Arnar: Of margir okkar sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2020 22:22 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar eftir 2-0 tap gegn Val í kvöld. Víkingar eru aðeins með 14 stig eftir 12 leiki, nú þegar 17 stigum á eftir toppliði Vals. Þeir hafa ekki fagnað sigri síðan gegn ÍA 19. júlí, en síðan hefur liðið spilað fimm leiki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Fyrri hálfleikur í kvöld var mjög sterkur. Við vorum með tögl og hagldir og áttum fína spretti. Ég man ekki hversu mörg horn við fengum í þessum leik, en náðum ekki að nýta þau nægilega vel. Davíð fór út af í hálfleik og það kom eitthvað ójafnvægi í þetta hjá okkur. Við urðum „soft“, Valur gekk á lagið og Aron skoraði mjög flott mark. Ég á eftir að sjá hvort við hefðum getað varist því betur. En síðustu 20 mínúturnar fannst mér við komast aftur inn í leikinn, fá hornspyrnur og fyrirgjafir, en svo var þetta klaufaskapur í seinna markinu og þá var þetta „game over“,“ sagði Arnar. Hálffyndið að sjá dæmt á Kára í skallaeinvígi núna en ekki gegn Kane Valsmenn gerðu út um leikinn eftir að Sölvi Geir Ottesen missti boltann klaufalega til þeirra þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta er bara saga okkar í sumar. Það hefur ekkert með „fitness“ eða fótboltalega getu að gera hvort við komumst upp á næsta stig í þessari íþrótt. Það sjá allir að við getum gert það mjög vel, en fókusinn er að fara mjög illa með okkur. Það er það erfiðasta við fótbolta, til að komast upp á elítulevel. Það eru of margir hjá okkur sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum, og það hefur reynst okkur dýrt í sumar,“ sagði Arnar. Hann segir að hvað fótboltahæfileika snerti þá standi Víkingar Valsmönnum á sporði. „Þetta voru tvö mjög sterk lið, „physical“ leikur, og dómarinn hefði mátt leyfa leiknum að ganga aðeins betur. Það er hálffyndið að sjá Kára vera að fara í skallaeinvígi við Harry Kane, og koma svo hér tveimur vikum seinna og fara í skallaeinvígi og þá er dæmd aukaspyrna. Ekki svo að skilja að þess vegna höfum við tapað leiknum. En það þarf að lesa leikinn. Áhorfendur vilja sjá okkur sem nútíma skylmingaþræla. Þeir vilja sjá okkur berjast; blóð, svita og tár. Dómarinn verður að átta sig á þessu og leyfa meiri hörku.“ Búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum „Fyrir mér var þetta hörkuleikur en Valur er með þetta „know how“. Þeir eru með meiri vöðva á miðjunni, við erum með unga miðju, og við kannski töpum fulloft einn gegn einum. Fótboltalega séð erum við alveg á pari við Valsmenn,“ sagði Arnar. Víkingar virðast ekki lengur hafa að miklu að keppa, nema mikið breytist í deildinni. Þeir eru níu stigum frá Evrópusæti og sitja í 8. sæti. „Ef við náum góðum spretti þá eigum við kannski möguleika á 4. sæti og það er það sem við ætlum að stefna á, og vona að eitthvað af efstu þremur liðunum vinni bikarinn. Það er okkar markmið og á meðan það er ekki stærðfræðilega ómögulegt þá höldum við í vonina. En þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar eftir 2-0 tap gegn Val í kvöld. Víkingar eru aðeins með 14 stig eftir 12 leiki, nú þegar 17 stigum á eftir toppliði Vals. Þeir hafa ekki fagnað sigri síðan gegn ÍA 19. júlí, en síðan hefur liðið spilað fimm leiki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Fyrri hálfleikur í kvöld var mjög sterkur. Við vorum með tögl og hagldir og áttum fína spretti. Ég man ekki hversu mörg horn við fengum í þessum leik, en náðum ekki að nýta þau nægilega vel. Davíð fór út af í hálfleik og það kom eitthvað ójafnvægi í þetta hjá okkur. Við urðum „soft“, Valur gekk á lagið og Aron skoraði mjög flott mark. Ég á eftir að sjá hvort við hefðum getað varist því betur. En síðustu 20 mínúturnar fannst mér við komast aftur inn í leikinn, fá hornspyrnur og fyrirgjafir, en svo var þetta klaufaskapur í seinna markinu og þá var þetta „game over“,“ sagði Arnar. Hálffyndið að sjá dæmt á Kára í skallaeinvígi núna en ekki gegn Kane Valsmenn gerðu út um leikinn eftir að Sölvi Geir Ottesen missti boltann klaufalega til þeirra þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta er bara saga okkar í sumar. Það hefur ekkert með „fitness“ eða fótboltalega getu að gera hvort við komumst upp á næsta stig í þessari íþrótt. Það sjá allir að við getum gert það mjög vel, en fókusinn er að fara mjög illa með okkur. Það er það erfiðasta við fótbolta, til að komast upp á elítulevel. Það eru of margir hjá okkur sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum, og það hefur reynst okkur dýrt í sumar,“ sagði Arnar. Hann segir að hvað fótboltahæfileika snerti þá standi Víkingar Valsmönnum á sporði. „Þetta voru tvö mjög sterk lið, „physical“ leikur, og dómarinn hefði mátt leyfa leiknum að ganga aðeins betur. Það er hálffyndið að sjá Kára vera að fara í skallaeinvígi við Harry Kane, og koma svo hér tveimur vikum seinna og fara í skallaeinvígi og þá er dæmd aukaspyrna. Ekki svo að skilja að þess vegna höfum við tapað leiknum. En það þarf að lesa leikinn. Áhorfendur vilja sjá okkur sem nútíma skylmingaþræla. Þeir vilja sjá okkur berjast; blóð, svita og tár. Dómarinn verður að átta sig á þessu og leyfa meiri hörku.“ Búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum „Fyrir mér var þetta hörkuleikur en Valur er með þetta „know how“. Þeir eru með meiri vöðva á miðjunni, við erum með unga miðju, og við kannski töpum fulloft einn gegn einum. Fótboltalega séð erum við alveg á pari við Valsmenn,“ sagði Arnar. Víkingar virðast ekki lengur hafa að miklu að keppa, nema mikið breytist í deildinni. Þeir eru níu stigum frá Evrópusæti og sitja í 8. sæti. „Ef við náum góðum spretti þá eigum við kannski möguleika á 4. sæti og það er það sem við ætlum að stefna á, og vona að eitthvað af efstu þremur liðunum vinni bikarinn. Það er okkar markmið og á meðan það er ekki stærðfræðilega ómögulegt þá höldum við í vonina. En þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49