Erlent

Gul­u vestin mót­mæla á ný

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mótmælendur kveiktu í nokkrum bílum í dag.
Mótmælendur kveiktu í nokkrum bílum í dag. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA

Mótmælendur sem jafnan eru kenndir við gul vesti sem þeir klæðast sneru aftur út á götur Parísar eftir að þeir gerðu hlé á mótmælum vegna kórónuveirufaraldursins í mars.

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda en þeir voru töluvert færri en búist var við. Lögreglan hefur þegar handtekið um 200 mótmælendur það sem af er af degi. Mótmælendur kveiktu í bílum og ruslatunnum í mótmælunum í dag.

Gulvestamótmælin hófust í nóvember árið 2018 vegna hækkandi olíuverðs sem urðu svo að vikulegum mótmælum fram á vor. Mótmælendur hafa sakað Emmanuel Macron, forseta Frakkland, um að vera utanveltu og hafa mótmælendurnir ítrekað beitt ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×