Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 16:00 Belgar fagna öðru marka sinna á móti Dönum á laugardaginn. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Belgar eiga besta landslið heims samkvæmt styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og það er erfitt að fella þá af stalli á meðan þeir vinna alla sína leiki. Íslensku landsliðsstrákarnir fá það krefjandi verkefni að reyna að stöðva sigurgöngu Belgana í kvöld og það á þeirra eigin heimavelli og með hálfgert b-landsliðs því það vantar svo marga lykilmenn. Það er athyglisvert að skoða aðeins betur þetta magnaða gengi belgíska landsliðsins.Belgar töpuðu síðast 18. nóvember 2011 þegar þeir reyndar steinlágu 5-2 á móti Sviss í hreinum úrslitaleik um sigur í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Belgar komust reyndar í 2-0 á fyrstu sautján mínútunum með tveimur mörkum frá Thorgan Hazard en Svisslendingar voru komnir yfir, í 3-2, 27 mínútum síðar og unnu að lokum 5-2 sigur.Síðan þá hefur belgíska landsliðið ekki stigið feilspor á 660 dögum. Tæpir tuttugu og tveir mánuðir í röð án þess að tapa stigi í landsleik. Belgar hafa líka skorað þrjú mörk eða fleiri í átta af þessum ellefu leikjum og er með 3,8 mörk að meðaltali í leik. Markatalan er 42-3. Toby Alderweireld er sá einu sem hefur spilað alla þessa ellefu sigurleiki en Dries Mertens og Youri Tielemans hafa báðir verið í öllum nema einum. Romelu Lukaku hefur skorað mest í sigurgöngunni eða sjö mörk í sex leikjum en Eden Hazard er með fimm mörk í átta leikjum. Roberto Martínez hefur alls stýrt Belgum í 44 landsleikjum, 35 þeirra hafa unnist og aðeins þrisvar hafa Belgar tapað landsleik undir hans stjórn. Tapleikirnir eru fyrsti leikurinn á móti Spáni 1. september 2016, undanúrslitaleikur HM 2018 á móti verðandi heismmeisturum Frakka og loks Þjóðadeildarleikurinn á móti Sviss. Leikurinn Belgíu og Íslands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 18.00. Þjóðadeild UEFA Belgía Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Belgar eiga besta landslið heims samkvæmt styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og það er erfitt að fella þá af stalli á meðan þeir vinna alla sína leiki. Íslensku landsliðsstrákarnir fá það krefjandi verkefni að reyna að stöðva sigurgöngu Belgana í kvöld og það á þeirra eigin heimavelli og með hálfgert b-landsliðs því það vantar svo marga lykilmenn. Það er athyglisvert að skoða aðeins betur þetta magnaða gengi belgíska landsliðsins.Belgar töpuðu síðast 18. nóvember 2011 þegar þeir reyndar steinlágu 5-2 á móti Sviss í hreinum úrslitaleik um sigur í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Belgar komust reyndar í 2-0 á fyrstu sautján mínútunum með tveimur mörkum frá Thorgan Hazard en Svisslendingar voru komnir yfir, í 3-2, 27 mínútum síðar og unnu að lokum 5-2 sigur.Síðan þá hefur belgíska landsliðið ekki stigið feilspor á 660 dögum. Tæpir tuttugu og tveir mánuðir í röð án þess að tapa stigi í landsleik. Belgar hafa líka skorað þrjú mörk eða fleiri í átta af þessum ellefu leikjum og er með 3,8 mörk að meðaltali í leik. Markatalan er 42-3. Toby Alderweireld er sá einu sem hefur spilað alla þessa ellefu sigurleiki en Dries Mertens og Youri Tielemans hafa báðir verið í öllum nema einum. Romelu Lukaku hefur skorað mest í sigurgöngunni eða sjö mörk í sex leikjum en Eden Hazard er með fimm mörk í átta leikjum. Roberto Martínez hefur alls stýrt Belgum í 44 landsleikjum, 35 þeirra hafa unnist og aðeins þrisvar hafa Belgar tapað landsleik undir hans stjórn. Tapleikirnir eru fyrsti leikurinn á móti Spáni 1. september 2016, undanúrslitaleikur HM 2018 á móti verðandi heismmeisturum Frakka og loks Þjóðadeildarleikurinn á móti Sviss. Leikurinn Belgíu og Íslands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 18.00.
Þjóðadeild UEFA Belgía Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira