„Hendi guðs“ var hluti af Pho-show í Kaplakrika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 13:15 Phoenetia Browne er landsliðskona frá Sankti Kitts og Nevis. Skjámynd/S2 Sport FH-konur unnu mikilvægan sigur á KR í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna í síðustu umferð og Pepsi Max mörkin ræddu sérstaklega frammistöðu Phoenetia Browne í síðustu leikjum FH. Það er óhætt að segja að Phoenetia Browne hafi gerbreytt sóknarleik FH-liðsins síðan hún byrjaði að spila með Hafnarfjarðarliðinu um miðjan ágústmánuð. „FH-stelpur með mikilvægan sigur og þær eru komnar með níu stig. Þær segjast alls ekki ætla að falla og ég held að þær hafi trú á því núna. Þær höfðu ekki trú á því,“ byrjaði Helena Ólafsdóttir umræðuna um FH-liðið. „Nú hafa þær ástæðu til að trúa. Þær eru búnar að sýna sitt út á velli, farnar að safna stigum og farnar að skora mörk. Eftir að Pho mætir á svæðið 16. ágúst þá er FH, liðið sem gat ekki skorað mörk, búið að skora sjö mörk í fjórum leikjum. Eitthvað er hún að gera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. Phoenetia Browne er 26 ára gömul og hefur skorað 19 landsliðsmörk fyrir Sankti Kitts og Nevis. Hún kom til FH frá finnska félaginu Åland United. Það kom reyndar í ljós við nánari skoðun að Phoenetia Browne notaði hendina til að leggja fyrir sig boltann í markinu á móti KR. „Þarna er Pho að beita brögðum. Þetta er hendi guðs,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þetta er lúmskt hjá henni, hún má eiga það. Ég tók ekki eftir þessu, sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „FH skoraði líka ólöglegt mark í bikarleiknum þar sem Pho á í hlut,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Þær eru hins vegar allar í engum vafa um það sem Phoenetia Browne hefur breytt hjá þessu FH-liði. „Pho er klók og hún nýtir sér allt. Hún er allt í öllu, finnst mér, í þeirra sóknarleik. Hún er búin að koma að fimm af þessum sjö mörkum. Þær voru með þrjú mörk áður en hún kemur og þetta er ótrúlegur viðsnúningur á einu liði,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þeim vantaði þetta. Þeim vantaði einhvern sem gat skorað, sem tekur hitann af hinum og er að búa eitthvað til. Hún er ekki bara að skora því hún er í öllum boltum,“ sagði Mist. „Ég hefði borið hana á gullstól inn í klefa eftir þennan leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir en hér fyrir neðan má finna allt umfjöllunina um Phoenetiu Browne. Klippa: Pho-show í Kaplakrika FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00. Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
FH-konur unnu mikilvægan sigur á KR í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna í síðustu umferð og Pepsi Max mörkin ræddu sérstaklega frammistöðu Phoenetia Browne í síðustu leikjum FH. Það er óhætt að segja að Phoenetia Browne hafi gerbreytt sóknarleik FH-liðsins síðan hún byrjaði að spila með Hafnarfjarðarliðinu um miðjan ágústmánuð. „FH-stelpur með mikilvægan sigur og þær eru komnar með níu stig. Þær segjast alls ekki ætla að falla og ég held að þær hafi trú á því núna. Þær höfðu ekki trú á því,“ byrjaði Helena Ólafsdóttir umræðuna um FH-liðið. „Nú hafa þær ástæðu til að trúa. Þær eru búnar að sýna sitt út á velli, farnar að safna stigum og farnar að skora mörk. Eftir að Pho mætir á svæðið 16. ágúst þá er FH, liðið sem gat ekki skorað mörk, búið að skora sjö mörk í fjórum leikjum. Eitthvað er hún að gera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. Phoenetia Browne er 26 ára gömul og hefur skorað 19 landsliðsmörk fyrir Sankti Kitts og Nevis. Hún kom til FH frá finnska félaginu Åland United. Það kom reyndar í ljós við nánari skoðun að Phoenetia Browne notaði hendina til að leggja fyrir sig boltann í markinu á móti KR. „Þarna er Pho að beita brögðum. Þetta er hendi guðs,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þetta er lúmskt hjá henni, hún má eiga það. Ég tók ekki eftir þessu, sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „FH skoraði líka ólöglegt mark í bikarleiknum þar sem Pho á í hlut,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Þær eru hins vegar allar í engum vafa um það sem Phoenetia Browne hefur breytt hjá þessu FH-liði. „Pho er klók og hún nýtir sér allt. Hún er allt í öllu, finnst mér, í þeirra sóknarleik. Hún er búin að koma að fimm af þessum sjö mörkum. Þær voru með þrjú mörk áður en hún kemur og þetta er ótrúlegur viðsnúningur á einu liði,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þeim vantaði þetta. Þeim vantaði einhvern sem gat skorað, sem tekur hitann af hinum og er að búa eitthvað til. Hún er ekki bara að skora því hún er í öllum boltum,“ sagði Mist. „Ég hefði borið hana á gullstól inn í klefa eftir þennan leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir en hér fyrir neðan má finna allt umfjöllunina um Phoenetiu Browne. Klippa: Pho-show í Kaplakrika FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00.
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti