Hazard var ekki í formi til að spila á móti Íslandi: Mætti aftur of þungur til Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 16:00 Eden Hazard lék bara 16 af 38 deildarleikjum Real Madrid á síðasta tímabili. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Spænskir fjölmiðlar hneykslast nú á ástandinu á belgíska knattspyrnumanninum Eden Hazard eftir að hann mætti annað árið of þungur til æfinga hjá Real Madrid. Eden Hazard var í belgíska landsliðshópnum í Þjóðadeildinni en spilaði ekki eina mínútu á móti Danmörku eða Íslandi. Það var mikið gert úr því í fyrra þegar Eden Hazard mætti alltof þungur til æfinga hjá Real Madrid en spænska stórliðið hafði þá borgað Chelsea meira en hundrað milljónir evra fyrir hann. Kaupverðið gæti hækkað upp í 146 milljónir evra sem myndi gera Hazard að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. 2019: Arrives at Real Madrid 5kg overweight 2020: Returns for pre-season training out of shape Eden Hazard skrifaði líka undir fimm ára samning með laun upp á um 400 þúsund pund á viku eða um 70 milljónir í íslenskum krónum. Eden Hazard átti að fylla í skarð Cristiano Ronaldo og eftir að hafa séð Ronaldo í ótrúlegu formi öll árin sín hjá Real Madrid þá fengu margir sjokk þegar Eden Hazard mætti á Bernabeu. Eden Hazard viðurkenndi það fyrir ári síðan að hann væri að gera vel sig í fríinu. „Þegar ég er í fríi þá er ég í frí. Ég bætti á mig fimm kílóum en ég er sá sem bæti fljótt á mig en næ líka kílóunum fljótt af mér aftur,“ sagði Eden Hazard þá í viðtali við L’Equipe. Eden Hazard náði sér aldrei almennilega á strik á sínu fyrsta ári. Fyrst þurfti hann að koma sér aftur í form og svo glímdi hann við meiðsli. Jafnvel einhver tengsl þar á milli. Hann skoraði bara eitt mark í 22 leikjum í deild og Meistaradeild sem eru ekki tölur sem þú borgar meira en sextán milljarða íslenskra króna fyrir. Eftir alla gagnrýnina í fyrra þá bjuggust nú flestir við því að Eden Hazard myndi læra af reynslunni og sýna meiri metnað í þessu sumarfrí. Annað hefur þó komið á daginn. Spænski fjölmiðillinn ABC slær því upp að Eden Hazard sé að endurtaka leikinn í ár. Hann mætti alltof þungur annað árið í röð. Worrying statement from Belgium's head coach.Do you think Hazard will be fit for the start of the new season? https://t.co/fwXIWhLhMo— Infinite Madrid (@InfiniteMadrid) September 10, 2020 Hinn 29 ára gamli Hazard er ekki að verða yngri og að sjálfsögðu var Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, mjög ósáttur með formið á kappanum. Zidane var ekki sá eini. Ástæðan fyrir að Hazard spilaði ekki mínútu á móti Íslandi eða Danmörku var að landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez taldi hann ekki vera í nógu góðu formi til að spila fyrir belgíska landsliðið. Eden Hazard kom samt til móts við landsliðshópinn í staðinn fyrir að reyna að bæta formið hjá Real Madrid. Real Madrid hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann hlaupa af sér kílóin á móti Íslandi í stað þess að sitja á bekknum. Annað árið í röð verður því örugglega lítið að frétta af Eden Hazard í byrjun tímabilsins hjá Real Madrid. Á meðan er Chelsea að kaupa marga af efnilegustu leikmönnum Evrópu fyrir peninga sem Lundúnaliðið fékk fyrir Hazard. Spænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar hneykslast nú á ástandinu á belgíska knattspyrnumanninum Eden Hazard eftir að hann mætti annað árið of þungur til æfinga hjá Real Madrid. Eden Hazard var í belgíska landsliðshópnum í Þjóðadeildinni en spilaði ekki eina mínútu á móti Danmörku eða Íslandi. Það var mikið gert úr því í fyrra þegar Eden Hazard mætti alltof þungur til æfinga hjá Real Madrid en spænska stórliðið hafði þá borgað Chelsea meira en hundrað milljónir evra fyrir hann. Kaupverðið gæti hækkað upp í 146 milljónir evra sem myndi gera Hazard að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. 2019: Arrives at Real Madrid 5kg overweight 2020: Returns for pre-season training out of shape Eden Hazard skrifaði líka undir fimm ára samning með laun upp á um 400 þúsund pund á viku eða um 70 milljónir í íslenskum krónum. Eden Hazard átti að fylla í skarð Cristiano Ronaldo og eftir að hafa séð Ronaldo í ótrúlegu formi öll árin sín hjá Real Madrid þá fengu margir sjokk þegar Eden Hazard mætti á Bernabeu. Eden Hazard viðurkenndi það fyrir ári síðan að hann væri að gera vel sig í fríinu. „Þegar ég er í fríi þá er ég í frí. Ég bætti á mig fimm kílóum en ég er sá sem bæti fljótt á mig en næ líka kílóunum fljótt af mér aftur,“ sagði Eden Hazard þá í viðtali við L’Equipe. Eden Hazard náði sér aldrei almennilega á strik á sínu fyrsta ári. Fyrst þurfti hann að koma sér aftur í form og svo glímdi hann við meiðsli. Jafnvel einhver tengsl þar á milli. Hann skoraði bara eitt mark í 22 leikjum í deild og Meistaradeild sem eru ekki tölur sem þú borgar meira en sextán milljarða íslenskra króna fyrir. Eftir alla gagnrýnina í fyrra þá bjuggust nú flestir við því að Eden Hazard myndi læra af reynslunni og sýna meiri metnað í þessu sumarfrí. Annað hefur þó komið á daginn. Spænski fjölmiðillinn ABC slær því upp að Eden Hazard sé að endurtaka leikinn í ár. Hann mætti alltof þungur annað árið í röð. Worrying statement from Belgium's head coach.Do you think Hazard will be fit for the start of the new season? https://t.co/fwXIWhLhMo— Infinite Madrid (@InfiniteMadrid) September 10, 2020 Hinn 29 ára gamli Hazard er ekki að verða yngri og að sjálfsögðu var Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, mjög ósáttur með formið á kappanum. Zidane var ekki sá eini. Ástæðan fyrir að Hazard spilaði ekki mínútu á móti Íslandi eða Danmörku var að landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez taldi hann ekki vera í nógu góðu formi til að spila fyrir belgíska landsliðið. Eden Hazard kom samt til móts við landsliðshópinn í staðinn fyrir að reyna að bæta formið hjá Real Madrid. Real Madrid hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann hlaupa af sér kílóin á móti Íslandi í stað þess að sitja á bekknum. Annað árið í röð verður því örugglega lítið að frétta af Eden Hazard í byrjun tímabilsins hjá Real Madrid. Á meðan er Chelsea að kaupa marga af efnilegustu leikmönnum Evrópu fyrir peninga sem Lundúnaliðið fékk fyrir Hazard.
Spænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira