi aðili er ekki fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands og talar ekki fyrir okkar hönd. Hann tók þátt í ákveðnu sérfræðistarfi sem aðkeyptur ráðgjafi á sínum tíma og okkur var ekki kunnugt um þessa umfjöllun fyrr en við sáum hana á skjánum og þetta var ekki í neinu samráði við okkur.“ Þá segist María ekki hafa séð gögn sem staðið geti undir fullyrðingu Tryggva. Hún segir þá að áfram verði skimað hjá Krabbameinsfélaginu til áramóta. „Við höfum treyst Krabbameinsfélaginu til að annast þessa mikilvægu þjónustu og yfirvöld hafa óskað eftir því að Krabbameinsfélagið geri það áfram til áramóta.“ Vinna áfram með landlækni Í tilkynningu á vef Krabbameinsfélagsins kemur fram að með þessari yfirlýsingu hafi Sjúkratryggingar Íslands eytt óvissu sem ummæli Tryggva Björns ollu. Þá segir að félagið hafi sent SÍ, að ósk síðarnefndu stofnunarinnar, staðfestingu á að starfsemi Leitarstöðvar uppfyllti kröfur varðandi mönnun, vinnuferla, búnað og annað. „Stjórn félagsins fagnar því að ummæli Tryggva Björns Stefánssonar valdi ekki lengur efa um hæfi félagsins til að framkvæma skimanir og í því ljósi heldur starfsemi Leitarstöðvarinnar áfram með óbreyttu sniði. Krabbameinsfélagið vinnur áfram með Embætti landlæknis sem hefur hið alvarlega atvik sem upp kom á Leitarstöð til skoðunar,“ segir einnig í tilkynningunni.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Þórdís Björg Kristinsdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi starfsmaður á frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. 7. september 2020 17:42 Fengu svör frá Sjúkratryggingum en engin gögn Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana. 7. september 2020 13:40 Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Þórdís Björg Kristinsdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi starfsmaður á frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. 7. september 2020 17:42
Fengu svör frá Sjúkratryggingum en engin gögn Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana. 7. september 2020 13:40
Munu svara Krabbameinsfélaginu en Landlæknir nú í forgangi Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að nú sé í forgangi að svara óskum Landlæknis um gögn í máli Krabbameinsfélagsins. 6. september 2020 19:46