Valdníðsla Gunnar Dan Wiium skrifar 8. september 2020 21:00 Það er oft talað um að eitthvað sé í öllu sínu veldi. Svokallað feðraveldi, kjarnorkuveldi, heimsveldi, auðveldi. Það er talað um kúgarann sem vald hefur yfir þeim sem valdlaus og vanmáttugur er. Það er oft gefið í skyn að álit annarra eða algeng samfélagsviðhorf og skoðanir séu í raun ákveðið vald í formi afls. Í þeim skilning að ytri ályktun geti í raun dæmt einhvern eða eitthvað svona eða hinsegin og þar með öðlast vald fyrir vikið einungis með því að gefa því nafn. Svo spurningin er hver dæmir hvern eða hvað dæmir hvað? Þú skilgreinir þig sem fórnarlamb en sérð ekki að fyrir vikið ertu orðin gerandi. Þú ert orðin gerandi í eigin lífi gegn sjálfum þér. Dómurinn sem þú sjálfur felldir er orðin að veldi í þínu eigin lífi. Dómurinn er orðin kúgari yfir þér, valdlausri veru. Svo hvað er til bragðs er upplýsing á sér stað? Hvernig stígur þú úr oki valdníðslu? Gerir þú það með að fordæma og berjast með valdníðslu í aðra átt? Kallar þú yfir þig valdníðsluna með að ákalla hana? Eða kemst þú í upplýsingu þess efnis að þú sjálfur sért eftirspurnin sem og framboðið á kostnað afstöðuleysis sem annars stendur þér alltaf til boða. Þú þarft að skoða þann möguleika að manneskjan er ávallt háð einhverskonar tengingu við vald eða uppsprettu. Einhverskonar æðri raunveru sem ýmist tekur eða gefur. Það þarft þú að skoða, hvað er ýmist tekið eða gefið? Þú munt komast að því að það er vilji, frjáls vilji. Ytri valdníðsla hirðir af þér frjálsan vilja og skilur þig eftir í stöðu fórnarlambs og geranda. Ytri vald í hvaða formi sem er skapar óuppgerða fortíð sem svo stuðlar að vonlausri núvitund á öllum mismunandi sviðum lífsins. Ytri valdníðsla sem þú ávallt sjálfur eða sjálf skapar og lútar höfði gagnvart knýr þig ýmist til varnar eða sóknar. Stöðugt knúin til viðbragða í örvæntingarfullum ótta við að lágmarka skaðann sem hugmyndir segja þér að séu yfirvofandi. Innra vald hins vegar, oft bent á innan trúarbragða sem okkar innra rauneðli, guðseðli, himnaríki, Búddaeðli, Samadhi, gefur þér vilja sem göfgar allt í kringum þig. Vilji sem stuðlar að sjálfbærni hverrar einingar fyrir sig. Vilji eða tengin sem í raun útrýmir hugtakinu einingar og skilur eftir nýtt hugtak, eining. Undir handleiðslu þessa valds muntu stíga upp úr möru lyginnar og sjá að það er aðeins eitt með öllu og þú munt skynja afstöðuleysi. Þú munt skilja að það er í raun engin nauð sem knýr þig til aðgerða. Skilja að ógnin er engin og ekkert er hægt að taka frá þér sem ekki hvort eð er hverful birtingarmynd innan efnisheima. Kjarninn er ósnertanlegur með höndum veikra manna. Svo, með einum andardrætti lít ég inn á við og tengi við það eina sem er mjúkt og þrautseigt. Þar fæ ég upplifað sorg og hamingju sem eitt. Þar skynja ég fyrirgefninguna, lausnina. Lausn undan þjáningu, viðnáminu sem skapast í árekstrum mínum innan efnisheims. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er oft talað um að eitthvað sé í öllu sínu veldi. Svokallað feðraveldi, kjarnorkuveldi, heimsveldi, auðveldi. Það er talað um kúgarann sem vald hefur yfir þeim sem valdlaus og vanmáttugur er. Það er oft gefið í skyn að álit annarra eða algeng samfélagsviðhorf og skoðanir séu í raun ákveðið vald í formi afls. Í þeim skilning að ytri ályktun geti í raun dæmt einhvern eða eitthvað svona eða hinsegin og þar með öðlast vald fyrir vikið einungis með því að gefa því nafn. Svo spurningin er hver dæmir hvern eða hvað dæmir hvað? Þú skilgreinir þig sem fórnarlamb en sérð ekki að fyrir vikið ertu orðin gerandi. Þú ert orðin gerandi í eigin lífi gegn sjálfum þér. Dómurinn sem þú sjálfur felldir er orðin að veldi í þínu eigin lífi. Dómurinn er orðin kúgari yfir þér, valdlausri veru. Svo hvað er til bragðs er upplýsing á sér stað? Hvernig stígur þú úr oki valdníðslu? Gerir þú það með að fordæma og berjast með valdníðslu í aðra átt? Kallar þú yfir þig valdníðsluna með að ákalla hana? Eða kemst þú í upplýsingu þess efnis að þú sjálfur sért eftirspurnin sem og framboðið á kostnað afstöðuleysis sem annars stendur þér alltaf til boða. Þú þarft að skoða þann möguleika að manneskjan er ávallt háð einhverskonar tengingu við vald eða uppsprettu. Einhverskonar æðri raunveru sem ýmist tekur eða gefur. Það þarft þú að skoða, hvað er ýmist tekið eða gefið? Þú munt komast að því að það er vilji, frjáls vilji. Ytri valdníðsla hirðir af þér frjálsan vilja og skilur þig eftir í stöðu fórnarlambs og geranda. Ytri vald í hvaða formi sem er skapar óuppgerða fortíð sem svo stuðlar að vonlausri núvitund á öllum mismunandi sviðum lífsins. Ytri valdníðsla sem þú ávallt sjálfur eða sjálf skapar og lútar höfði gagnvart knýr þig ýmist til varnar eða sóknar. Stöðugt knúin til viðbragða í örvæntingarfullum ótta við að lágmarka skaðann sem hugmyndir segja þér að séu yfirvofandi. Innra vald hins vegar, oft bent á innan trúarbragða sem okkar innra rauneðli, guðseðli, himnaríki, Búddaeðli, Samadhi, gefur þér vilja sem göfgar allt í kringum þig. Vilji sem stuðlar að sjálfbærni hverrar einingar fyrir sig. Vilji eða tengin sem í raun útrýmir hugtakinu einingar og skilur eftir nýtt hugtak, eining. Undir handleiðslu þessa valds muntu stíga upp úr möru lyginnar og sjá að það er aðeins eitt með öllu og þú munt skynja afstöðuleysi. Þú munt skilja að það er í raun engin nauð sem knýr þig til aðgerða. Skilja að ógnin er engin og ekkert er hægt að taka frá þér sem ekki hvort eð er hverful birtingarmynd innan efnisheima. Kjarninn er ósnertanlegur með höndum veikra manna. Svo, með einum andardrætti lít ég inn á við og tengi við það eina sem er mjúkt og þrautseigt. Þar fæ ég upplifað sorg og hamingju sem eitt. Þar skynja ég fyrirgefninguna, lausnina. Lausn undan þjáningu, viðnáminu sem skapast í árekstrum mínum innan efnisheims.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun