Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 16:17 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Skiptar skoðanir eru á frumvarpi dómsmálaráðherra um afnám jafnlaunavottunar. Fyrirtæki og stofnanir setja meðal annars út á starfsmannafjölda og viðra áhyggjur sínar af fjölda verkefna sem koma til með að bíða starfsmönnum Jafnlaunastofnunar. Hörðustu gagnrýnendurnir segja að um sé að ræða afturför í jafnréttismálum. Stofnanir, fyrirtæki og samtök hafa skilað inn umsögnum í Samráðsgátt um frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra en umsagnarferlinu lauk í byrjun viku. Með frumvarpinu er jafnlaunavottun lögð niður „í núverandi mynd“ en samt sem áður verði ekki horfið frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun. Jafnlaunavottunin var lögfest árið 2017 en hefur síðan sætt gagnrýni vegna kostnaðar sem henni fylgir. Fanga tilkomu frumvarpsins Viðskiptaráð, Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag atvinnurekenda fagna tilkomu frumvarpsins. „Tímabært er að afnema kvöð um jafnlaunavottun, þar sem að rannsóknir hafa sýnt að fyrirkomulagið skilar litlum árangri en afar kostnaðarsamt,“ stendur í umsögn Viðskiptaráðs undirrituð af Lísbet Sigurðardóttur lögfræðingi og Ragnari Sigurði Kristjánssyni, hagfræðingi á málefnasviði. Þau segja jafnframt ekki sjá tilganginn með skýrslugjöf á þriggja ára fresti og efast um að hún sé til þess fallin að markmiði um launajafnrétti sé náð. Í stað þess væri kjörið að skapa vettvang fyrir einkaaðila til að veita vottanir sem fyrirtæki greiði fyrir. Einnig sé mikilvægt að endurskoða starfsmannafjölda Jafnlaunastofnunar vegna fjölda verkefna sem koma til með að falla á þeirra herðar verði af frumvarpinu. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er á sömu leið og vonast þau til að breytingarnar leiði til raunverulegs launajafnréttis á vinnumarkaði. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fagnar einnig frumvarpsdrögunum fyrir hönd félagsins en kemur einnig með tillögur að breytingum. Líkt og reglurnar eru í dag eiga öll fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri að öðlast jafnlaunavottun. Þorbjörg leggur til að fyrirtæki með færri en fimmtíu starfsmenn verði undanskilin því að skila inn gögnum um launagreiningu til Jafnréttistofu. Félag atvinnurekenda vill hins vegar fara lengra og veita fyrirtækjum þar sem færri en hundrað manns starfa undanþágu frá því að skila inn launagreiningu. Reykjavíkurborg tekur einnig undir þær forsendur og markmið frumvarpsins og fyriráætlanir um að skylda til jafnlaunavottunar verði aflögð. Ekki megi kvika frá markmiðum laga um að sporna við mismunun í launum á grundvelli kyns. BSRB segist þá styðja frumvarpið í meginþáttum en gerir til dæmis athugasemdir við að ekki liggi fyrir upplýsingar um stærðarmörk og hugtakið jafnverðmæt störf hefur ekki verið skilgreint. BHM segir þá að fyrst verði að frumvarpinu sé brýnt að veita Jafnréttisstofu nauðsynlegar fjárveitingar til þess að stofnunin geti sinnt nýjum og auknum verkefnum. Að auki þarf að tryggja að stór hópur fyrirtækja falli ekki utan aðhalds sem felst í framkvæmd núverandi jafnlaunavottunar. Leggjast gegn áformunum Kvenréttindafélag Íslands leggst hins vegar gegn frumvarpinu og telur að samþykkt þess myndi fela í sér afturför í jafnréttismálum. Frumvarpið fari gegn kröfu sem á sjötta tug samtaka hafa lagt fram gagnvart stjórnvöldum í tilefni kvennaársins. Uppfylla átti kröfurnar fyrir 24. október næstkomandi. „Þá bendir félagið á að ástæðan fyrir því að kynjajafnrétti er með því besta í heimi á Íslandi er meðal annars þrotlaus barátta femínista og annarra málsvara jafnréttis fyrir lagaumgjörð sem stuðlar að jafnrétti. Lög um jafnlaunavottun og skyldan til að staðfesta hana er dæmi um það,“ stendur í umsögninni sem er undirrituð af Auði Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, og Anna Rós Sigmundsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Kennarasambands Íslands, segja í umsögn sambandsins að breytingin felur í sér gríðarlega afturför í jafnréttismálum þar sem skýrslugjöf komi ekki í stað jafnlaunavottunar. „KÍ leggst því alfarið gegn fyrirhuguðum áformum.“ Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Stofnanir, fyrirtæki og samtök hafa skilað inn umsögnum í Samráðsgátt um frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra en umsagnarferlinu lauk í byrjun viku. Með frumvarpinu er jafnlaunavottun lögð niður „í núverandi mynd“ en samt sem áður verði ekki horfið frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun. Jafnlaunavottunin var lögfest árið 2017 en hefur síðan sætt gagnrýni vegna kostnaðar sem henni fylgir. Fanga tilkomu frumvarpsins Viðskiptaráð, Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag atvinnurekenda fagna tilkomu frumvarpsins. „Tímabært er að afnema kvöð um jafnlaunavottun, þar sem að rannsóknir hafa sýnt að fyrirkomulagið skilar litlum árangri en afar kostnaðarsamt,“ stendur í umsögn Viðskiptaráðs undirrituð af Lísbet Sigurðardóttur lögfræðingi og Ragnari Sigurði Kristjánssyni, hagfræðingi á málefnasviði. Þau segja jafnframt ekki sjá tilganginn með skýrslugjöf á þriggja ára fresti og efast um að hún sé til þess fallin að markmiði um launajafnrétti sé náð. Í stað þess væri kjörið að skapa vettvang fyrir einkaaðila til að veita vottanir sem fyrirtæki greiði fyrir. Einnig sé mikilvægt að endurskoða starfsmannafjölda Jafnlaunastofnunar vegna fjölda verkefna sem koma til með að falla á þeirra herðar verði af frumvarpinu. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er á sömu leið og vonast þau til að breytingarnar leiði til raunverulegs launajafnréttis á vinnumarkaði. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fagnar einnig frumvarpsdrögunum fyrir hönd félagsins en kemur einnig með tillögur að breytingum. Líkt og reglurnar eru í dag eiga öll fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri að öðlast jafnlaunavottun. Þorbjörg leggur til að fyrirtæki með færri en fimmtíu starfsmenn verði undanskilin því að skila inn gögnum um launagreiningu til Jafnréttistofu. Félag atvinnurekenda vill hins vegar fara lengra og veita fyrirtækjum þar sem færri en hundrað manns starfa undanþágu frá því að skila inn launagreiningu. Reykjavíkurborg tekur einnig undir þær forsendur og markmið frumvarpsins og fyriráætlanir um að skylda til jafnlaunavottunar verði aflögð. Ekki megi kvika frá markmiðum laga um að sporna við mismunun í launum á grundvelli kyns. BSRB segist þá styðja frumvarpið í meginþáttum en gerir til dæmis athugasemdir við að ekki liggi fyrir upplýsingar um stærðarmörk og hugtakið jafnverðmæt störf hefur ekki verið skilgreint. BHM segir þá að fyrst verði að frumvarpinu sé brýnt að veita Jafnréttisstofu nauðsynlegar fjárveitingar til þess að stofnunin geti sinnt nýjum og auknum verkefnum. Að auki þarf að tryggja að stór hópur fyrirtækja falli ekki utan aðhalds sem felst í framkvæmd núverandi jafnlaunavottunar. Leggjast gegn áformunum Kvenréttindafélag Íslands leggst hins vegar gegn frumvarpinu og telur að samþykkt þess myndi fela í sér afturför í jafnréttismálum. Frumvarpið fari gegn kröfu sem á sjötta tug samtaka hafa lagt fram gagnvart stjórnvöldum í tilefni kvennaársins. Uppfylla átti kröfurnar fyrir 24. október næstkomandi. „Þá bendir félagið á að ástæðan fyrir því að kynjajafnrétti er með því besta í heimi á Íslandi er meðal annars þrotlaus barátta femínista og annarra málsvara jafnréttis fyrir lagaumgjörð sem stuðlar að jafnrétti. Lög um jafnlaunavottun og skyldan til að staðfesta hana er dæmi um það,“ stendur í umsögninni sem er undirrituð af Auði Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, og Anna Rós Sigmundsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Kennarasambands Íslands, segja í umsögn sambandsins að breytingin felur í sér gríðarlega afturför í jafnréttismálum þar sem skýrslugjöf komi ekki í stað jafnlaunavottunar. „KÍ leggst því alfarið gegn fyrirhuguðum áformum.“
Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira