Telja réttarhöldin vegna Khashoggi ógegnsæ Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 10:43 Jamal Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum en fór til Istanbúl til að sækja sér gögn fyrir brúðkaup sitt. Unnusta hans beið fyrir utan á meðan hann fór inn á ræðisskrifstofu Sáda í borginni en þaðan sneri hann ekki lifandi. Vísir/AP Réttarhöld vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem fóru fram í Sádi-Arabíu skorti gegnsæi og drógu ekki þá seku til ábyrgðar, að mati mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Átta manns voru dæmdir í fangelsi fyrir meinta aðild að morðinu. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið skipun um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Sveit manna sem var send frá Sádi-Arabíu tók á móti honum á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þegar Khashoggi kom að sækja skjöl fyrir brúðkaup sitt í október árið 2018. Talið er að Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofunni og lík hans hlutað niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Enginn sem var grunaður um að skipa fyrir um morðið var dæmdur í málinu í Sádi-Arabíu. Átta ónefndir einstaklingar voru sakfelldir fyrir þátt í því en dauðadómi yfir fimm þeirra var snúið við eftir að einn sona Khashoggi fyrirgaf þeim fyrir hönd fjölskyldunnar. Rupert Colville, talsmaður mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sagði að gegnsæi um málsferðina hefði verið ábótavant, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hvatti hann til þess að þeir seku væru dregnir til ábyrgðar og þeim gerð refsing í hlutfalli við glæpinn. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. 7. september 2020 15:43 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Réttarhöld vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem fóru fram í Sádi-Arabíu skorti gegnsæi og drógu ekki þá seku til ábyrgðar, að mati mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Átta manns voru dæmdir í fangelsi fyrir meinta aðild að morðinu. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið skipun um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Sveit manna sem var send frá Sádi-Arabíu tók á móti honum á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þegar Khashoggi kom að sækja skjöl fyrir brúðkaup sitt í október árið 2018. Talið er að Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofunni og lík hans hlutað niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Enginn sem var grunaður um að skipa fyrir um morðið var dæmdur í málinu í Sádi-Arabíu. Átta ónefndir einstaklingar voru sakfelldir fyrir þátt í því en dauðadómi yfir fimm þeirra var snúið við eftir að einn sona Khashoggi fyrirgaf þeim fyrir hönd fjölskyldunnar. Rupert Colville, talsmaður mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sagði að gegnsæi um málsferðina hefði verið ábótavant, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hvatti hann til þess að þeir seku væru dregnir til ábyrgðar og þeim gerð refsing í hlutfalli við glæpinn.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. 7. september 2020 15:43 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið. 7. september 2020 15:43