Boðum Hann, breytum Honum ekki Árný Björg Blandon skrifar 10. september 2020 11:30 Mig langar að tjá mig aðeins eftir að hafa lesið grein hér á Vísi sem vísar í setningu séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur, starfsmanns á biskupsstofu, en hún skrifar í Hinseginspjalli sínu á Facebook: „Kristur er allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna”. Í þessari setningu kemur fram rökvilla. Þrjú fyrstu orðin eru sannarlega rétt og þar hefði mátt koma punktur eftir þau því að það er vitað að Jesús var ekki hvítur og náði ekki að verða miðaldra. Jesús er okkar allra, kvenna, barna og karla. Fyrir marga er hann bjargvættur, hjálpari, vinur. Í sunnudagaskólanum er sungið um Jesú, besta VIN barnanna og ég upplifi svo mikla hryggð yfir því að starfsmenn hjá þjóðkirkjunni birti Jesú í umtalaðri auglýsingu fyrir sunnudagaskólann á þennan hátt. Ég myndi aldrei leyfa að einhver afskræmdi mynd af mér eða fjölskyldu minni, af fáum einstaklingum sem fyndist það afar sniðugt að auglýsa okkur eins og við erum ekki, stilla svo myndum upp fyrir almenning til að auglýsa sig og sín verkefni án leyfis viðkomandi eða aðstandenda og til að reyna að koma ákveðnum skilaboðum til fólks. Ég þekki Jesú og hef gert í áratugi. Hann er mér svo dýrmætur, hefur gert svo mikið fyrir mig, mína fjölskyldu og vini. Hjarta mitt er sorgmætt og þungt yfir því að Hann skuli vera settur í þessa auglýsingaherferð þegar kirkjan á að leggja áherslu á að boða fagnaðarerindið eins og það kemur fyrir sig. En starfsfólk á biskupsstofunni tekur sér þetta bessaleyfi. Hvað með fólkið sem er í kirkjunni, borgar sitt ársgjald og vill þetta ekki, hefur það ekkert að segja? Er þjóðkirkjan ekki líka þeirra sem eru meðlimir? Hvað með alla prestana sem þetta særir? Í auglýsingunni er farið langt langt yfir strikið að mínu mati. Jesús ER SONUR Guðs, frelsari okkar manna, þetta er virðingarleysi við kirkjuna, boðskap hennar, meðlimi hennar og fólkið í landinu. Það hefur enginn rétt á að breyta ímynd Hans. Skyldu starfmenn biskupsstofu hafa gleymt trúarjátningu þjóðkirkjunnar? "Ég trúi á Guð Föður, skapara himins og jarðar, ég trúi á einkaSON Hans Jesú Krist". Hvernig á nú á að hugsa og túlka trúarjátninguna eftir þessa auglýsingu? Ég bið til Guðs að henni verði ekki að breytt til að aðlaga hana og til að styðja við vonda auglýsingu. Jóh 3:16. Litla Biblían: „Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf SON sinn eingetinn til þess að hver sem á HANN trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Þetta lærði ég í sunnudagaskólanum. Hvernig á nú að aðlaga þetta vers að skoðun þjóðkirkjunnar með auglýsingunni? Ekki mega þau breyta Biblíunni. Börn eru auðtrúa, þau treysta á fólkið sem á að kenna þeim rétt frá röngu, þau hafa heyrt margt sem Biblían segir okkur og hefur verið kennt að Jesús er karlmaður. Þau hafa lært það í sunnudagaskólanum og í sumarbúðum og mörg á heimilum sínum. Þetta hlýtur að rugla þau í ríminu og það er heilmikil ábyrgð. Og að lokum, það þarf alls ekki að hjálpa Jesú við að undirstrika kærleika Hans, það þarf bara boða Hann eins og Hann er og eins og alltaf hefur verið gert. Mér finnst mjög virðingarvert að þjóðkirkjan hafi beðið hinseginn fólk afsökunar, það var tími til kominn þar sem Jesús elskar alla. En mörgum þeirra finnst þessi auglýsingaherferð særa þau sem ég skil algjörlega. Að síðustu, myndi biskup Íslands samþykkja að hún yrði teiknuð í auglýsingu fyrir sunnudagaskólann með þykkar augabrýr, skalla, flatbrjósta og með skegg ef það nú undirstrikaði betur kærleika Krists? Ég er hreint ekki viss. Það væri bara orðin skopmynd af biskupi sem er fulltrúi þjóðkirkjunnar og yrði algjört virðingarleysi við hana og hennar fólk. Virðingarfyllst, Árný Björg Blandon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Árný Björg Blandon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Mig langar að tjá mig aðeins eftir að hafa lesið grein hér á Vísi sem vísar í setningu séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur, starfsmanns á biskupsstofu, en hún skrifar í Hinseginspjalli sínu á Facebook: „Kristur er allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna”. Í þessari setningu kemur fram rökvilla. Þrjú fyrstu orðin eru sannarlega rétt og þar hefði mátt koma punktur eftir þau því að það er vitað að Jesús var ekki hvítur og náði ekki að verða miðaldra. Jesús er okkar allra, kvenna, barna og karla. Fyrir marga er hann bjargvættur, hjálpari, vinur. Í sunnudagaskólanum er sungið um Jesú, besta VIN barnanna og ég upplifi svo mikla hryggð yfir því að starfsmenn hjá þjóðkirkjunni birti Jesú í umtalaðri auglýsingu fyrir sunnudagaskólann á þennan hátt. Ég myndi aldrei leyfa að einhver afskræmdi mynd af mér eða fjölskyldu minni, af fáum einstaklingum sem fyndist það afar sniðugt að auglýsa okkur eins og við erum ekki, stilla svo myndum upp fyrir almenning til að auglýsa sig og sín verkefni án leyfis viðkomandi eða aðstandenda og til að reyna að koma ákveðnum skilaboðum til fólks. Ég þekki Jesú og hef gert í áratugi. Hann er mér svo dýrmætur, hefur gert svo mikið fyrir mig, mína fjölskyldu og vini. Hjarta mitt er sorgmætt og þungt yfir því að Hann skuli vera settur í þessa auglýsingaherferð þegar kirkjan á að leggja áherslu á að boða fagnaðarerindið eins og það kemur fyrir sig. En starfsfólk á biskupsstofunni tekur sér þetta bessaleyfi. Hvað með fólkið sem er í kirkjunni, borgar sitt ársgjald og vill þetta ekki, hefur það ekkert að segja? Er þjóðkirkjan ekki líka þeirra sem eru meðlimir? Hvað með alla prestana sem þetta særir? Í auglýsingunni er farið langt langt yfir strikið að mínu mati. Jesús ER SONUR Guðs, frelsari okkar manna, þetta er virðingarleysi við kirkjuna, boðskap hennar, meðlimi hennar og fólkið í landinu. Það hefur enginn rétt á að breyta ímynd Hans. Skyldu starfmenn biskupsstofu hafa gleymt trúarjátningu þjóðkirkjunnar? "Ég trúi á Guð Föður, skapara himins og jarðar, ég trúi á einkaSON Hans Jesú Krist". Hvernig á nú á að hugsa og túlka trúarjátninguna eftir þessa auglýsingu? Ég bið til Guðs að henni verði ekki að breytt til að aðlaga hana og til að styðja við vonda auglýsingu. Jóh 3:16. Litla Biblían: „Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf SON sinn eingetinn til þess að hver sem á HANN trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Þetta lærði ég í sunnudagaskólanum. Hvernig á nú að aðlaga þetta vers að skoðun þjóðkirkjunnar með auglýsingunni? Ekki mega þau breyta Biblíunni. Börn eru auðtrúa, þau treysta á fólkið sem á að kenna þeim rétt frá röngu, þau hafa heyrt margt sem Biblían segir okkur og hefur verið kennt að Jesús er karlmaður. Þau hafa lært það í sunnudagaskólanum og í sumarbúðum og mörg á heimilum sínum. Þetta hlýtur að rugla þau í ríminu og það er heilmikil ábyrgð. Og að lokum, það þarf alls ekki að hjálpa Jesú við að undirstrika kærleika Hans, það þarf bara boða Hann eins og Hann er og eins og alltaf hefur verið gert. Mér finnst mjög virðingarvert að þjóðkirkjan hafi beðið hinseginn fólk afsökunar, það var tími til kominn þar sem Jesús elskar alla. En mörgum þeirra finnst þessi auglýsingaherferð særa þau sem ég skil algjörlega. Að síðustu, myndi biskup Íslands samþykkja að hún yrði teiknuð í auglýsingu fyrir sunnudagaskólann með þykkar augabrýr, skalla, flatbrjósta og með skegg ef það nú undirstrikaði betur kærleika Krists? Ég er hreint ekki viss. Það væri bara orðin skopmynd af biskupi sem er fulltrúi þjóðkirkjunnar og yrði algjört virðingarleysi við hana og hennar fólk. Virðingarfyllst, Árný Björg Blandon.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar