Ósvöruð spurning um njósnastað ekki nóg fyrir Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2020 14:15 Alvar Óskarsson, Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson mæta í dómsal þegar málið var til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Alvars Óskarssonar í stóru fíkniefnamáli sem hann hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir. Alvar hlaut sex ára fangelsisdóm í Landsrétti sem stytti dóm hans úr héraði um eitt ár. Alvar ásamt Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni dæmdur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þeir gagnrýndu allir rannsókn málsins þar sem gögnum hafði verið haldið frá þeim og þeir þar af leiðandi hefðu ekki getað sýnt fram á að þeir hafi verið viðstaddir annars staðar í einhverjum tilvikum. Þeir viðurkenndu þó allir að hafa verið á vettvangi þann 7. júní 2019 en lögreglan stöðvaði framleiðsluna þann dag. Alvar óskaði eftir áfrýjunarleyfi á þeim grundvelli að héraðsdómari hefði borið að leggja fyrir lögreglumenn, sem gáfu skýrslu fyrir dómi, að svara spurningum um staðsetningu þeirra við eftirlit við sumarhúið þar sem amfetamínframleiðslan fór fram. Þá vísaði Alvar til þess að dómurinn í Landsrétti væri rangur að efni til því er varðaði ákvörðun refsingar og sönnunarmat, sem ætti sér hvorki stoð í réttarframkvæmd né meginreglum sakamálaréttarfars. Í úrskurði Hæstaréttar segir að ekki verði séð að það hafi verulega almenna þýðingu eða sé mjög mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar þannig að skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi sé uppfyllt. Var beiðninni því hafnað. Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 26. júní 2020 16:02 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Alvars Óskarssonar í stóru fíkniefnamáli sem hann hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir. Alvar hlaut sex ára fangelsisdóm í Landsrétti sem stytti dóm hans úr héraði um eitt ár. Alvar ásamt Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni dæmdur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þeir gagnrýndu allir rannsókn málsins þar sem gögnum hafði verið haldið frá þeim og þeir þar af leiðandi hefðu ekki getað sýnt fram á að þeir hafi verið viðstaddir annars staðar í einhverjum tilvikum. Þeir viðurkenndu þó allir að hafa verið á vettvangi þann 7. júní 2019 en lögreglan stöðvaði framleiðsluna þann dag. Alvar óskaði eftir áfrýjunarleyfi á þeim grundvelli að héraðsdómari hefði borið að leggja fyrir lögreglumenn, sem gáfu skýrslu fyrir dómi, að svara spurningum um staðsetningu þeirra við eftirlit við sumarhúið þar sem amfetamínframleiðslan fór fram. Þá vísaði Alvar til þess að dómurinn í Landsrétti væri rangur að efni til því er varðaði ákvörðun refsingar og sönnunarmat, sem ætti sér hvorki stoð í réttarframkvæmd né meginreglum sakamálaréttarfars. Í úrskurði Hæstaréttar segir að ekki verði séð að það hafi verulega almenna þýðingu eða sé mjög mikilvægt af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar þannig að skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi sé uppfyllt. Var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 26. júní 2020 16:02 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Dómar yfir Alvari, Einari og Margeiri mildaðir Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni var í dag mildaður af landsrétti en þremenningarnir voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 26. júní 2020 16:02