Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Árni Sæberg skrifar 17. október 2025 11:01 Lögreglan vildi ekki sjá gildru fyrir framan Alþingishúsið. Vísir/Anton Brink ÖBÍ réttindasamtök komu stærðarinnar „fátækargildru“ fyrir í morgun fyrir framan Alþingi, til þess að vekja athygli á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt. Gjörningurinn varði ekki lengi þar sem laganna verðir mættu á vettvang og fjarlægðu „fátæktargildruna“. Í fréttatilkynningu frá ÖBÍ sem barst í morgun segir að með gjörningnum vilji samtökin leggja áherslu á að fátækt sé veruleiki margra á Íslandi. Þriðjungur örorkulífeyristaka búi við fátækt, sem sé engri manneskju bjóðandi og brjóti í bága við grundvallarmannréttindi. Haft er eftir Ölmu Ýr Ingólfsdóttur, formanni ÖBÍ, að fátækt sé algengari en fólk heldur. Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður ÖBÍ.Vísir/Anton Brink „Oft þarf ekki mikið til að fólk falli í fátæktargildruna. Það kannast alltof margir við að lenda í óvæntum útgjöldum, eins og að bíllinn bili og fólk eigi ekki nóg milli handanna til að láta gera við hann. Þá er gripið í yfirdráttinn sem þarf að greiða háa vexti af og er erfitt að greiða niður þegar afgangurinn um mánaðamótin er nú þegar enginn.“ Fjörutíu prósent sleppi jólagjöfum Ljóst sé að vandinn sé nú þegar umfangsmikill. Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ búi um 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Þá hafi 39,4 prósent neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og 68,5 prósent ráði ekki við óvænt 80.000 króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Þetta þarf ekki að vera svona. Það er vel hægt að útrýma fátækt á Íslandi með markvissum aðgerðum.“ ÖBÍ leggi fram markvissar tillögur sem beint er til stjórnvalda, til að minnka hættuna á að fólk lendi í fátæktargildrunni: „Tryggja þarf öryggi í húsnæðismálum og taka á hækkandi húsnæðis og leigukostnaði, veita þarf aðgang að gjaldfrjálsri grunnþjónustu og svo þarf að sjálfsögðu að hækka lífeyri og lægstu laun svo fólk geti lifað með reisn,“ er loks haft eftir Ölmu. Gjörningnum sópað burt Ljósmyndari Vísis var við Austurvöll í morgun þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og fyrirskipuðu að „fátæktargildran“ yrði fjarlægð. Gildrunni var vippað upp á vörubíl.Vísir/Anton Brink Það hefur nú verið gert og það á kostnað ÖBÍ. Alþingi Kjaramál Lögreglumál Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá ÖBÍ sem barst í morgun segir að með gjörningnum vilji samtökin leggja áherslu á að fátækt sé veruleiki margra á Íslandi. Þriðjungur örorkulífeyristaka búi við fátækt, sem sé engri manneskju bjóðandi og brjóti í bága við grundvallarmannréttindi. Haft er eftir Ölmu Ýr Ingólfsdóttur, formanni ÖBÍ, að fátækt sé algengari en fólk heldur. Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður ÖBÍ.Vísir/Anton Brink „Oft þarf ekki mikið til að fólk falli í fátæktargildruna. Það kannast alltof margir við að lenda í óvæntum útgjöldum, eins og að bíllinn bili og fólk eigi ekki nóg milli handanna til að láta gera við hann. Þá er gripið í yfirdráttinn sem þarf að greiða háa vexti af og er erfitt að greiða niður þegar afgangurinn um mánaðamótin er nú þegar enginn.“ Fjörutíu prósent sleppi jólagjöfum Ljóst sé að vandinn sé nú þegar umfangsmikill. Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ búi um 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Þá hafi 39,4 prósent neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og 68,5 prósent ráði ekki við óvænt 80.000 króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Þetta þarf ekki að vera svona. Það er vel hægt að útrýma fátækt á Íslandi með markvissum aðgerðum.“ ÖBÍ leggi fram markvissar tillögur sem beint er til stjórnvalda, til að minnka hættuna á að fólk lendi í fátæktargildrunni: „Tryggja þarf öryggi í húsnæðismálum og taka á hækkandi húsnæðis og leigukostnaði, veita þarf aðgang að gjaldfrjálsri grunnþjónustu og svo þarf að sjálfsögðu að hækka lífeyri og lægstu laun svo fólk geti lifað með reisn,“ er loks haft eftir Ölmu. Gjörningnum sópað burt Ljósmyndari Vísis var við Austurvöll í morgun þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og fyrirskipuðu að „fátæktargildran“ yrði fjarlægð. Gildrunni var vippað upp á vörubíl.Vísir/Anton Brink Það hefur nú verið gert og það á kostnað ÖBÍ.
Alþingi Kjaramál Lögreglumál Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira