Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2020 15:28 Johnson í fyrirspurnatíma á breska þinginu í dag. Útspil hans með einhliða breytingum á útgöngusamningi við ESB sem Bretar hafa þegar samþykkt er talið pólitískt eldfimt. Útlit er fyrir harðar deilur á milli Breta og ESB á næstunni. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. Ríkisstjórn Johnson freistar þess nú að gera breytingar á útgöngusamningum sem hún fullyrðir að séu smávægilegar en tryggi „einingu innri markaðar Bretlands“ og verji friðarferlið á Norður-Írlandi. Evrópusambandið hefur krafist neyðarfundar til að ræða efni frumvarpsins. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, viðurkenndi í gær að breytingarnar væru brot á samningnum sem Bretar gerðu við Evrópusambandið í fyrra en á „sértækan og afmarkaðan hátt“. Yfirlögfræðingur ríkisstjórnarinnar sagði af sér í mótmælaskyni við fyrirhuguðu breytingarnar í vikunni. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra, varaði við því að breytingarnar sköðuðu traust á Bretlandi í samningaviðræðum um fríverslun við önnur ríki. Veitir ráðherrum heimild til að brjóta alþjóðalög Johnson varði fyrirætlanir sínar þegar hann sat fyrir svörum í breska þinginu í dag. Sagði hann breytingarnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að landamæri skapist á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands þar sem það gæti ógnað þeim friði sem náðst hefur á Norður-Írlandi með samkomulaginu sem kennt hefur verið við föstudaginn langa. Í frumvarpi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins felst að eftir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lýkur verði ekki komið á neinu frekara eftirliti með vöruflutningum frá Norður-Írlandi til Bretlands. Breskir ráðherrar fái vald til að framfylgja ekki reglum sem kveðið er á um í útgöngusamningnum ef ekki nást samningar við ESB um fríverslun. Sérstaklega er tekið fram í frumvarpinu að ráðherrar hafi þá heimild jafnvel þó að hún stangist á við alþjóðalög. Laura Kuenssberg, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að ráðamenn Evrópusambandsins telji útspil Johnson blygðunarlausa tilraun til þess að breyta samningi sem þegar hefur verið skrifað undir. Frumvarpið hefur mælst illa fyrir í Skotlandi og Wales jafnvel þó að Johnson haldi því fram að það muni færa heimastjórnum þar auknar valdheimildir. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, fullyrðir að frumvarpið sé „allsherjarárás“ á valdaframsal frá bresku landsstjórninni til heimastjórna og grafa undan einingu þess með því að „stela“ völdum frá Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í sama streng tekur Jeremy Miles, lögmaður Wales og Brexit-ráðherra. „Þetta frumvarp er árás á lýðræðið og ögrun við íbúa Wales, Skotlands og Norður-Írlands sem hafa kosið með valdaframsali margoft,“ segir Miles. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. Ríkisstjórn Johnson freistar þess nú að gera breytingar á útgöngusamningum sem hún fullyrðir að séu smávægilegar en tryggi „einingu innri markaðar Bretlands“ og verji friðarferlið á Norður-Írlandi. Evrópusambandið hefur krafist neyðarfundar til að ræða efni frumvarpsins. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, viðurkenndi í gær að breytingarnar væru brot á samningnum sem Bretar gerðu við Evrópusambandið í fyrra en á „sértækan og afmarkaðan hátt“. Yfirlögfræðingur ríkisstjórnarinnar sagði af sér í mótmælaskyni við fyrirhuguðu breytingarnar í vikunni. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra, varaði við því að breytingarnar sköðuðu traust á Bretlandi í samningaviðræðum um fríverslun við önnur ríki. Veitir ráðherrum heimild til að brjóta alþjóðalög Johnson varði fyrirætlanir sínar þegar hann sat fyrir svörum í breska þinginu í dag. Sagði hann breytingarnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að landamæri skapist á milli Norður-Írlands og meginlands Bretlands þar sem það gæti ógnað þeim friði sem náðst hefur á Norður-Írlandi með samkomulaginu sem kennt hefur verið við föstudaginn langa. Í frumvarpi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins felst að eftir að aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lýkur verði ekki komið á neinu frekara eftirliti með vöruflutningum frá Norður-Írlandi til Bretlands. Breskir ráðherrar fái vald til að framfylgja ekki reglum sem kveðið er á um í útgöngusamningnum ef ekki nást samningar við ESB um fríverslun. Sérstaklega er tekið fram í frumvarpinu að ráðherrar hafi þá heimild jafnvel þó að hún stangist á við alþjóðalög. Laura Kuenssberg, stjórnmálaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, segir að ráðamenn Evrópusambandsins telji útspil Johnson blygðunarlausa tilraun til þess að breyta samningi sem þegar hefur verið skrifað undir. Frumvarpið hefur mælst illa fyrir í Skotlandi og Wales jafnvel þó að Johnson haldi því fram að það muni færa heimastjórnum þar auknar valdheimildir. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, fullyrðir að frumvarpið sé „allsherjarárás“ á valdaframsal frá bresku landsstjórninni til heimastjórna og grafa undan einingu þess með því að „stela“ völdum frá Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í sama streng tekur Jeremy Miles, lögmaður Wales og Brexit-ráðherra. „Þetta frumvarp er árás á lýðræðið og ögrun við íbúa Wales, Skotlands og Norður-Írlands sem hafa kosið með valdaframsali margoft,“ segir Miles.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent