Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2020 12:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ákvörðun yfirvalda um að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. Þá telur hún ráðstafanir Íslands hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu. Hann spurði hvort að svo strangar aðgerðir á landamærunum væru virkilega nauðsynlegar. „Við sjáum auðvitað bara þau gögn sem fyrir liggja að annars vegar er faraldurinn í vexti alls staðar í kringum okkur og við erum að sjá fjölgun smita sem greinast á landamærum, bæði í fyrri og seinni skimun. Það eru þessi gögn sem eru undirstaða þeirrar ákvörðunar að framlengja þessar aðgerðir til 6. október og við auðvitað bindum vonir við að getum þá gripið til frekari tilslakana hér innanlands þannig að við séum að lágmarka innanlandsáhrifin af veirunni,“ sagði Katrín og hélt áfram: „Okkar frumskylda er auðvitað að vernda rétt fólks til lífs og heilsu og það hefur verið okkar leiðarljós í gegnum þennan faraldur allan en um leið að lágmarka þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif. Við teljum það rétta ákvörðun núna að framlengja þessar aðgerðir en hins vegar er unnið að greiningu á hagrænum áhrifum sem við munum eiga von á í næstu viku. Það er sömuleiðis verið að fara yfir þetta lagaumhverfi allt saman og við eigum von á greiningu á því í þessum mánuði. Síðan erum við í samtali við ferðaþjónustuna að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar sem við getum þá nýtt til þess að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ sagði forsætisráðherra. Viðtal við hana í heild sinni um málið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Forsætisráðherra ræðir áframhaldandi aðgerðir á landamærunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. Þá telur hún ráðstafanir Íslands hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu. Hann spurði hvort að svo strangar aðgerðir á landamærunum væru virkilega nauðsynlegar. „Við sjáum auðvitað bara þau gögn sem fyrir liggja að annars vegar er faraldurinn í vexti alls staðar í kringum okkur og við erum að sjá fjölgun smita sem greinast á landamærum, bæði í fyrri og seinni skimun. Það eru þessi gögn sem eru undirstaða þeirrar ákvörðunar að framlengja þessar aðgerðir til 6. október og við auðvitað bindum vonir við að getum þá gripið til frekari tilslakana hér innanlands þannig að við séum að lágmarka innanlandsáhrifin af veirunni,“ sagði Katrín og hélt áfram: „Okkar frumskylda er auðvitað að vernda rétt fólks til lífs og heilsu og það hefur verið okkar leiðarljós í gegnum þennan faraldur allan en um leið að lágmarka þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif. Við teljum það rétta ákvörðun núna að framlengja þessar aðgerðir en hins vegar er unnið að greiningu á hagrænum áhrifum sem við munum eiga von á í næstu viku. Það er sömuleiðis verið að fara yfir þetta lagaumhverfi allt saman og við eigum von á greiningu á því í þessum mánuði. Síðan erum við í samtali við ferðaþjónustuna að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar sem við getum þá nýtt til þess að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ sagði forsætisráðherra. Viðtal við hana í heild sinni um málið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Forsætisráðherra ræðir áframhaldandi aðgerðir á landamærunum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira