Lífið

Leik­konan Diana Rigg er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Diana Rigg í hlutverki Olenna Tyrell í Game of Thrones.
Diana Rigg í hlutverki Olenna Tyrell í Game of Thrones. HBO

Breska leikkonan Diana Rigg, sem gerði meðal annars garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í The Avengers og þáttunum Game of Thrones, er látin, 82 ára að aldri.

BBC greinir frá þessu. Rigg fór með hlutverk Emmu Peel í sjónvarpsþáttunum The Avengers og Olenna Tyrell í Game of Thrones.

Umborðsmaður Rigg segir hana hafa andast á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar.

Diana Rigg var eina leikkonan til að geta sagst hafa leikið eiginkonu James Bond.Getty

Í James Bond-myndinni On Her Majesty's Secret Service frá árinu 1969 fór Rigg með hlutverk Tracy og varð þá eina konan til að fara með hlutverk eiginkonu James Bond.

Að neðan má sjá atriði með þeim Diönu Rigg og George Lazenby í hlutverki James Bond í myndinni On Her Majesty's Secret Service. 

"We are very sad to hear of the passing of Dame Diana Rigg, the legendary stage and screen actress who was much beloved...

Posted by James Bond 007 on Thursday, 10 September 2020





Fleiri fréttir

Sjá meira


×