Mildur við stórútgerðina grimmur við trillukarla Arnar Atlason skrifar 9. september 2020 14:00 Í stjórnsýslu hverrar þjóðar er það öðru mikilvægara að jafnræðisreglan sé viðhöfð. Að sama skapi verða þeir er til æðstu embætta þjóðar veljast að vera yfir allan vafa hafnir, er kemur að áhrifum vegna vina og kunningjatengsla. Sama gildir um tengsl við hagsmunahópa sem mikið hafa um málefnin að segja. Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa til ákvarðana er teknar hafa verið tengt íslenskum sjávarútvegi undanfarið. Jón og séra Jón Nú í ágúst mánuði myndaðist mikill þrýstingur meðal strandveiðimanna um að bætt yrði óverulega við heimildir þeirra svo þeim gæti orðið mögulegt að stunda veiðar til ágústloka. Málið snerist ekki um fleiri þúsund eða tugi þúsunda tonna heldur einungis á bilinu 1000-1500 tonn. Ákvörðunin snerist um það hvort nokkur hundruð einstaklingar yrðu atvinnulausir, seinni hluta mánaðarins. Tonn þessi höfðu reyndar að stóru leiti fallið dauð niður árið áður þar sem ekki hafði náðst að veiða þau. Ákvörðun ráðuneytis er um málið fjallar var að ekki væri unnt að verða við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Að sama skapi var ekki orðið við beiðni um að veiðar yrðu framlengdar út september mánuð. Á svipuðum tíma þó nokkru fyrr var tekin fyrir beiðni í sama ráðuneyti þess efnis að auka heimild handhafa veiðiheimilda til að færa 10% meira af heimildum milli ára vegna Covid 19. Þarna er um að ræða aðgerð sem gat valdið því að 20-30 þúsund tonn yrðu ekki veidd fyrr en ári seinna. Á tímum aukins atvinnuleysis er athyglisvert að það blasir við að þessi aðgerð ein og sér leiðir til aukins atvinnuleysis til skemmri tíma. Erindið var samþykkt í ráðuneytinu og heimildin aukin um 10%. Fjölgum störfum við fiskvinnslu Samtök Fiskframleiðenda og Útflytjenda hafa um áraráðir farið þess á leit, við ráðuneyti sem um sjávarútveg fjalla, að leitað verði allra leiða til þess að ýta undir fullvinnslu fisks á Íslandi með það að markmiði að auka þjóðarhag. Ítrekað hefur verið bent á að þjóðin verði af þjóðartekjum þó svo einstaka útgerð beri hag af útflutningi starfa með þessum hætti. Skemmst er að minnast þess að á síðasta ári var útflutningur þessi liðlega 50 þúsund tonn og má heimfæra að það þýði að nokkur hundruð störf í landinu tapist auk fylgjandi þjóðartekna. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að línutvöföldun var aflögð. Veiðiheimildum sem þar voru nýttar voru teknar og úthlutað til handhafa veiðiheimildanna. Ráðstöfunin byggði á línuveiðum. Skilyrði sem leiddi til fleiri starfa sem og aukinnar verðmætasköpunnar innanlands. Tugþúsundir tonna til fullvinnslu erlendis Reglum varðandi útflutning á óunnum afla var jafnframt breitt fyrir nokkrum árum síðan. Á þann máta að nú eru það ekki lengur opinberar upplýsingar hverjir flytja afla út með þessum hætti. Handhafar veiðiheimildanna geta þannig alfarið komist hjá vinnslu afla hér innanlands ef þeim sýnist svo. Þeir flytja nú þegar tugþúsundir tonna úr landi með þessum hætti. Sjávarútvegsráðherra hefur alfarið valið að skipta sér ekki af þessu á nokkurn hátt, hvorki með því að ýta undir vinnslu hér innanlands eða hamla útflutning þessum á nokkurn hátt. Fákeppni orðið raunverulegt vandamál Núverandi ráðherra sjávarútvegsmála, skipaði á árinu 2019 starfshóp sem fara skyldi ofan í kjölin á þremur atriðum sem betur mættu fara í íslenskum sjávarútvegi. Brottkast fisks, svindl við vigtun afla og óeðlilega mikla samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Ráðherra setti reyndar ekki þennan starfshóp saman sjálfviljugur heldur hafði Ríkisendurskoðun gert alvarlegar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með þessum þáttum. Fiskistofu ber að fylgjast með þeim en þeir sem til þekkja vita að það gerir hún veikum mætti. Frumvarp ráðherra í framhaldi af vinnu starfshópsins er að mínu viti vonbrigði. Fákeppni í íslenskum sjávarútvegi er orðið raunverulegt vandamál sem þeir sjá sem vilja. Gullegg íslenskrar þjóðar Sjávarútvegur, hvort sem um ræðir veiðar, vinnslu, tækniþróun eða markaðssetningu, er og verður gullegg íslenskrar þjóðar. Ef ekki er hugað að grundvallar samkeppnis þáttum sem honum tengjast og sett raunveruleg markmið um aukin hagvöxt vegna hans, mun íslensk þjóð verða af gríðarlegum verðmætum. Það er á ábyrgð fólks á æðstu ábyrgðastigum okkar að sjá til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Atlason Sjávarútvegur Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í stjórnsýslu hverrar þjóðar er það öðru mikilvægara að jafnræðisreglan sé viðhöfð. Að sama skapi verða þeir er til æðstu embætta þjóðar veljast að vera yfir allan vafa hafnir, er kemur að áhrifum vegna vina og kunningjatengsla. Sama gildir um tengsl við hagsmunahópa sem mikið hafa um málefnin að segja. Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa til ákvarðana er teknar hafa verið tengt íslenskum sjávarútvegi undanfarið. Jón og séra Jón Nú í ágúst mánuði myndaðist mikill þrýstingur meðal strandveiðimanna um að bætt yrði óverulega við heimildir þeirra svo þeim gæti orðið mögulegt að stunda veiðar til ágústloka. Málið snerist ekki um fleiri þúsund eða tugi þúsunda tonna heldur einungis á bilinu 1000-1500 tonn. Ákvörðunin snerist um það hvort nokkur hundruð einstaklingar yrðu atvinnulausir, seinni hluta mánaðarins. Tonn þessi höfðu reyndar að stóru leiti fallið dauð niður árið áður þar sem ekki hafði náðst að veiða þau. Ákvörðun ráðuneytis er um málið fjallar var að ekki væri unnt að verða við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Að sama skapi var ekki orðið við beiðni um að veiðar yrðu framlengdar út september mánuð. Á svipuðum tíma þó nokkru fyrr var tekin fyrir beiðni í sama ráðuneyti þess efnis að auka heimild handhafa veiðiheimilda til að færa 10% meira af heimildum milli ára vegna Covid 19. Þarna er um að ræða aðgerð sem gat valdið því að 20-30 þúsund tonn yrðu ekki veidd fyrr en ári seinna. Á tímum aukins atvinnuleysis er athyglisvert að það blasir við að þessi aðgerð ein og sér leiðir til aukins atvinnuleysis til skemmri tíma. Erindið var samþykkt í ráðuneytinu og heimildin aukin um 10%. Fjölgum störfum við fiskvinnslu Samtök Fiskframleiðenda og Útflytjenda hafa um áraráðir farið þess á leit, við ráðuneyti sem um sjávarútveg fjalla, að leitað verði allra leiða til þess að ýta undir fullvinnslu fisks á Íslandi með það að markmiði að auka þjóðarhag. Ítrekað hefur verið bent á að þjóðin verði af þjóðartekjum þó svo einstaka útgerð beri hag af útflutningi starfa með þessum hætti. Skemmst er að minnast þess að á síðasta ári var útflutningur þessi liðlega 50 þúsund tonn og má heimfæra að það þýði að nokkur hundruð störf í landinu tapist auk fylgjandi þjóðartekna. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að línutvöföldun var aflögð. Veiðiheimildum sem þar voru nýttar voru teknar og úthlutað til handhafa veiðiheimildanna. Ráðstöfunin byggði á línuveiðum. Skilyrði sem leiddi til fleiri starfa sem og aukinnar verðmætasköpunnar innanlands. Tugþúsundir tonna til fullvinnslu erlendis Reglum varðandi útflutning á óunnum afla var jafnframt breitt fyrir nokkrum árum síðan. Á þann máta að nú eru það ekki lengur opinberar upplýsingar hverjir flytja afla út með þessum hætti. Handhafar veiðiheimildanna geta þannig alfarið komist hjá vinnslu afla hér innanlands ef þeim sýnist svo. Þeir flytja nú þegar tugþúsundir tonna úr landi með þessum hætti. Sjávarútvegsráðherra hefur alfarið valið að skipta sér ekki af þessu á nokkurn hátt, hvorki með því að ýta undir vinnslu hér innanlands eða hamla útflutning þessum á nokkurn hátt. Fákeppni orðið raunverulegt vandamál Núverandi ráðherra sjávarútvegsmála, skipaði á árinu 2019 starfshóp sem fara skyldi ofan í kjölin á þremur atriðum sem betur mættu fara í íslenskum sjávarútvegi. Brottkast fisks, svindl við vigtun afla og óeðlilega mikla samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Ráðherra setti reyndar ekki þennan starfshóp saman sjálfviljugur heldur hafði Ríkisendurskoðun gert alvarlegar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með þessum þáttum. Fiskistofu ber að fylgjast með þeim en þeir sem til þekkja vita að það gerir hún veikum mætti. Frumvarp ráðherra í framhaldi af vinnu starfshópsins er að mínu viti vonbrigði. Fákeppni í íslenskum sjávarútvegi er orðið raunverulegt vandamál sem þeir sjá sem vilja. Gullegg íslenskrar þjóðar Sjávarútvegur, hvort sem um ræðir veiðar, vinnslu, tækniþróun eða markaðssetningu, er og verður gullegg íslenskrar þjóðar. Ef ekki er hugað að grundvallar samkeppnis þáttum sem honum tengjast og sett raunveruleg markmið um aukin hagvöxt vegna hans, mun íslensk þjóð verða af gríðarlegum verðmætum. Það er á ábyrgð fólks á æðstu ábyrgðastigum okkar að sjá til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun