Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2020 13:27 Trans-Jesú ætlar að reynast Agnesi Sigurðardóttur biskupi yfir Íslandi erfiður. Nokkuð er um úrsagnir sem rekja má til hins umdeilda kynningarefnis og vænta má þess að málið verði tekið fyrir á kirkjuþingi á morgun. Vísir/Vilhelm/kirkjan Fyrstu 8 mánuðina sögðu 176 að meðaltali sig úr þjóðkirkjunni. Fyrstu sjö dagana í september sögðu 165 sig úr Þjóðkirkjunni. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Jón Már Halldórsson sérfræðingur Þjóðskrár tók saman fyrir Vísi. Daganna 4. til 7. september, samkvæmt breytingaskrá, voru framkvæmdir alls 132 flutningar úr þjóðkirkjunni yfir í aðra flokka hvort sem er önnur trú/lífsskoðunarfélög eða utan trúfélaga. Þannig líta gögn Þjóðskrár út í gær, 8. september. Þannig má glögglega sjá að hin umdeilda auglýsing Biskupsstofu þar sem Trans-Jesú er teflt fram til að kynna Sunnudagsskólann, hefur haft áhrif á úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Eins og Vísir hefur greint frá olli umrædd auglýsing verulegri ólgu og þannig virtist sem kirkjunni tækist að móðga bæði leika og lærða sem og þá sem ætla má að auglýsingin hafi átt að höfða til. Einn þriðji í þjóðkirkjunni Þessar úrsagnir eru í sjálfu sér hlutfallslega ekki stór biti en samkvæmt frétt Vísis frá í sumar kemur fram að tæp 231 þúsund eru þar meðlimir. Sem þýðir að einn þriðji þjóðarinnar stendur utan hennar. En þær segja sína sögu um nokkrar hræringar. Á athugasemdum við fréttir af Trans-Jesú sem og á samfélagsmiðlum hafa ýmsir sagst ætla, vegna málsins, að segja sig úr þjóðkirkjunni og hafa samkvæmt þessu fylgt orðum sínum eftir. Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Séra Hildur Björk Hörpudóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk var sérstaklega að ávarpa hinsegin-samfélagið þar sem hún útskýrði hugmyndafræðina sem er að baki hinu umdeilda kynningarefni. Hún segir að skrefið hafi verið stórt fyrir kirkjuna að stíga og er það ekki orðum aukið. Krefst þess að biskup verði áminntur Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti, skrifaði grein í Morgunblaðið, þar sem hann krefst þess að þeir sem beri ábyrgð á uppátækinu verði látnir taka hatt sinn og staf. Hann bendir á að æðsta stofnun þjóðkirkjunnar, sem er kirkjuþing, komi saman á morgun til að samþykkja nýja skipan kirkjumála í framhaldi af viðbótarsamningi ríkisins og kirkjunnar frá 6. september 2019. Halldór skorar á þingfulltrúa að taka til afgreiðslu með afbrigðum á þingsköpum ... „þá ósmekkvísi og trúarbrenglun, sem fræðslunefnd þjóðkirkjunnar á biskupsstofu hefur sett fram sem nýtt efni sunnudagaskólans, með forsíðumynd af Kristi í litum regnbogans, sem varalitaðri konu með brjóst!“ Halldór segir að ekkert geti bætt þessa framkomu Biskupsstofu og fræðslunefndar kirkjunnar nema afdráttarlaust samþykki kirkjuþings um að afturkalla þetta efni sunnudagaskóla kirkjunnar. Og að auki veita biskupi Íslands áminningu um þessa framkvæmd; „með ósk um að fræðslunefnd þjóðkirkjunnar og samskiptastjóra hennar, sem í fjölmiðlum hefur rökstutt ákvörðunina, verði sagt upp.“ Urgur er meðal presta vegna málsins eins og sjá má í grein Séra Skúla Ólafssonar í Neskirkju sem kallar einnig eftir breyttu verklagi í kynningarmálum í grein sem hann birti á Vísi. Trúmál Þjóðkirkjan Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Flugdrekaheilkennið Nokkur orð um trans-Jesú 7. september 2020 10:00 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fyrstu 8 mánuðina sögðu 176 að meðaltali sig úr þjóðkirkjunni. Fyrstu sjö dagana í september sögðu 165 sig úr Þjóðkirkjunni. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Jón Már Halldórsson sérfræðingur Þjóðskrár tók saman fyrir Vísi. Daganna 4. til 7. september, samkvæmt breytingaskrá, voru framkvæmdir alls 132 flutningar úr þjóðkirkjunni yfir í aðra flokka hvort sem er önnur trú/lífsskoðunarfélög eða utan trúfélaga. Þannig líta gögn Þjóðskrár út í gær, 8. september. Þannig má glögglega sjá að hin umdeilda auglýsing Biskupsstofu þar sem Trans-Jesú er teflt fram til að kynna Sunnudagsskólann, hefur haft áhrif á úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Eins og Vísir hefur greint frá olli umrædd auglýsing verulegri ólgu og þannig virtist sem kirkjunni tækist að móðga bæði leika og lærða sem og þá sem ætla má að auglýsingin hafi átt að höfða til. Einn þriðji í þjóðkirkjunni Þessar úrsagnir eru í sjálfu sér hlutfallslega ekki stór biti en samkvæmt frétt Vísis frá í sumar kemur fram að tæp 231 þúsund eru þar meðlimir. Sem þýðir að einn þriðji þjóðarinnar stendur utan hennar. En þær segja sína sögu um nokkrar hræringar. Á athugasemdum við fréttir af Trans-Jesú sem og á samfélagsmiðlum hafa ýmsir sagst ætla, vegna málsins, að segja sig úr þjóðkirkjunni og hafa samkvæmt þessu fylgt orðum sínum eftir. Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að Séra Hildur Björk Hörpudóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar, segir Krist allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna. „Í þessu ljósi er Kristur í allt í einu – getur verið karl með brjóst – kona með skeggrót. Jesú getur líka verið non-binary og trans.“ Séra Hildur Björk var sérstaklega að ávarpa hinsegin-samfélagið þar sem hún útskýrði hugmyndafræðina sem er að baki hinu umdeilda kynningarefni. Hún segir að skrefið hafi verið stórt fyrir kirkjuna að stíga og er það ekki orðum aukið. Krefst þess að biskup verði áminntur Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti, skrifaði grein í Morgunblaðið, þar sem hann krefst þess að þeir sem beri ábyrgð á uppátækinu verði látnir taka hatt sinn og staf. Hann bendir á að æðsta stofnun þjóðkirkjunnar, sem er kirkjuþing, komi saman á morgun til að samþykkja nýja skipan kirkjumála í framhaldi af viðbótarsamningi ríkisins og kirkjunnar frá 6. september 2019. Halldór skorar á þingfulltrúa að taka til afgreiðslu með afbrigðum á þingsköpum ... „þá ósmekkvísi og trúarbrenglun, sem fræðslunefnd þjóðkirkjunnar á biskupsstofu hefur sett fram sem nýtt efni sunnudagaskólans, með forsíðumynd af Kristi í litum regnbogans, sem varalitaðri konu með brjóst!“ Halldór segir að ekkert geti bætt þessa framkomu Biskupsstofu og fræðslunefndar kirkjunnar nema afdráttarlaust samþykki kirkjuþings um að afturkalla þetta efni sunnudagaskóla kirkjunnar. Og að auki veita biskupi Íslands áminningu um þessa framkvæmd; „með ósk um að fræðslunefnd þjóðkirkjunnar og samskiptastjóra hennar, sem í fjölmiðlum hefur rökstutt ákvörðunina, verði sagt upp.“ Urgur er meðal presta vegna málsins eins og sjá má í grein Séra Skúla Ólafssonar í Neskirkju sem kallar einnig eftir breyttu verklagi í kynningarmálum í grein sem hann birti á Vísi.
Trúmál Þjóðkirkjan Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Flugdrekaheilkennið Nokkur orð um trans-Jesú 7. september 2020 10:00 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26