Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2020 12:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ákvörðun yfirvalda um að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. Þá telur hún ráðstafanir Íslands hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu. Hann spurði hvort að svo strangar aðgerðir á landamærunum væru virkilega nauðsynlegar. „Við sjáum auðvitað bara þau gögn sem fyrir liggja að annars vegar er faraldurinn í vexti alls staðar í kringum okkur og við erum að sjá fjölgun smita sem greinast á landamærum, bæði í fyrri og seinni skimun. Það eru þessi gögn sem eru undirstaða þeirrar ákvörðunar að framlengja þessar aðgerðir til 6. október og við auðvitað bindum vonir við að getum þá gripið til frekari tilslakana hér innanlands þannig að við séum að lágmarka innanlandsáhrifin af veirunni,“ sagði Katrín og hélt áfram: „Okkar frumskylda er auðvitað að vernda rétt fólks til lífs og heilsu og það hefur verið okkar leiðarljós í gegnum þennan faraldur allan en um leið að lágmarka þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif. Við teljum það rétta ákvörðun núna að framlengja þessar aðgerðir en hins vegar er unnið að greiningu á hagrænum áhrifum sem við munum eiga von á í næstu viku. Það er sömuleiðis verið að fara yfir þetta lagaumhverfi allt saman og við eigum von á greiningu á því í þessum mánuði. Síðan erum við í samtali við ferðaþjónustuna að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar sem við getum þá nýtt til þess að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ sagði forsætisráðherra. Viðtal við hana í heild sinni um málið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Forsætisráðherra ræðir áframhaldandi aðgerðir á landamærunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. Þá telur hún ráðstafanir Íslands hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu. Hann spurði hvort að svo strangar aðgerðir á landamærunum væru virkilega nauðsynlegar. „Við sjáum auðvitað bara þau gögn sem fyrir liggja að annars vegar er faraldurinn í vexti alls staðar í kringum okkur og við erum að sjá fjölgun smita sem greinast á landamærum, bæði í fyrri og seinni skimun. Það eru þessi gögn sem eru undirstaða þeirrar ákvörðunar að framlengja þessar aðgerðir til 6. október og við auðvitað bindum vonir við að getum þá gripið til frekari tilslakana hér innanlands þannig að við séum að lágmarka innanlandsáhrifin af veirunni,“ sagði Katrín og hélt áfram: „Okkar frumskylda er auðvitað að vernda rétt fólks til lífs og heilsu og það hefur verið okkar leiðarljós í gegnum þennan faraldur allan en um leið að lágmarka þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif. Við teljum það rétta ákvörðun núna að framlengja þessar aðgerðir en hins vegar er unnið að greiningu á hagrænum áhrifum sem við munum eiga von á í næstu viku. Það er sömuleiðis verið að fara yfir þetta lagaumhverfi allt saman og við eigum von á greiningu á því í þessum mánuði. Síðan erum við í samtali við ferðaþjónustuna að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar sem við getum þá nýtt til þess að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ sagði forsætisráðherra. Viðtal við hana í heild sinni um málið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Forsætisráðherra ræðir áframhaldandi aðgerðir á landamærunum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira