Ósvöruð spurning um njósnastað ekki nóg fyrir Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2020 14:15 Alvar Óskarsson, Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson mæta í dómsal þegar málið var til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Alvars Óskarssonar í stóru fíkniefnamáli sem hann hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir. Alvar hlaut sex ára fangelsisdóm í Landsrétti sem stytti dóm hans úr héraði um eitt ár. Alvar ásamt Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni dæmdur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þeir gagnrýndu allir rannsókn málsins þar sem gögnum hafði verið haldið frá þeim og þeir þar af leiðandi hefðu ekki getað sýnt fram á að þeir hafi verið viðstaddir annars staðar í einhverjum tilvikum. Þeir viðurkenndu þó allir að hafa verið á vettvangi þann 7. júní 2019 en lögreglan stöðvaði framleiðsluna þann dag. Alvar óskaði eftir áfrýjunarleyfi á þeim grundvelli að héraðsdómari hefði borið að leggja fyrir lögreglumenn, sem gáfu skýrslu fyrir dómi, að svara spurningum um staðsetningu þeirra við eftirlit við sumarhúið þar sem amfetamínframleiðslan fór fram. Þá vísaði Alvar til þess að dómurinn í Landsrétti væri rangur að efni til því er varðaði ákvörðun refsingar og sönnunarmat, sem ætti sér hvorki stoð í réttarframkvæmd né meginreglum sakamálaréttarfars. Í úrskurði Hæstaréttar segir að ekki verði séð að það hafi verulega almenna þýðingu eða sé mjög mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar þannig að skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi sé uppfyllt. Var beiðninni því hafnað. Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 26. júní 2020 16:02 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Alvars Óskarssonar í stóru fíkniefnamáli sem hann hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir. Alvar hlaut sex ára fangelsisdóm í Landsrétti sem stytti dóm hans úr héraði um eitt ár. Alvar ásamt Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni dæmdur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þeir gagnrýndu allir rannsókn málsins þar sem gögnum hafði verið haldið frá þeim og þeir þar af leiðandi hefðu ekki getað sýnt fram á að þeir hafi verið viðstaddir annars staðar í einhverjum tilvikum. Þeir viðurkenndu þó allir að hafa verið á vettvangi þann 7. júní 2019 en lögreglan stöðvaði framleiðsluna þann dag. Alvar óskaði eftir áfrýjunarleyfi á þeim grundvelli að héraðsdómari hefði borið að leggja fyrir lögreglumenn, sem gáfu skýrslu fyrir dómi, að svara spurningum um staðsetningu þeirra við eftirlit við sumarhúið þar sem amfetamínframleiðslan fór fram. Þá vísaði Alvar til þess að dómurinn í Landsrétti væri rangur að efni til því er varðaði ákvörðun refsingar og sönnunarmat, sem ætti sér hvorki stoð í réttarframkvæmd né meginreglum sakamálaréttarfars. Í úrskurði Hæstaréttar segir að ekki verði séð að það hafi verulega almenna þýðingu eða sé mjög mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar þannig að skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi sé uppfyllt. Var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 26. júní 2020 16:02 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 26. júní 2020 16:02