Auknar ráðstöfunartekjur heimila snúa hjólum samfélagsins Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 9. september 2020 13:00 Nú er efsta lag samfélagsins farið að kalla eftir því að almennt launafólk “axli ábyrgð” á stöðunni. Efsta lag samfélagsins vill að almennt launafólk gefi eftir og eða fresti launahækkunum sem framundan eru (haldi samningar gildi sínu). Þarna tala einstaklingar sem telja sig hafa sannleikann í höndum sér. Samtök atvinnulífsins hafa tekið þá stefnu að hámarka neikvætt tal og reyna þannig að magna upp enn verra ástand en það raunverulega er. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir erfiðleika og þrengingar þá eru aðstæður misjafnar í samfélaginu, misjafnar eftir atvinnugreinum. Ferðaþjónustan er líklega í verstu stöðunni þar sem nánast öll lönd í kringum okkur hafa lokað landamærum sínum eða krefjast þess að ferðamenn fari í sóttkví við komu til landanna (svipað og hér á landi). Það hefur í raun stöðvað straum ferðamanna á milli landa. Sviðslistagreinar berjast einnig en vonandi horfir til betri vegar þar í haust. En hvað er mikilvægast þegar við förum inn á erfið samdráttarskeið? Jú það er einmitt að hjól samfélagsins gangi sem best. Það eru ekki bara hjól atvinnulífsins heldur þurfa hjól samfélagsins að snúast. Við erum í einstaklega góðri stöðu að halda þeim gangandi meðal annars með einkaneyslu fólksins. Verslun getur gengið vel ef fólk heldur áfram að kaupa vöru. Framleiðsla getur gengið vel ef neytendur kaupa vörurnar o.s.frv. Við sjáum að innlend verslun hefur gengið vonum framar að undanförnu. En nú er reynt að leggja ofuráherslu á að styðja þurfi við fyrirtæki landsins. Samtök atvinnulífsins hafa lagst af fullum þunga gegn hækkun á atvinnuleysisbótum en fagna öllu óheftu fjárstreymi til fyrirtækjanna sem ekki er augljóst hverju skili síðan áfram til almennings. Það sýnir hversu ósvífin þessi samtök eru með þessari framkomu að leggjast gegn fólkinu. Við sjáum nú þegar að vöruverð og gjaldskrár hafa verið að hækka að undanförnu. Sem betur fer er það ekki algilt en sífellt fleiri tilfelli sjást þar sem vöruverð hefur hækkað. En á sama tíma og fyrirtækin hækka vöruverð þá virðist sem svo að þau ætli sér að leggjast gegn hækkun launa. Þegar þetta tvennt leggst saman þá mun það gera það að verkum að einkaneysla mun dragast verulega saman, fólk hefur ekki efni á því að kaupa vörur og hjól samfélagsins hægja verulega á sér. Já þá er búið að búa til heimatilbúna dýpri kreppu. Mikilvægi þess að tryggja heimilunum nægar ráðstöfunartekjur þrátt fyrir samdrátt hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið jafn mikilvægt. Hækkun atvinnuleysisbóta mun því skila sér í færri gjaldþrotum heimila. Hækkun atvinnuleysisbóta mun skila sér í bættri stöðu fyrirtækja þar sem fólk getur, þrátt fyrir atvinnumissi, haldið áfram að kaupa nauðsynjavörur og staðið við sínar skuldbindingar. Hækkun launa og hækkun atvinnuleysisbóta mun jafnframt skila sér í auknum skatttekjum ríkisins. Aukið fjármagn sem fer til óskilgreindra óljósra ráðstafana inn í fyrirtækin skilar ekki meiri skattgreiðslum frá fyrirtækjunum, þau greiða einfaldlega tiltölulega litla skatta til samfélagsins, það er launafólk sem greiðir mestu skattana. Það er í formi tekjuskatts og skatta sem lagðir eru á vörur og þjónustu. Förum að hugsa út frá hagsmunum heimilanna, út frá hagsmunum launafólks. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er efsta lag samfélagsins farið að kalla eftir því að almennt launafólk “axli ábyrgð” á stöðunni. Efsta lag samfélagsins vill að almennt launafólk gefi eftir og eða fresti launahækkunum sem framundan eru (haldi samningar gildi sínu). Þarna tala einstaklingar sem telja sig hafa sannleikann í höndum sér. Samtök atvinnulífsins hafa tekið þá stefnu að hámarka neikvætt tal og reyna þannig að magna upp enn verra ástand en það raunverulega er. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir erfiðleika og þrengingar þá eru aðstæður misjafnar í samfélaginu, misjafnar eftir atvinnugreinum. Ferðaþjónustan er líklega í verstu stöðunni þar sem nánast öll lönd í kringum okkur hafa lokað landamærum sínum eða krefjast þess að ferðamenn fari í sóttkví við komu til landanna (svipað og hér á landi). Það hefur í raun stöðvað straum ferðamanna á milli landa. Sviðslistagreinar berjast einnig en vonandi horfir til betri vegar þar í haust. En hvað er mikilvægast þegar við förum inn á erfið samdráttarskeið? Jú það er einmitt að hjól samfélagsins gangi sem best. Það eru ekki bara hjól atvinnulífsins heldur þurfa hjól samfélagsins að snúast. Við erum í einstaklega góðri stöðu að halda þeim gangandi meðal annars með einkaneyslu fólksins. Verslun getur gengið vel ef fólk heldur áfram að kaupa vöru. Framleiðsla getur gengið vel ef neytendur kaupa vörurnar o.s.frv. Við sjáum að innlend verslun hefur gengið vonum framar að undanförnu. En nú er reynt að leggja ofuráherslu á að styðja þurfi við fyrirtæki landsins. Samtök atvinnulífsins hafa lagst af fullum þunga gegn hækkun á atvinnuleysisbótum en fagna öllu óheftu fjárstreymi til fyrirtækjanna sem ekki er augljóst hverju skili síðan áfram til almennings. Það sýnir hversu ósvífin þessi samtök eru með þessari framkomu að leggjast gegn fólkinu. Við sjáum nú þegar að vöruverð og gjaldskrár hafa verið að hækka að undanförnu. Sem betur fer er það ekki algilt en sífellt fleiri tilfelli sjást þar sem vöruverð hefur hækkað. En á sama tíma og fyrirtækin hækka vöruverð þá virðist sem svo að þau ætli sér að leggjast gegn hækkun launa. Þegar þetta tvennt leggst saman þá mun það gera það að verkum að einkaneysla mun dragast verulega saman, fólk hefur ekki efni á því að kaupa vörur og hjól samfélagsins hægja verulega á sér. Já þá er búið að búa til heimatilbúna dýpri kreppu. Mikilvægi þess að tryggja heimilunum nægar ráðstöfunartekjur þrátt fyrir samdrátt hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið jafn mikilvægt. Hækkun atvinnuleysisbóta mun því skila sér í færri gjaldþrotum heimila. Hækkun atvinnuleysisbóta mun skila sér í bættri stöðu fyrirtækja þar sem fólk getur, þrátt fyrir atvinnumissi, haldið áfram að kaupa nauðsynjavörur og staðið við sínar skuldbindingar. Hækkun launa og hækkun atvinnuleysisbóta mun jafnframt skila sér í auknum skatttekjum ríkisins. Aukið fjármagn sem fer til óskilgreindra óljósra ráðstafana inn í fyrirtækin skilar ekki meiri skattgreiðslum frá fyrirtækjunum, þau greiða einfaldlega tiltölulega litla skatta til samfélagsins, það er launafólk sem greiðir mestu skattana. Það er í formi tekjuskatts og skatta sem lagðir eru á vörur og þjónustu. Förum að hugsa út frá hagsmunum heimilanna, út frá hagsmunum launafólks. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun