Tala látinna vegna gróðureldanna hækkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2020 07:50 Slökkviliðsmaður í Kaliforníu horfir á tré sem kviknað hefur í. Tugir þúsunda slökkviliðsmanna hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana í nokkrum ríkjum í vesturhluta Bandaríkjanna. AP Photo/Nic Coury Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. Þúsundir heimila hafa eyðilagst og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín. Eldarnir hafa nú brennt svæði á stærð við New Jersey, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu. Það eru um 22.000 ferkílómetrar. Reykmengunin af völdum eldanna hefur valdið því að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði í heiminum. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforní og Seattle í Washington. Minnst 22 hafa látist af völdum eldanna í Kaliforníu síðan 15. ágúst. Tugir þúsunda íbúa ríkisins hafa þurft að yfirgefa heimili sín og tæplega 15.000 slökkviliðsmenn berjast nú við 28 stóra elda. Í Oregon er svipaða sögu að segja. Minnst 16 stórir eldar loga á svæðinu og 40.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Samkvæmt yfirvöldum hafa 10 látist, en óttast er að tala látinna sé mun hærri. Stærsti eldurinn sem logar þar, í Almeda-sýslu, er rannsakaður sem möguleg íkveikja. Í Washington-ríki eru 15 stórir eldar. Fyrr í vikunni lést eins árs drengur. Foreldar hans liggja þungt haldnir á spítala. Biden skýtur á forsetann vegna ástandsins Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, gerði eldana að umtalsefni sínu í gær. Hann sagði þá stafa af loftslagsbreytingum, sem hann sagði vera „yfirvofandi ógn við tilvist og lifnaðarhætti okkar.“ Þá sakaði Biden mótframbjóðanda sinn, Donald Trump forseta, um að neita að horfast í augu við þann veruleika. Trump hefur ítrekað sagst efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum og telur, í það minnsta opinberlega, að eldarnir séu afleiðing lélegrar umhirðu skóga. Trump segir eldana stafa af lélegri umhirðu skóga.AP Photo/Andrew Harnik „Þú verður að þrífa skógana þína. Þar er margra, margra ára virði af laufum og brotnum trjám og þau eru svo eldfim. Ég er búinn að tala um þetta í þrjú ár en það vill enginn hlusta,“ sagði Trump á einum stuðningsmannafunda sinna í síðasta mánuði. Í nóvember 2018 lét Trump hafa eftir sér svipuð ummæli, en þá geisuðu einnig miklir eldar í Kaliforníu. Hann sagði þá að skógareldar væru ekki vandamál í Finnlandi þar sem finnsk stjórnvöld létu raka skógarbotna til að draga úr eldhættu. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, vildi á sínum tíma ekki kannast við þetta og sagði að Trump hefði mögulega misskilið hann á fundi starfsbræðranna 11. nóvember 2018. Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Yfir 30 hafa látist í skógar- og gróðureldunum sem loga nú vítt um vesturhluta Bandaríkjanna. Þúsundir heimila hafa eyðilagst og tugir þúsunda neyðst til að yfirgefa heimili sín. Eldarnir hafa nú brennt svæði á stærð við New Jersey, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu. Það eru um 22.000 ferkílómetrar. Reykmengunin af völdum eldanna hefur valdið því að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði í heiminum. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforní og Seattle í Washington. Minnst 22 hafa látist af völdum eldanna í Kaliforníu síðan 15. ágúst. Tugir þúsunda íbúa ríkisins hafa þurft að yfirgefa heimili sín og tæplega 15.000 slökkviliðsmenn berjast nú við 28 stóra elda. Í Oregon er svipaða sögu að segja. Minnst 16 stórir eldar loga á svæðinu og 40.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Samkvæmt yfirvöldum hafa 10 látist, en óttast er að tala látinna sé mun hærri. Stærsti eldurinn sem logar þar, í Almeda-sýslu, er rannsakaður sem möguleg íkveikja. Í Washington-ríki eru 15 stórir eldar. Fyrr í vikunni lést eins árs drengur. Foreldar hans liggja þungt haldnir á spítala. Biden skýtur á forsetann vegna ástandsins Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, gerði eldana að umtalsefni sínu í gær. Hann sagði þá stafa af loftslagsbreytingum, sem hann sagði vera „yfirvofandi ógn við tilvist og lifnaðarhætti okkar.“ Þá sakaði Biden mótframbjóðanda sinn, Donald Trump forseta, um að neita að horfast í augu við þann veruleika. Trump hefur ítrekað sagst efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum og telur, í það minnsta opinberlega, að eldarnir séu afleiðing lélegrar umhirðu skóga. Trump segir eldana stafa af lélegri umhirðu skóga.AP Photo/Andrew Harnik „Þú verður að þrífa skógana þína. Þar er margra, margra ára virði af laufum og brotnum trjám og þau eru svo eldfim. Ég er búinn að tala um þetta í þrjú ár en það vill enginn hlusta,“ sagði Trump á einum stuðningsmannafunda sinna í síðasta mánuði. Í nóvember 2018 lét Trump hafa eftir sér svipuð ummæli, en þá geisuðu einnig miklir eldar í Kaliforníu. Hann sagði þá að skógareldar væru ekki vandamál í Finnlandi þar sem finnsk stjórnvöld létu raka skógarbotna til að draga úr eldhættu. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, vildi á sínum tíma ekki kannast við þetta og sagði að Trump hefði mögulega misskilið hann á fundi starfsbræðranna 11. nóvember 2018.
Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11 „Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. 12. september 2020 08:11
„Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. 11. september 2020 11:13
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17