Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. september 2020 16:58 Áslaug Arna segir að reglugerðum verði ekki breytt vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. Áslaug segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldunni hafi staðið til boða að fara úr landi með aðstoð stoðdeildar ríkislögreglustjóra eða að fara úr landi sjálf. Niðurstaða í málinu lá fyrir í nóvember og stendur aðilum þá til boða að velja að fara með aðstoð íslenska ríkisins eða að fara sjálft úr landi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ekki væri mannúðlegt að halda fólki svo lengi í óvissu, sérstaklega börnum. Í þessu tilviki sem um ræðir, þó að málsmeðferðartíminn sé innan marka, þá erum við samt, af einhverjum ástæðum, sem mér finnst auðvitað ekki boðlegt, með þetta fólk hér í raun og veru í allt of langan tíma sem er ómannúðlegt,“ sagði Katrín. Áslaug segist ósammála Katrínu um að tíminn sem líði frá því að niðurstaða kemur í málið þar til fólk fer úr landi eigi að vera hluti af heildarmálsmeðferðartíma. „Ég er ósammála því enda hefur fólk val um að fara sjálft til baka þegar niðurstaða hefur legið fyrir og það er auðvitað afar ólíklegt að einhverjir myndu nýta sér það sem fólk gerir í dag ef það væri betra fyrir þau ef þau vildu fá hér mannúðarleyfi að dvelja síðan hér áfram með ólöglegum hætti,“ segir Áslaug. Hins vegar hafi alltaf ríkt samstaða um að ómannúðlegt sé að dvelja hér í of langan tíma án svara frá stjórnvöldum. Vill að umræða um breytingar á atvinnuleyfi útlendinga komi til umræðu Telurðu að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu? „Nei, við höfum alltaf rætt þessi mál vandlega. Þetta eru viðkvæm mál enda er um að ræða fólk og við höfum öll samúð með þessum aðstæðum og erum alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra. Ég held að við verðum að fara að ræða það hvort ekki sé þörf á að breyta atvinnuleyfum útlendinga hérlendis. Það eru margir sem hingað leita í leit að betri lífskjörum en falla ekki undir það að þurfa alþjóðlega vernd.“ „Atvinnuleyfin heyra undir félagsmálaráðherra og ég held að það sé mjög mikilvægt að fara að ræða það hvort við ætlum ekki að fara að rýmka þau skilyrði að fólk geti farið að koma hér og starfa og lifað með okkur í þessu góða samfélagi,“ segir Áslaug. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. 13. september 2020 12:28 „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. 13. september 2020 11:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. Áslaug segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldunni hafi staðið til boða að fara úr landi með aðstoð stoðdeildar ríkislögreglustjóra eða að fara úr landi sjálf. Niðurstaða í málinu lá fyrir í nóvember og stendur aðilum þá til boða að velja að fara með aðstoð íslenska ríkisins eða að fara sjálft úr landi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ekki væri mannúðlegt að halda fólki svo lengi í óvissu, sérstaklega börnum. Í þessu tilviki sem um ræðir, þó að málsmeðferðartíminn sé innan marka, þá erum við samt, af einhverjum ástæðum, sem mér finnst auðvitað ekki boðlegt, með þetta fólk hér í raun og veru í allt of langan tíma sem er ómannúðlegt,“ sagði Katrín. Áslaug segist ósammála Katrínu um að tíminn sem líði frá því að niðurstaða kemur í málið þar til fólk fer úr landi eigi að vera hluti af heildarmálsmeðferðartíma. „Ég er ósammála því enda hefur fólk val um að fara sjálft til baka þegar niðurstaða hefur legið fyrir og það er auðvitað afar ólíklegt að einhverjir myndu nýta sér það sem fólk gerir í dag ef það væri betra fyrir þau ef þau vildu fá hér mannúðarleyfi að dvelja síðan hér áfram með ólöglegum hætti,“ segir Áslaug. Hins vegar hafi alltaf ríkt samstaða um að ómannúðlegt sé að dvelja hér í of langan tíma án svara frá stjórnvöldum. Vill að umræða um breytingar á atvinnuleyfi útlendinga komi til umræðu Telurðu að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu? „Nei, við höfum alltaf rætt þessi mál vandlega. Þetta eru viðkvæm mál enda er um að ræða fólk og við höfum öll samúð með þessum aðstæðum og erum alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra. Ég held að við verðum að fara að ræða það hvort ekki sé þörf á að breyta atvinnuleyfum útlendinga hérlendis. Það eru margir sem hingað leita í leit að betri lífskjörum en falla ekki undir það að þurfa alþjóðlega vernd.“ „Atvinnuleyfin heyra undir félagsmálaráðherra og ég held að það sé mjög mikilvægt að fara að ræða það hvort við ætlum ekki að fara að rýmka þau skilyrði að fólk geti farið að koma hér og starfa og lifað með okkur í þessu góða samfélagi,“ segir Áslaug. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. 13. september 2020 12:28 „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. 13. september 2020 11:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52
Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. 13. september 2020 12:28
„Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. 13. september 2020 11:55